Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 38
DÓMSMÁL Hæstaréttardómur um orlof á yfirvinnu Sigurður Óli Kolbeinsson hdl., deildarstjóri lögfrœðideildar sambandsins Hinn 11. maí sl. kvað Hæstiréttur upp dóm í máli starfsmanns Hafn- arfjarðarkaupstaðar gegn Hafnar- íjarðarkaupstað, mál nr. 473/1999. Málið snerist um kröfu starfs- mannsins sem taldi sig ekki hafa fengið greitt orlof á fasta yftrvinnu en Hafnarfjarðarkaupstaður taldi sig hafa fullnægt skyldu til að greiða orlof með því að greiða hina föstu yftrvinnu í 12 mánuði, þ.e. greidd var yfirvinna þann tíma sem starfsmaður var í orlofi. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að talið var ósannað að aðilar hefðu samið svo um að orlofslaun væru innifalin í greiðslum fyrir yfir- vinnu. Þær raddir hafa heyrst að nú sé búið að eyða réttaróvissu urn það hvort greiða beri orlof á fasta yfir- vinnu sem greidd er í 12 mánuði. Niðurstaðan sé sú að svo beri að gera. Greinarhöfundur telur á hinn bóginn að það sé alrangt. Mál þetta var mál einstaklings vegna per- sónulegs samnings hans við sveit- arfélagið um fasta yfirvinnu. Deilt var um innihald samningsins og tókst sveitarfélaginu ekki gegn neitun starfsmannsins að sanna gagnvart starfsmanninum að or- lofsgreiðslur væru innifaldar í yfír- vinnugreiðslunum. Það segir ekkert til um það hvað tekst að sanna urn innihald samninga við aðra starfs- menn. Nú má ekki skilja framangreind orð svo að greinarhöfundur telji að yfirvinnugreiðslur þessar séu und- anþegnar lagaskyldu til að greiða orlof á öll laun. Þetta er eingöngu spuming um aðferðina og að orlof- ið sé í raun ekki greitt tvisvar. Annað atriði sem dregur mjög úr fordæmisgildi dómsins er að í málsvörn Hafnaríjarðarkaupstaðar var reynt að koma að þeirri máls- ástæðu að starfsmaðurinn hefði með langvarandi tómlæti firrt sig rétti til orlofsijárins. Sú málsástæða komst þó ekki að þar sem hún var of seint fram komin. Hér er um mjög mikilvægt atriði að ræða þar sem svipað mál hefur verið dæmt af félagsdómi i málinu nr. 1/1997. Þar var kröfu Bandalags háskóla- manna f.h. Félags fféttamanna um rétt fréttamanna til orlofslauna af fastri mánaðarlegri yfírvinnu sem greidd var í 12 mánuði hafnað. Dómurinn taldi að með athuga- semdalausri framkvæmd í 12 ár sem fól í sér að ekki var greitt sér- stakt orlof af fastri yfirvinnu hefði verið sýnt fram á að framkvæmdin á samningnum hefði verið í sam- ræmi við efni hans. Dómafordæmi þetta á við í máli þessu þar sem fyrirkomulag þetta hefur verið við lýði í Hafnarfirði í 20 ár án þess að nokkuð hafi verið í því gert af hálfu starfsmanna bæjarins. Það er því eðlileg ályktun að með þessari athugasemdalausu framkvæmd hafi starfsmenn bæjarins viðurkennt efni samningsins á þá leið að orlof sé innifalið. Ráða má af niðurstöðu Hæsta- réttar að það sé fullkomlega heimil aðferð að fullnægja skyldu til þess að greiða orlof á fasta yfirvinnu með því að greiða yfirvinnuna einnig á meðan viðkomandi er í or- lofi. Þetta er í raun nákvæmlega sama aðferð og beitt er almennt gagnvart dagvinnulaunum. Það er auðvitað skilyrði að ekki sé ætlast til þess að viðkomandi starfsmaður vinni þá yfirvinnutíma sem falla á orlofstímabil. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að samið verði við einstaka starfsmenn með þessum hætti. Það má á hinn bóginn læra af þessum dómi að nauðsynlegt er að það komi skýrt fram i samningi um fasta yfirvinnu að með greiðslu hennar í 12 mánuði sé orlof inni- falið í greiðslunum svo komast megi hjá málaferlum sem þessum. Niðurstaða greinarhöfundar er þvi sú að dómur þessi hafi ekki al- mennt fordæmisgildi gagnvart öðr- um sem svipað er ástatt um. Á hinn bóginn er ljóst að allar líkur eru á því að sönnunarbyrði í þessum efn- um hvíli á vinnuveitendum og þvi mikilvægt að þeir tryggi sér sönnun um þetta efni með skýrum ákvæð- um í ráðningarsamningum. 1 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.