Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 63
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Sigbjörn Gunnarsson
sveitarsljóri Skótustaða-
hrepps
S i g b j ö r n
Gunnarsson, fv.
alþingismaður,
hefur verið ráð-
inn sveitarstjóri
Skútustaða-
hrepps frá 1. jan-
úar 1997.
Sigbjöm er fæddur á Akureyri 2.
maí 1951. Foreldrar hans em Guð-
rún Sigbjörnsdóttir og Gunnar
Steindórsson.
Sigbjörn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1972
og stundaði nám við Háskóla ís-
lands 1974-1975.
Hann var kennari við Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1972-1974 og
1975-1976, var lausráðinn blaða-
maður við Morgunblaðið um skeið
samhliða námi og störfum við skrif
um íþróttir, rak verslunina Sport-
húsið á Akureyri 1976-1991, var al-
þingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í
Norðurlandskjördæmi eystra
1991-1995 og hefur síðan lagt hönd
á ýmis verkefni.
Sigbjöm var formaður íþróttaráðs
Akureyrar 1986-1990, formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar Al-
þingis 1991-1993, formaður fjár-
laganefndar Alþingis 1993-1995,
formaður þingflokks Alþýðuflokks-
ins 1994—1995, fulltrúi Alþingis í
Evrópuráðinu 1991-1995, formaður
fiskveiðinefndar Evrópuráðsins
1993-1995 og var fulltrúi Alþingis
hjá ÖSE (Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu) 1992-1995. Sig-
bjöm sat allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna 1988 og 1991, var í flug-
ráði 1991-1995, í stjórn Byggða-
stofnunar frá 1995, í samstarfsnefnd
um opinberar framkvæmdir
1993-1995, í stjórn framkvæmda-
sjóðs fatlaðra 1993-1995 og hefur
setið í fjölda annarra opinberra
nefnda.
Hann var formaður Alþýðu-
flokksfélags Akureyrar 1990-1991,
í aðalstjórn Knattspyrnufélags Ak-
ureyrar (KA) 1986-1990, sat um
árabil í stjómum handknattleiks- og
knattspyrnudeilda KA, var ritari
Golfklúbbs Akureyrar um tveggja
ára skeið og í stjórn Knattspyrnu-
sambands Islands (KSI) um skeið
og í flokksstjórn Alþýðuflokksins.
Hann hefur setið í fleiri nefndum á
vegum Alþýðuflokks og íþrótta-
hreyfmgar.
Sigbjörn var keppnismaður í
knattspyrnu og handknattleik um
margra ára skeið með Iþróttabanda-
lagi Akureyrar (ÍBA) og KA.
Kona hans er Guðbjörg Þorvalds-
dóttir skrifstofumaður og eiga þau
fjögur böm, auk þess á hann son.
Sigurður Rúnar Ragnarsson, sem
verið hafði sveitarstjóri Skútu-
staðahrepps frá 16. júlí 1990, tók
um sl. áramót við starfi fram-
kvæmdastjóra héraðsnefndar Þing-
eyinga, eins og fram kemur í grein
hans um sameiningu héraðsnefnda
Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu á
bls. 174 í þessu tölublaði.
í DAG NOTA 75 SVEITABFÉLÖG
OG 45 SJÚKRAHÚS H-LADN
MEÐ GÖÐUM ÁRANGRI!
VILTU SLÁST í HÓPINN ?
H-Laun
LAUNAKERFI
STARFSMANNAKERFI
ÚRVINNSLUÖG ÁÆTLANAKERFI
W* -jp*
TÓLVUmrPLUn
Tölvumiðlun ehf • Grenásvegi 8 • 128 Reykjavík
Sími: 568-8882 • Fax: 553-9666 • www.tm.is • tm@tm.is
'X
N'
^ÉÉ
1 89