Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 41
UMHVERFISMAL • Tilgreina viðkvæm svæði og vistkerfi. • Tilgreina hvaða svæði væru betur búin undir fram- kvæmdir. • Tilgreina almennt ástand umhverfis og náttúruminja. • Tilgreina þá starfsemi sem hefur áhrif á umhverfið. • Kanna hvort starfsemi innan sveitarfélags hlíti lögum og reglum í umhverfismálum. • Leita leiða til að draga úr óæskilegum áhrifum starf- semi á umhverfið. Á grundvelli þessarar athugunar á ástandi umhverfis- ins og áhrifa starfsemi á umhverfið er mótuð stefna sveitarfélags í umhverfismálum. 2. Uinhverjismálastefna Sveitarstjóm setur fram umhverfismálastefnu sveitar- félagsins, sem greinir frá almennri stefnu þess í um- hverfismálum. Helstu þættir umhverfismálastefnu sveit- arfélags geta verið að: • Vemda náttúruminjar. • Draga úr óæskilegum áhrifum sem atvinnustarfsemi og íbúar hafa á náttúrlegt umhverfi. • Lágmarka mengun og úrgang. • Hvetja fyrirtæki og almenning til að taka tillit til um- 2. mynd. hverfisins og sýna fram á mikilvægi umhverfismála fyrir samfélag, atvinnumál og framtíðarkynslóðir. Ábyrgð í umhverfismálum hefur jákvæð áhrif á ímynd sveitarfé- laga og fyrirtækja innan þeirra. 3. Skoðanir íbúa sveitarfélags í umhverfismálum Þegar niðurstöður umhverfisrýni liggja fyrir eru þær kynntar íbúum sveitarfélagsins og þeim gefinn kostur á því að koma hugmyndum sínum á framfæri: • Hvereru mikilvægustu umhverfismálin? • Hvar er endurbóta þörf? • Hvemig skal staðið að umhverfismálum innan sveitar- félagsins? 4. Stefnumið í umhverfismálum Með umhverfisrýni og skoðanir almennings til hlið- sjónar mótar sveitarstjóm raunhæf stefnumið sveitarfé- lagsins í umhverfismálum bæði til skemmri og lengri tíma. Stefnumið sveitarfélags gæti verið að: • Auka skil á endumýtanlegum úrgangi um 20% fyrir 1998. • Fyrirtæki innan sveitarfélags hafi mótað umhverfis- stefnu fyrir árið 2000. 1 67

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.