Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 43
FJÁRMÁL B-hrepps lítur út fyrir að B-hreppur hafi meiri getu. Sé litið á greiðslubyrði sveitarfé- laganna kann annað að koma í ljós. í töflunni má sjá að greiðslubyrði lána, m.v. að skuldir sveitarfélag- anna beri 5% vexti, var 18.055 kr. í A-hreppi en 20.061 kr. i B-hreppi. Afgangur til framkvæmda sam- kvæmt þessu verður þá 5.945 kr. í A-hreppi samanborið við 3.939 kr. í B-hreppi. Niðurstaðan er því að þrátt fyrir að framlegðarhlutfall A- hrepps sé 20% en B-hrepps 24% er framkvæmdageta A-hrepps meiri vegna betri peningalegrar stöðu. Þetta vekur spumingar um sam- anburð á peningalegri stöðu milli sveitarfélaga. Látum liggja á milli hluta þann mismun sem er i mati á peningalegum eignum að ekki sé minnst á „aðgerðir" til að styrkja peningalega stöðu (sjá dæmi bls. 137-138 í Rekstur og stjórnun sveitarfélaga, Rekstur og Ráðgjöf 1998). Gemm ráð fyrir því að pen- ingaleg staða sé metin með sama hætti í öllum sveitarfélögunum. Hlutfall peningalegrar stöðu af skatttekjum (peningalegar eignir að frádregnum skuldum) er -167% í A-hreppi, en -225% B-hreppi. Það ætti því að segja okkur að fjárhags- staða A-hrepps væri betri en B- hrepps og sveitarfélagið betur i stakk búið til að veita íbúum sínum þjónustu. Svo þarf hins vegar ekki að vera. Það getur ráðist af vaxtakjörum sveitarfélaganna. Ef A-hreppur byggi við 7% vaxtakjör samanborið við 5% hjá B-hreppi myndi dæmið snúast við aftur, þ.e. B-hreppur hefði þá 3.939 kr. til framkvæmda en A-hreppur 2.762 kr. Uppistaðan í skuldum B-hrepps kunna að vera skuldir með tiltölulega lágum vöxt- um og sveitarfélagið því í raun í betri stöðu til að veita íbúum þjón- ustu. Bætt peningaleg staöa viö flutning grunnskólans Athyglisvert er að skoða hvemig fjárhagsstaða sveitarfélagsins A- hrepps breyttist við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, til dæmis með flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. I þessu einfalda dæmi er gert ráð fyrir að við flutninginn hafi skatttekjur aukist jafnmikið og rekstur málaflokka. Til einföldunar er því gefin sú forsenda að þær tekj- ur sem sveitarfélögin fengu með grunnskólanum hafi nægt til að standa undir auknum rekstrarkostn- aði. Fyrir flutninginn vom skatttekjur 90.000 kr. og rekstur málaflokka 66.000 kr. Eftir flutninginn voru skatttekjur 120.000 kr. og rekstur málaflokka 96.000 kr. Framlegðin breyttist þannig ekki neitt, var 24.000 kr. fyrir og eftir flutning. Skuldastaðan breyttist heldur ekki neitt. Skuldir vom 225.000 kr. og peningaleg staða 200.000 kr. bæði fyrir og eftir flutning. Það sem á hinn bóginn hefur gerst er að hlut- föllin hafa öll breyst. Þannig er framlegðarhlutfallið nú 20% í stað 27% áður og hlutfall peningalegra skulda af skatttekjum hefúr farið úr -222% í -167%. Hlutföllin hefðu því sagt okkur að reksturinn hefði þyngst en fjárhagsstaðan batnað, en hvomgt hefur gerst, þ.e. tekjur og gjöld hækkuðu jafnmikið í krónum talið og peningaleg staða breyttist ekki neitt í krónum talið. Þetta setur okkur í svolítið leiðin- lega stöðu. Það er gott að geta skoð- að rekstur sveitarfélaga með tilliti til þróunar síðustu árin og eins í sam- anburði við önnur sveitarfélög. Til þess hafa menn gjaman notað ofan- greindar kennitölur. Skuldaþol, skuldaþols- hlutfall og endurgreiöslu- tími Hér verða nú kynntar þijár lykil- tölur sem em óháðar þeirn breyting- um sem hér hefur verið greint frá. Þær taka tillit til bæði skuldastöðu og rekstrarafkomu (framlegðar). Þessar lykiltölur eru skuldaþol, skuldaþolshlutfall og endurgreiðslu- tími lána. Skuldaþol metur hversu miklar skuldir sveitarfélag getur greitt að gefnum ákveðnum vöxtum, láns- tima og miðað við þann afgang sem reksturinn skilar, þ.e. framlegð. Þegar skuldaþolið hefúr verið reikn- að er það borið saman við núver- andi skuldastöðu sveitarfélagsins og þannig fengið hlutfall skulda af skuldaþoli, eða skuldaþolshlutfall. Á svipaðan hátt má reikna út end- urgreiðslutímann, þ.e. hversu mörg ár það tekur sveitarfélag að greiða upp skuldir sínar að gefnum ákveðnum vöxtum og miðað við ffamlegð síðasta árs í krónum talið. Á 2. töflu má sjá að breytingar eins og þær sem áttu sér stað á verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga með flutningi gmnnskólans til sveit- arfélaganna hafa engin áhrif á mat á fjárhagsstöðu A-hrepps, sem er rétt niðurstaða, því engin raunveruleg breyting hefúr átt sér stað. Taflan sýnir að skuldaþol A- og B-hrepps er hið sama. Bæði sveitar- 2. tafla. Dæmi um niðurstöður úr skuldaþolsútreikningum og endurgreiðslutíma miðað við 5% vexti og í útreikningum á skuldaþoli 20 ára endurgreiðslutíma. A-hreppur B-hreppur A-hreppur fyrir flutning prunnskóla Skuldaþol 299.093 299.093 299.093 Skuldaþol umfram skuldir 74.093 49.093 74.093 Skuldaþolshlutfall 75% 84% 75% Skuldaþol umfram nettóskuld 99.093 74.093 99.093 Nettóskuldaþolshlutfall 67% 75% 67% Endurgreiðslutími skulda 13 ár 15 ár 13 ár Endurgreiðslutími peningalegrar stöðu 11 ár 13 ár 11 ár 1 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.