Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 16
ERLEND SAMSKIPTI Héraðanefnd ESB Gísli Gíslason, bajarstjóri á Akranesi Með Maastricht-samningnum svoneíhda sem öðlaðist gildi í nóv- ember árið 1993 var héraðanefnd, stofhuð. Tilgangur þessarar stoíhun- ar eða nefhdar er að auka vægi hér- aðs-, svæðis- og sveitarstjóma við mótun á stefnu ESB. Nefnd þessi gegnir mikilvægu hlutverki og er framkvæmdastjóm ESB til ráðgjafar um stóra málaflokka sem varða sveitarstjómir miklu. Héraðanefndin - Committee of the Regions - skammstöfuð COR eins og hún verður kölluð hér eftir í þessari grein, hefur á liðnum ámm fengið aukið vægi innan ESB. Samkvæmt EES-samningnum eigum við ekki aðild að störfum COR og getum því ekki haft nein áhrif á það sem þar fer fram. Hér er því dæmi um það hvemig ESB hefur á vissan hátt þró- ast frá EES-samningnum og minnk- að áhrif okkar á mál sem verða að tilskipunum framkvæmdastjórnar- innar og síðar að lögum á íslandi. Nálægöarreglan og vald- dreifing innan ESB Manfred Dammeyer, forseti COR, segir að margir sjái aukna valddreifmgu þróast innan Evrópu og í því felist aukið mikilvægi hér- aðs- og sveitarstjórna. Nálægðar- reglan eða the Principal of Subsidi- arity, sem var lögfest með Evrópu- sambandssamningnum árið 1992, felur í sér að ákvörðunarvald skuli vera í sem mestri nálægð við borg- arana. Þessi regla er meginstoðin undir því að valddreifing eigi sér stað innan ESB og vissulega má sjá þess merki einnig á Islandi, m.a. með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. í þessu ferli er COR mikilvægur ráðgjafi framkvæmda- stjómarinnar og virkur aðili í því að koma fram þeirri stefnu að jafna lífskjör og félagslegar aðstæður í löndum innan sambandsins. Þegar litið er til þess að meginþorrinn af ákvörðunum framkvæmdastjómar ESB verður að lögum á íslandi og hluti þeirra er til umfjöllunar í COR þá er það augljós veikleiki fyrir sveitarfélög á Islandi að hafa engan aðgang að þeirri umljöllun sem þar fer ffam. Skipan COR Innan ESB-landanna er skipan sveitarfélaga afar misjöfh og stjóm- sýslustigin allt frá einu upp í sex. Það em viðkomandi stofnanir sveit- arfélaga í aðildarlöndunum sem til- nefna fulltrúa í COR en þeir eru samtals 222. Skipting fulltrúa milli landa er eftirfarandi: Belgía 12, Danmörk 9, Finnland 9, Frakkland 24, Grikkland 12, írland 9, Ítalía 24, Lúxemborg 6, Holland 12, Portúgal 12, Spánn21, Svíþjóð 12, Þýskaland 24, Bretland 24 og Aust- urríki 12. Fimm fulltrúafundir em haldnir á hveiju ári í COR og innan nefndar- innar starfa sjö undirnefndir sem fjalla um eftirfarandi mál: 1. nefnd: Sveitarstjómarmál, upp- byggingarsjóðir, efhahagslegt og félagslegt samstarf, samstarf milli héraða í löndum ESB. 2. nefnd: Landbúnaðarmál, byggð- arþróun í dreifbýli, fiskveiðar. 3. nefnd: Upplýsingasamfélagið, samgönguáætlanir. 4. nefnd: Skipulagsmál, þróun byggðar í þéttbýli, orkumál, um- hverfismál. 5. nefnd: Félags- og atvinnumál, heilsugæsla, neytendamál, rann- sóknir, ferðaþjónusta. 6. nefnd: Vinnumarkaðsmál, efna- hagsmál, innri markaðurinn, iðn- aður. 7. nefnd: Menntun, starfsþjálfun, menningarmál, æskulýðsmál, íþróttir, réttindamál íbúanna. Nú er ráðstafað rétt liðlega 1/3 af fjárlögum ESB til málefna sem varða héraðs- og sveitarstjómarmál og má því sjá að ESB leggur mikla áherslu á þau mál. Staöa íslenskra sveitar- félaga Það er nefnt hér að framan að samkvæmt EES-samningnum eiga íslendingar enga aðild eða aðkomu að COR. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir aðild að þeirri nefhd, sem hlýtur að vera skaði fyrir ríkið og sveitarfélögin. Ekki er vitað til þess að mál þetta hafi verið tekið upp innan EES-landanna og þar af leið- andi ekki vitað um áhuga fram- kvæmdastjómar ESB á að heimila okkur aðild að þessari nefnd. Þegar fjallað er um EES-samninginn og þá þróun að áhrif okkar séu minni en þegar af stað var farið þá hlýtur að vakna sú spuming hvað sé til ráða til að rétta skútuna af. Reyndar er það íhugunarefhi fyrir sveitarfélög á Islandi hvemig við getum gert okk- ur meira gildandi gagnvart stofhun- um ESB þar sem margt af því sem 1 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.