Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 12
AFMÆLI Orkustöðin hýsir rafstöð, sem er 2 MW tvívökva eining af Kalina-gerð. í stöðinni eru jafnframt varmaskiptar og stjórnstöð. Raforkuframleiðslan mun fullnægja u.þ.b. þre- mur fjórðu hlutum núverandi raforkuþarfar bæjarfélagsins. Myndin gefur einfaldaða Sveitaveita Gróöurhús Fiskeldi mynd af orkuveitunni og fjölnýtingu hitans. að dæla vatninu þessa löngu leið. Á Húsavík er vatnið notað til húshitunar, til þurrkunar og í sundlaug. Einnig er vatnið notað til hitunar húsnæðis og gróðurhúsa í ná- grannasveitum. Á leiðinni í bæinn tapast um 15° C í hita og umtalsverð orka fer forgörðum við sjálfsuðuna. Gæði vatnsins ffá Hveravöllum er mjög mikið og það er kjör- ið til beinnar nýtingar. Fyrir lá að endumýja þurfti gömlu asbestlögnina. Hiti jarðhitavatnsins á Hveravöllum er tiltölulega hár og markaðstækifæri bjóðast fyrir varmaorku bæði til hitun- ar og iðnaðamota. Því vaknaði sú hugmynd að stefna að fjöl- og raðnýtingu orkunnar samfara endumýjun veit- unnar. Framleiðsla raforku samtengd framleiðslu heits vatns af mismunandi hita til húshitunar, í iðnaði, fiski- rækt, heilsurækt og gróðurhús er nýsköpun sem marg- faldar verðmæti orkulindarinnar. Jafnframt dregur hún úr mengun andrúmsloflsins. Fjölþætt nýting raforku og varmaorku sparar bæjarfélaginu raforkukaup og skapar jafnframt fleiri og fjölbreyttari störf fyrir íbúa Húsavikur og nágrennis. Það stuðlar að eflingu atvinnulífs sem spomar gegn flutningi fólks af landsbyggðinni til höfúð- borgarsvæðisins. Orkuveitan flytur 125° C heitt vatn undir þrýstingi ffá vinnsluholunum á Hveravöllum til orkustöðvar innan bæjarmarkanna. Lögð hefur verið ný einangmð pípu- lögn úrstáli frá jarðhitasvæðinu. Hún liggur neðanjarðar meðfram gömlu pípulögninni mestan hluta leiðarinnar til bæjarins. Gert er ráð fýrir að vatnið kólni um 2° C á leiðinni til Húsavíkur. Orkustöðin hýsir rafstöð, sem er 2 MW tvívökva ein- ing af Kalinagerð. í stöðinni em jafnffamt varmaskiptar og stjórnstöö. Raforkuframleiðslan kemur til með að fullnægja u.þ.b. þremur Qórðu hlutum núverandi raf- orkuþarfar bæjarfélagsins. Stöðin framleiðir jafhframt heitt vatn á þeim hita sem iðnaður og húshitun þarfnast hverju sinni, allt að 120° C. Myndin hér að ofan gefúr einfaldaða mynd af orku- veitunni og fjölnýtingu jarðhitans. Fyrirtækið Islenskur harðviður ehf. þurrkar harðvið og vinnur úr honum ýmsa vöm. Það nýtir 80° C heitt jarð- hitavatn við framleiðslu sína í stað olíu. Rækjuverk- smiðja Fiskiðjusamlags Húsavíkur áformar að nýta um 120° C heitt jarðvatn við framleiðslu sína. Silungs- og laxeldisstöðvar á svæðinu nota jarðhitavatn til þess að halda vatninu í eldiskerum stöðvanna á kjörhita fyrir ræktunina. Einnig er starfrækt þurrkun á fiski þar sem jarðhitavatn er nýtt. Á Húsavík eykst stöðugt eftirspum effir 80° C heitu vatni til húshitunar og fyrir ýmiss konar heilsurækt. Allir þessir þættir hafa orðið til þess að þrýsta á ffamangreinda stækkun veitunnar. Áætluð heildarijárfesting orkuveitunnar nemur um 800 milljónum króna. Af þeirri upphæð leggur Húsavík- urbær ffam 92%, aðrir samstarfsaðilar 2% og afgangur- inn er styrkur ffá Evrópusambandinu. Fjórða Thermie- rammaáætlun sambandsins styrkir verkefnið sem sýni- verkefni um nýsköpun í nýtingu jarðhita. Framlagið nemur um 50 milljónum króna. Orkuveita Húsavíkur selur heitt og kalt vatn auk raf- orku til heimilisnotkunar og iðnaðar samkvæmt gjald- skrá sem tekur meðal annars mið af seldu magni, nýting- artíma hámarksafls og eðli notkunar. Gert er ráð fýrir að gjaldskráin haldi óbreyttu verðgildi þrátt fyrir þessar ffamkvæmdir. Framkvæmdimar hófúst síðla árs 1998 og áformað er að þeim ljúki nú í júlí. 1 38

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.