Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 44
TÆKNIMÁL skóla, Meistara- og verktakasam- bandi byggingamianna, Háskóla Is- lands, Tækniskóla Islands, Vélskóla íslands, fræðsluráði málmiðnaðar- ins, lagnadeild Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Iðntækni- stofnun Islands. Með þessa áskorun í höndum höfum við unnið að mál- efninu Lagnakerfamiðstöð. Til þess er ætlast að iðntækni- menn beri ábyrgð á verkum sínum og samkvæmt íslenskum lögum ber iðntæknimaðurinn ævilangt og jafn- vel gott betur ábyrgð á verkum sem unnin eru undir hans stjóm. Þá spyr maður sjálfan sig hver beri ábyrgð á að iðntæknimaðurinn hafi fengið þá þekkingu í viðkomandi fræðum sem honum ber og hann þarf til að geta stjórnað þeim verkum og borið ábyrgð á sem skírteinið hans út úr skóla hljóðar upp á. Markmið með stofnun Lagna- kerfamiðstöðvar Islands er að koma upp aðstöðu og tækjakosti til að efla og samhæfa rannsóknir á lagnakerf- um við rannsóknarstarfsemi í land- inu til þess að nemendur fái þá þekkingu og reynslu sem til þarf til að takast á við þau verkefni sem þeim eru fengin til að leysa og koma í veg fyrir einhæfni í mennt- un. Góð hönnun og framkvæmd leiðir svo til betri orkunýtingar, hag- kvæmari reksturs, betri endingar og meiri áreiðanleika kerfa sem á end- anum skilar notendum og þjóðfélag- inu öllu umtalsverðum spamaði. Lagnakerfamiðstöð Islands Að frumkvæði Lagnafélags ís- lands hefur í nokkur ár verið unnið að undirbúningi byggingar og rekst- urs lagnakerfamiðstöðvar og hefur náðst góð samstaða rannsóknastofn- ana, Háskóla íslands, Tækniskóla, iðnmenntaskóla og hagsmunaaðila iðnaðarins um að samnýta aðstöðu sem skapast við byggingu lagna- kerfamiðstöðvar á Keldnaholti. Haldinn var undirbúningsfundur að stofnun Lagnakerfamiðstöðvar Islands föstudaginn 6. desember 1996 hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir fulltrú- ar Háskóla Islands, Húsnæðisstofn- unar ríkisins, Lagnafélags Islands, menntamálaráðuneytisins, Rann- sóknarráðs Islands (Rannís), Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins, Reykjavík- urborgar, Sam- taka iðnaðarins og Tækniskóla Islands. I undirbún- ingsnefnd fyrir stofnfund Lagna- kerfamiðstöðvar íslands voru kosnir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálms- son, borgarfull- trúi og fonnaður Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga, sem er for- maður nefndar- innar, dr. Valdi- mar K. Jónsson vélaverkfræðing- ur, prófessor við verkfræðideild Há- skóla Islands, og Grétar J. Guð- mundsson, byggingaverkfræðingur og rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Kristján Ottósson vélstjóri, framkvæmdastjóri Lagnafélags Is- lands, var kjörinn framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Undirbúningsnefndin hefur leitað til nokkura aðila varðandi mögu- leika þess að þeir taki þátt í stofnun Lagnakerfamiðstöðvar íslands. í því sambandi hafa fengist jákvæð við- brögð frá Rannís, Reykjavíkurborg og Háskóla Islands, en bindandi lof- orð liggja þó ekki fyrir. I framhaldi af undirbúningsfundinum var ákveðið að hafa samband við fleiri aðila og óska eftir þátttöku þeirra í þessu mikilvæga verkefni, m.a. Samband íslenskra tryggingafélaga og bæjarstjórnir Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akureyrar. Þá hefur Þorvaldi S. Þorvalds- syni, forstöðumanni Borgarskipu- lags, verið sent bréf og fundað með honum þar sem rætt var um staðar- val væntanlegs húss fyrir Lagna- kerfamiðstöð Islands á svæði Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins, Keldnaholti, og rætt var um um- fang væntanlegs húss og lóðar. Gert er ráð fyrir að stærð húss verði ca 400 fermetrar, lofthæð ca 6 metrar og nýtingarhlutfall lóðar 0.5. Stefnt er að stofnfundi Lagna- kerfamiðstöðvar íslands innan tíðar. Undirbuningsnetndin sem kosin var 6. desember sl. til undir- búnings aö stofntundi Lagnakerfamiöstöövar íslands, taliö frá vinstri: Grétar J. Guömundsson byggingaverkfræöingur, rekstr- arstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, dr. Valdimar K. Jónsson, prófessor í vélaverkfræöi og skorarformaöur véla- og iönaöar- verkfræöiskorar verkfræöideildar Háskóla íslands, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur sambandsins og formaöur nefndarinn- ar, og Kristján Ottósson vélstjóri, framkvæmdastjóri Lagnafé- lags islands og framkvæmdastjóri nefndarinnar. 1 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.