Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 43
TÆKNIMÁL
Hvers vegna Lagnakerfa-
miðstöð Islands?
Kristján Ottósson vélstjóri, jramkvæmdastjóri
Lagnafélags Islands
Upphaf að hugmynd að lagna-
kerfamiðstöð varð til milli mín og
skólameistara Iðnskólans í Reykja-
vík, Ingvars Asmundssonar. Eg var
þá leiðbeinandi við Iðnskólann í
Reykjavík um loftræstitækni og
blikksmíði árið 1988. Ég varð fljótt
var við að ég náði ekki árangri í
kennslu, nemendur skildu mig ein-
faldlega ekki, að hlusta á mig tala
um hluti sem þeir þekktu ekki og
horfa á myndir af þeim á glærum,
það nægir bara ekki í kennslu í
verklegum fræðum.
Það er álíka og að kenna nemanda
á bíl með því að sýna honum bílinn
á myndvarpa og segja honum
hvemig hann á að aka bílnum, út-
skrifa hann síðan með bílpróf og
segja honum að fara út að keyra.
Framhaldið var að við fengum
sérstaka stofu til að kenna loftræsti-
tækni og í þá stofu söfnuðum við
saman flestum þeim hlutum er
þurfti að nota. Fljótlega kom í ljós
að þessi aðstaða til kennslu nægði
engan veginn. Þá var gripið til þess
ráðs að fá að fara inn í Öldusels-
skóla og nota húskerfi skólans til
kennslu. Við gáfumst fljótlega upp á
því. Það fer ekki saman kennslu-
kerfi og húskerfi sem á að þjóna
starfandi fólki í viðkomandi húsi.
Það var þess vegna að við Ingvar
Ásmundsson settumst niður og
ræddum þau vandamál er við höfum
við að stríða úti á vinnumarkaðnum.
Ingvar bað mig að fara til Óslóar og
kynna mér kerfin sem þeir höfðu
þróað til kennslu og setja sambæri-
legt upp í Iðnskólanum í Reykjavík.
Þessi ferð var aldrei farin. Við nán-
ari athugun kom í ljós að það var
ekkert rými til slíkra hluta í Iðnskól-
anum í Reykjavík.
Hvernig var ástandið í öðrum
skólum þegar það var svona slæmt í
stærsta iðnmenntaskóla landsins? I
öðrum skólum var ástandið ekki
betra. Vandamálið sem skólarnir
eiga við að glíma er að sveiflan í
nemendafjölda frá ári til árs er svo
mikil. Þegar ég var leiðbeinandi við
Iðnskólann í Reykjavík voru nemar
í loftræstitækni 16 fyrsta árið en
þriðja árið aðeins þrír. En að sama
skapi fjölgaði þeim annars staðar á
landinu. Þetta segir okkur að tækja-
kost verðum við að samnýta.
Ég hef dregið fram dæmi um
blikksmíðastéttina, en hún er spegil-
mynd af ástandi í fræðslumálum
annarra stétta lagnamanna, t.d. pípu-
lagningamanna, tæknifræðinga og
verkfræðinga. í Tækniskóla Islands
var reynt að koma upp kennslukerfi
og var komið upp að hluta til loft-
ræstikerfi, en það vantaði meiri nýt-
ingu í kennslu svo að hægt væri að
réttlæta meiri kostnað til kerfisins.
Þannig er sá stofnkostnaður runninn
út í sandinn. Mér er kunnugt um að
í Háskóla íslands var reynt að notast
við húskerfi Háskólans til kennslu
en menn gáfust upp mjög fljótlega
vegna þess að kerfin geta ekki í
þessari merkingu þjónað tveimur
herrum. Við verðum að hætta að
drita peningum hingað og þangað til
tækjakaupa. Við eigum að samnýta
peninga og þekkingu. Við verðum
að vinna meira saman.
Tökum dæmi:
Guðmundur Hjálmarsson, deild-
arstjóri byggingadeildar Tækniskóla
Islands, sagði mér að þegar hann
hefði verið í skólanefnd Tækniskól-
ans hefði verið sett fram beiðni um
að keypt yrði ákveðið tæki sem
kostaði rúma eina milljón króna. Þá
var spurt um nýtingu tækisins; hún
var áætluð 14 dagar á ári og tækið
þurfti að endumýja þriðja hvert ár.
Við nánari könnun kom í Ijós að
tækið var bæði til í Háskóla Islands
og á Iðntæknistofnun Islands. Nýt-
ingin á hvorum stað um sig var tvær
til þrjár vikur á ári. Hvað skyldu
liggja margir tugir milljóna króna í
tækjum jafn lítið notuðum, einungis
vegna skorts á samvinnu?
Éyrsti áfangi sem náðist var stofn-
un lagnadeildar á Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins árið 1990, að
því máli vann Lagnafélag Islands
ötullega og lagði til tæpa milljón
króna sem stofnfé. Aðstaða hér á
landi til rannsókna á lagnasviði er
frekar bágborin þótt ekki sé meira
sagt. Það er nær sama hvað beðið er
um að rannsakað sé. Svarið er: „Því
miður, höfum ekki aðstöðu og okk-
ur vantar tæki.“ Þetta þarf ekki að
vera svona, leggjum saman fjármuni
og þekkingu í eina lagnakerfamið-
stöð með fullkominni rannsóknarað-
stöðu.
í október 1992 var haldin ráð-
stefna, ,,Um aðstöðuleysi til rann-
sókna og kennslu", á Selfossi á veg-
um Lagnafélags íslands. Að undir-
búningi þeirrar ráðstefnu komu full-
trúar frá flestum þeim er láta sig
lagnamál varða. Á þeirri ráðstefnu
kom fram áskorun til Lagnafélags
íslands frá Sambandi iðnmennta-
1 69