Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 45
FJÁRMÁL
ur þróast frá 1990-1997. Á 1. mynd
má sjá að framlegð reiknuð í krón-
urn á íbúa hefúr minnkað úr 38.966
kr. í 27.537 kr. á verðlagi í janúar
1999. Á myndinni má ennfremur sjá
að lántökur hafa fylgt framlegðinni;
þegar hún hefur minnkað hafa lán-
tökur aukist og öfugt þegar fram-
legð jókst.
Á 2. mynd má sjá hvemig þróun
skulda annars vegar og skuldaþols
hins vegar hefur verið á tímabilinu.
Myndin sýnir skuldaþol reiknað út á
tvo vegu. Annars vegar miðað við
engar ffamkvæmdir (bláa línan) og
hins vegar miðað við að 50% af
framlegðinni færu til framkvæmda
(græna línan).
Sé gert ráð fyrir að sveitarfélögin
þurfi 50% af framlegðinni til árlegra
framkvæmda má segja að svigrúm
þeirra til aukinnar lántöku sé að
verða búið þar eð skuldir þeirra
(rauða línan) nálgast skuldaþolið.
Vísur
Eftirfarandi vísa varð til þegar
höfundurinn þurfti að ná tali af bæj-
arstjóra sínum en sá var bundinn í
símanum. Þetta gerðist þó ekki á
Húsavík:
Bæjarstjórinn teygir tímann
og talar i simann lon og don.
En þegar hann fer að þegja í símann,
þá er ekki á góðu von.
Hilmir Jóhannesson
Presturinn á Húsavík hefúr verið
orðinn langþreyttur þegar svo var
ort:
Ofan gefúr fúnd á fúnd,
festir þrefið aldrei blund.
Þyngist stefíð, þreytist lund,
þannig gref ég lífsins pund.
FriðrikA. Fríðríksson
Þau hafa á hinn bóginn töluvert
svigrúm til þess að auka skuldir sín-
ar geri þau ráð fyrir því að nota
framlegðina að fullu til endur-
greiðslu skulda. Það er á hinn bóg-
inn ljóst að svigrúmið minnkar jafnt
og þétt með minnkandi framlegð og
hækkandi skuldum.
Það er athyglisvert að sjá annars
vegar hvemig skuldimar hafa aukist
(rauða línan á 2. mynd) í takt við
minnkandi framlegð (bláa linan á
1. mynd) og minnkandi skuldaþol
(græn og blá lína á 2. mynd).
Lokaoró
Skuldaþol byggist á þeirri stærð
sem mestu skiptir i rekstri sveitarfé-
laga, sem er framlegðin. Ef fram-
legðin er of lág er ekki hægt að
greiða niður skuldir né framkvæma.
Skuldaþolið hefur ýmsa möguleika
umfram það sem hér hefur verið
rakið, en það má t.d. útfæra á ýmsan
hátt, t.d. til þess að skoða áhrif
breytinga í vöxtum, lánstíma og
framlegð á skuldaþol sveitarfélags.
Ennfremur hefur Rekstur og
Ráðgjöf ehf. útfært þessa hugmynd
þannig að hægt er að meta fram-
kvæmdagetu sveitarfélaga, en það
getur verið gagnlegt með tilliti til
mats á fjárhagslegum áhrifum
kostnaðarsamra ffamkvæmda. Lögð
er áhersla á að skuldaþolið byggist á
framlegðinni. Framlegð getur á hinn
bóginn breyst milli ára. Möguleikar
sveitarfélaga til að auka framlegð
felast m.a. í svigrúmi þeirra til
aukinnar tekjuöflunar, svo sem með
aukinni álagningu, fjölgun íbúa eða
hvort gera megi ráð fyrir lækkun á
rekstrarkostnaði.
1) Skatttekjur að frádregnum rekstri mála-
flokka var kallað framlegð 2 i skýrslunni til
félagsmálaráðherra, en er hér kallað fram-
legð.
2) Framlegð I lilutfalli af skatttekjum.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Kortabók
Máls og menningar
er ómissandi
í bílinn
• Nákvæm landshlutakort
• Hentug blaðskipting
• Fjöldi þéttbýliskorta
• Söfn og sundlaugar
• ítarleg nafnaskrá
lHi
Mál og menningl\/l
malogmenning.is 11▼| I
l 7 l