Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 21
HAFNAMAL Frá ársfundi hafnasambandsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jón Halldór Guð- mundsson, hafnarnefndarmaður á Seyðisfirði, og hafnarstjórarnir Óskar Friðriksson á Seyðisfirði, Sigurþór Hreggviðsson á Eskifirði og Rúnar Sigurjónsson á Reyðarfirði. við afgreiðslu þessara skipa, t.d. veiðarfærasala, viðgerðaraðila o.fl. Ennffemur almennt um stefnu rikis- stjórnarinnar varðandi ofangreint mál. I lokaorðum sinum gat sjávarút- vegsráðherra þess að hann hefði ráðið Baldur Guðlaugsson hæsta- réttarlögmann til þess að athuga lög og reglur um bann við komum er- lendra fiskiskipa til íslands og skila mati á núverandi lögum og fram- kvæmd og leggja fram tillögur til breytinga, annars vegar á lögum og reglugerð og hins vegar á vinnuregl- um við meðhöndlun umsókna um undanþágur frá gildandi lögum. Ályktanir ársfundarins Að tillögu allsheijamefndar gerði ársfúndurinn þijár ályktanir: Jöfnun á flutningskostnaði oh'uvara Fundurinn beindi því til stjómar hafnasambandsins að hún fylgi eftir framkominni tillögu um breytingu á lögum um jöfnun á flutningskostn- aði olíuvara. Flutningsleiðir framtíðar I annarri ályktun var tekið undir efni í 4. kafla í skýrslu stjómar HS um flutningaleiðir framtíðar og fagnað yfírlýsingu samgönguráð- herra um samræmda flutningaáætl- un og samgönguáætlun. Upplýsingar um aflaverðmæti Þá var lagt til að stjóm HS ítreki við Fiskistofu fyrri loforð um skil upplýsinga um aflaverðmæti. Talið var eðlilegt að hafnirnar önnuðust skráningu á endanlegri vigt á físki sem fluttur er á erlenda fiskmarkaði og talið nauðsynlegt að ýmsar lag- færingar verði gerðar á hugbúnaðin- um LÓÐSINN II til hagræðingar fyrir hafnimar. Ársfúndurinn lagði til við stjóm HS að kallað verði eftir athugasemdum frá höfnunum um þau atriði sem lagfæra þarf við Lóðsinn II. Fjármál Að tillögu fjárhags- og gjald- skrámefndar fundarins var ársreikn- ingur HS fýrir starfsárið I. septem- ber 1998 til 31. ágúst 1999 sam- þykktur svo og tillaga um árgjöld og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 1. september 1999 til 31. ágúst 2000. Einnig var lagt til að stjóm HS at- hugi möguleika á breytingu á út- reikningi árgjalda þannig að þau taki meira mið af tekjum hafna. Stjórn HS var veitt heimild til að greiða af eigin fé hugsanlegt þróun- argjald fyrir Lóðsinn II fyrir starfs- árið 1999-2000 og samþykkt var tillaga stjórnar um 5% hækkun gjaldskrár. Fundurinn lýsti stuðningi við til- lögu nefndar um framtiðarskipan hafnamála er lýtur að afnámi undan- þágna í gjaldskrám hafna og vænti þess að nauðsynlegar breytingar verði gerðar fyrir ákvörðun um næstu gjaldskrá. Ennffemur að endurskoðuð verði vörugjaldaflokkun gjaldskrárinnar þannig að stofn til álagningar vöm- gjalds verði skýrari. Samþykkt var tillaga frá Sand- gerðishöfn að fela HS að vinna að því að hlutaðeigandi stjórnvöld heimili (tryggi) höfnum landsins að- gang að vigtar- og verðmætaskýrsl- um fiskkaupenda til Fiskistofú. Þeim tilmælum var beint til stjómar HS að nefnd verði falið að móta tillögur til stjómarinnar um út- reikninga á aflagjaldi. Loks var því beint til stjómar HS að gera tillögur um gjaldtöku tengda farþegum á útsýnis- og skemmti- ferðaskipum. Umhverfis- og mengunarmál Að tillögu umhverfís- og meng- unamefndar var samþykkt svofelld ályktun: I fyrsta lagi: Margar hafnir hafa lent í vanda vegna langleguskipa sem liggja óskráð við bryggju í reiðuleysi og án þess að greidd séu hafnargjöld. Mengunarhætta getur skapast í höfnum, hætta er á að skip sökkvi, hafnargjöld eru ekki greidd, tekin eru dýrmæt viðlegupláss sem nýst gætu mun betur og hafnarsjóðum er sköpuð fyrirhöfn og kostnaður, jafn- vel verulegur, ef það lendir loks á þeim að farga skipunum. Ofl og tíð- um ganga skip kaupum og sölum, jafnvel eftir afskráningu, í sumum tilvikum að því er virðist til að kom- ast hjá því að greiða lögboðin gjöld og sinna öðrum skyldum eigenda. Nauðsynleg úrræði hafna virðist skorta eins og sumar hafnir hafa rekið sig á. Auk þess virðist verka- skipting stjórnvalda og einstakra 1 47

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.