Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Qupperneq 5

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Qupperneq 5
FORUSTUGREIN og standa jafnvel auðar, er á hinn bóginn torleystur og kann að leiða til þess að gripa þurfi til sértækra aðgerða. Gríðarleg ófyrirséð fækkun íbúa hefur leitt til þess að mörg sveitarfélög geta aldrei að óbreyttu staðið við þær skuldbindingar sem Alþingi hefur á þau lagt vegna félagslega íbúðakerfisins. Að því kann að koma, fyrr en seinna, að þau geti ekki staðið í skilum með greiðslur af yfirteknum lánum. Með nýju lögunum um húsnæðismál var búið til tæki, Varasjóður viðbótarlána, til að fást við vanda sveitarfélaganna vegna félagslega íbúðakerfisins. Ríkisvaldið verður að gangast við ábyrgð sinni á þeim vanda með árlegum greiðslum á framlögum ríkisins til Varasjóðs viðbótarlána, í samræmi við á- ætlanir stjómar sjóðsins á hverjum tíma, eins og lög- in gera ráð fyrir. Þórður Skúlason ERLEND SAMSKIPTI Samstarf við Bandalag sveitarfélaga á Prince Edwards-eyju Stofnað hefur verið til samstarfs milli sambandsins og Bandalags sveitarfélaga á Prince Edwards-eyju á Nýfundnalandi. I samstarfsyfirlýs- ingu, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður sambandsins, og Pat- rick Connolly, forseti Bandalags sveitarfélaga á Prince Edwards- eyju, undirrituðu í Charlottebæ á Prince Edwards-eyju 31. janúar sl., segir að aðilar samþykki að kanna sameiginlega tækifæri á sviði þró- unar og fræðslu. Samvinna milli sambandanna skuli hvíla á hlið- stæðri stöðu þeirra sem umboðsað- ila ýmissa stjómstiga á sviði sveitar- stjómarmála, virkum tengslum við önnur stjórnstig og á því ögrandi verkefni sem hvor tveggja samtökin standa ffammi fyrir að leitast við að auka lífsgæði þegna sinna. Vænt- ingar um meiri og formlegri tengsl byggist ennfremur á svipaðri reynslu smárra eyjasamfélaga á ströndum Norður-Atlantshafsins. Um markmið samstarfsins segir í yfirlýsingunni að það feli í sér en takmarkist ekki við eftirfarandi: • að skapa tækifæri til samstarfs milli eyjanna tveggja á sviði sveitarstjómarmála; • að koma á skiptiheimsóknum og verkefnum með þátttöku kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og starfsmanna sveitarfélaga ffá báð- um eyjunum; • að ræða og skiptast á upplýsing- um um sveitarstjómarmál; • að greiða fyrir formlegu samstarfi milli einstakra sveitarfélaga á báðum eyjunum; • að aðstoða við og koma á tengsl- um og samskiptum milli eyland- anna tveggja á sviði verslunar, menningarmála, fræðslumála og íþrótta; • að leita leiða til að efla stjómkeríi sveitarfélaganna í eylöndum með það fyrir augum að þau búi við hæfari starfskrafta, sterkari fjár- hagsstöðu og virkara stjómkerfí. „Svið þeirra samstarfsverkefna sem hér er fjallað um nær einnig til þess að bandalaginu og sambandinu vaxi ásmegin við að koma fram fýr- ir hönd umbjóðenda sinna með hagsmunamál þeirra, vonir og vænt- ingar og með því að byggja upp sterkari, blómlegri og sjálfbærari samfélög sem stuðli að uppbygg- ingu sterkra, lífvænlegra og sjálf- bærra samfélaga," segir einnig i yf- irlýsingunni í lauslegri þýðingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, og Patrick Connolly, forseti Banda- lags sveitarfélaga á Prince Edwards-eyju, undirrita samstarfsyfiriýsinguna í Charlottebæ hinn 31. janúar sl. 1 3 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.