Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 52
FRÁVEITUR má reikna með að rörin þoli 2-8-falt það brotálag sem olli myndun höf- uðbrota.1’ Þar af leiðandi eru höfuð- brot ekki hættuleg fyrir stöðugleika slíkra pípna til skemmri tíma. A lengri tíma verður á hinn bóginn til formbreyting sem endar með hruni kerfisins. Tæring og slit Tæring steyptra ffáveitupípna get- ur verið að innan en einnig að utan. Tæring utan frá er yfirleitt af völd- um óhagstæðra skilyrða, s.s. sýru- stigs í jarðvegi o.fl. Að innan má víða sjá svæðisbundnar tæringar í pípum. Ekki er að fullu kannað hvað valdi þessum tæringum en ýmislegt bendir til þess að brenni- steinsríkt hitaveituvatn geti skapað vissar aðstæður og aukið tæringar- myndun verulega.2’ Slíkar skemmdir eru alltaf áhyggjuefni þar sem þær valda rýmun á efnisþykktum. Með markvissum aðgerðum er nú unnið að rannsókn þessara skemmda og er vonast til þess að niðurstöður liggi fyrir á næstu missemm. Islensk fráveitukerfi em tiltölu- lega opin. Mikil óhreinindi berast í þau og flyst sandur og möl eftir kerfunum. Þetta getur valdið miklu sliti á botni holræsapípna. Nauðsyn- legt er þess vegna að hreinsa sand- föng niðurfalla, svo ekki berist sandur út í holræsakerfi. Lagnastjóri Línuhönnunar Mikilvægt er að gera strangar kröfur til verktaka varðandi hreins- un og myndun holræsakerfa. Ein- ungis þannig fæst grunnur til að standa faglega og rétt að ástands- greiningu holræsakerfa. Allt mælir með því að verkin eigi að bjóða út. Þetta er einnig virk leið til að halda verði í lágmarki og gæðum í há- marki. Hér á landi hefur hingað til tíðkast að verktaki afhendir verk- kaupa myndbandsupptökur ásamt útfylltum skráningarblöðum þar sem helstu athugasemdir koma fram. Ekkert er óeðlilegt við þetta en það gefur augaleið að slík upp- lýsingaskráning er ekki í takt við kröfur okkar nú til dags. Möppur með skráningarblöðum og mynd- bandsspólur í hillum gefa ekki gott yfirlit yfir ástand kerfa. Miðað við þá tækni sem við höfum tileinkað okkur varðandi stafræna kortagerð og gagnaskráningu er eðlilegt og sjálfsagt að skráning á ástandi frá- veitukerfa sé einnig með þeim hætti. Umhverfis- og öryggissvið Línu- hönnunar þróaði árið 1997 hugbún- aðinn Lagnastjóra sem byggist á viðurkenndu skráningarkerfi fyrir skemmdir í holræsakerfum.3)4|5) Greining skemmda samkvæmt lík- aninu fer fram með sérstöku bók- stafa- og talnakerfi. Hver skemmd eða viðburður fær sex skráningar- tákn sem mynda skráningarlykil. 1. tafla sýnir uppbyggingu skráningar- lykils. Ný aóferóafrædi Flest sveitarfélög þurfa árlega á þjónustu hreinsibíla að halda, bæði við hreinsun niðurfalla, stíflulosun og eins hreinsun einstakra brunn- bila. Á síðari árum hefur einnig færst í vöxt að brunnbil séu mynduð af sömu verktökum. Sjaldnast virð- ast þessi verk vera boðin út og eru þau sjaldnast unnin með skipulögð- um eða markvissum hætti með það að markmiði að afla og safna saman upplýsingum um ástand kerfanna til lengri tíma. Á undangengnum misserum hefur Línuhönnun í auknum mæli aðstoð- að sveitarfélög við að skipuleggja þessi verk. í þeim tilfellum hefur verið stuðst við nýja aðferðafræði sem hefur eftirfarandi að markmiði: • Halda kostnaði við hreinsun og myndun holræsa í lágmarki • Halda ráðgjafarkostnaði í lág- marki • Halda kostnaði við eftirlit með verktökum í lágmarki • Afla sem gleggstra upplýsinga um ástand kerfanna • Halda háum gæðum á upplýsing- um um kerfm • K.oma upplýsingum yfir á staffænt form í miðlægum gagnagrunni. Þetta næst ffam með því að setja eðlilegar og strangar kröfur um gæði verklegra framkvæmda á þessu sviði í útboðsgögnum sam- 1. tafla. Uppbygging skráningarlykils. Skráningarstaður 7 2 3 4 5 6 Tegund skemmda X Eðli skemmda Y Þéttleiki Z Staðsetning í þversniði P Umfang nn Hvar innan brunnbils Q Heildarlykill X Y Z P nn Q Með þessari aðferðafræði og kerfi næst eftirfarandi: • Allar skemmdir fara yfir á stafrænt form • Allar upplýsingar eru á einum stað • Upplýsingar geta verið aðgengilegar fleiri aðilum með nettengingum tölva • Túlkun skemmda og umfang þeirra er ótvírætt • Vista má einnig myndskeið eða stakmyndir inn í gagnagrunninn • Skráningin býður upp á tölfræðilegar úrvinnslur • Kalla má fram upplýsingar um kerfið með einföldum og skjótum hætti • Upplýsingar geta verið í formi brunnbilsskýrslna, listaskráningar eða myndrænnar framsetningar 1 78

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.