Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 48
HERAÐSNEFNDIR
Héraðsnefndir Suður- og Norð-
ur-Þingeyjarsýslu sameinaðar
Sigurður Rúnar Ragnarssonjramkvœmdastjóri
Um sl. áramót voru héraðsnefndir
Norður-Þingeyjarsýslu og Suður-
Þingeyjarsýslu sameinaðar í Hér-
aðsnefnd Þingeyinga. Frá og með
sama tíma var Sigurður Rúnar
Ragnarsson ráðinn framkvæmda-
stjóri nefndarinnar. Sigurður var
áður sveitarstjóri í Skútustaða-
hreppi.
Sveitarstjórnir í Þingeyjarsýslum
hafa unt langt skeið haft með sér
allnokkurt samstarf unt framkvæmd
verkefna, bæði lögbundinna og ann-
arra. Samstarfssvæðið hefur að
mestu afmarkast af Vaðlaheiði í
vestri og Langanesi í austri.
Með sameiningu héraðsnefnd-
anna og ráðningu framkvæmda-
stjóra verður samstarfsverkefnunum
skapaður einn vettvangur undir hér-
aðsnefnd. Sveitarstjórnarmenn
binda vonir við að slíkt fyrirkomu-
Iag geri stjómun þeirra markvissari
og greiði leið til aukins samstarfs.
Sveitarfélög í Þingeyjarsýslu hafa
nú samstarf um safnamál og fleiri
menningarmál, heilbrigðisfulltrúa,
byggingarfulltrúa, bamavemdarmál,
meðferð sorps, atvinnuþróunarfélag,
dvalarheimili aldraðra o.fl.
Umræða er hafin um hvernig
sveitarfélögin geti best sinnt al-
mennri félagsþjónustu.
Niðurstaðan af tilraun til samein-
ingar sveitarfélaga árið 1993 varð
mörgum sveitarstjórnarmönnum
vonbrigði. Lærdómurinn af þeirri
reynslu er einkum að ekki sé líklegt
til árangurs að tillögur ofan frá og
stuttur fyrirvari skili árangri. Lík-
legra er að reynsla af samstarfi og
samvinnu sveitarfélaga geti komið
hreyfingu á sameiningarmálin.
Þingeyingar hafa nú markað sam-
starfsverkefnum sveitarfélaganna
vettvang hjá héraðsnefnd. Þaðan
getur komið frumkvæði að frekara
samstarfi. Akvarðanir um það verða
eftir sem áður teknar í hverri sveit-
arstjóm. Þannig gæti þvingunarlaust
samstarf fært sveitarstjórnum og
umbjóðendum þeirra reynslu og
þekkingu sem verður innlegg í um-
ræður um sameiningu sveitarfélaga
í héraðinu.
Myndin er tekin á sameiginlegum fundi héraösnefnda Noröur- og Suöur-Þingeyinga,
sem haldinn var í júní 1996 á Husavik en lokaákvöröun um sameiningu nefndanna var
svo tekin á fundi þeirra sem haldinn var 12. september í Öxi á Kópaskeri. Á myndinni
eru, taliö frá vinstri, i fremri röö, Kristín Kristjánsdóttir, varaoddviti Þórshafnarhrepps,
Halldór Kristinsson, sýslumaöur Þingeyjarsýslna, þáverandi framkvæmdastjóri nefnd-
anna, Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öxarfjaröarhrepps og þáv. formaöur hér-
aösnefndar Noröur-Þingeyjarsýslu, Siguröur Runar Ragnarsson, þáv. sveitarstjóri
Skútustaðahrepps og oddviti héraösnefndar Suöur-Þingeyjarsýslu, Helga A. Erlings-
dóttir, Landamótsseli, oddviti Ljósavatnshrepps. Standandi í aftari röö eru Skarphéö-
inn Sigurösson í Úlfsbæ, oddviti Bárödælahrepps, Kristján Kárason, Ketilsstööum,
oddviti Tjörneshrepps, Siguröur Árnason á Þresthólum, hreppsnefndarfulltrúi í Öxar-
fjaröarhreppi, Tryggvi Jóhannsson, bæjarfulltrúi í Húsavíkurkaupstaö, Þorgrímur J.
Sigurösson, Skógum II, oddviti Reykjahrepps, Dagur Jóhannesson, Haga II, oddvlti Aö-
aldælahrepps, Relnhard Reynisson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, Jón Þórir Óskars-
son á lllugastööum, oddviti Hálshrepps, Benóný Arnórsson, Hömrum, oddviti Reyk-
dælahrepps, Björn Guðmundsson í Lóni II, oddviti Kelduneshrepps, og Einar Njálsson,
bæjarstjóri Húsavikurkaupstaöar. Ljósmyndina tók Siguröur Þétur Björnsson.
1 74