Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 56

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 56
UMHVERFISMÁL Hafnarfj arðarráðstefnan 4. apríl 2000 Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 Hinn 4. apríl sl. var haldin ráðstefna á vegum íslenska staðardagskrárverkeíhisins og Hafnaríjarðarbæjar. Ráðstefnan var haldin í Haíharborg í Hafnarfirði og stóð frá kl. 9 að morgni til kl. 5 síðdegis. Ráðstefhuna sátu alls 69 manns, þar af 51 fulltrúi ffá 26 sveitarfélögum og 18 gestir að verkefnisstjóm meðtalinni. Tvö meginefni Meginefni ráðstefnunnar voru tvö: Annars vegar var fjallað um samvinnu fyrirtækja og sveitarfé- laga á sviði umhverfismála, einkum hvað varðar þátttöku atvinnulífsins í Staðardagskrárstarfi. Hins vegar var fjallað um þá reynslu sem fengist hefur í Staðardagskrárstarfmu á ís- landi og um framhald starfsins, jafht í einstökum sveitarfélögum sem á landsvísu. í lok ráðstefnunnar var effit til umræðna um ffamhald Stað- ardagskrárstarfs á íslandi og gengið ffá ályktun um það mál. í upphafi ráðstefhunnar flutti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ávarp þar sem hún lagði áherslu á að áffam yrði haldið öflugu starfí á landsvísu til að aðstoða sveitarfélög við gerð Staðardagskrár 21. í því sambandi nefndi hún sérstaklega mikilvægi þess að styðja við bakið á minni sveitarfélögum á landsbyggð- inni sem hefðu mjög takmarkaða möguleika á að sinna starfi af þessu tagi vegna skorts á mannafla og lít- illa fjárráða. Þá flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp. Hann taldi að ráðstefnan myndi marka tímamót í þeirri viðleitni íslenskra sveitarfé- laga að nálgast markmiðið um sjálf- bæra þróun. Þá lýsti hann þeirri von sinni að íslensk stjómvöld, jafnt á vettvangi ríkisins sem sveitarfélag- anna, myndu bera gæfú til að stuðla að áframhaldandi öflugu starfi á þessu sviði, komandi kynslóðum til hagsbóta. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, flutti þriðja ávarpið. Hann fjallaði meðal annars um þær miklu breytingar sem orðið hafa á lífsmynstri og neysluvenjum fólks á síðustu árum og áratugum og um mikilvægi stefnumótandi starfs á vettvangi sveitarfélaganna. Átta fyririestrar Atta fyrirlestrar voru haldnir á ráðstefnunni. Hiidur Hrólfsdóttir, efnaverk- fræðingur hjá Iðntæknistofnun, fjallaði um samstarf sveitarfélaga og atvinnulífs í umhverfismálum, hvers vegna slíkt samstarf væri nauðsyn- legt, hver væm fyrstu skrefm til að koma því á og hver væri helsti ávinningurinn. I tengslum við þetta Qallaði hún einnig um umhverfis- stjómun fyrirtækja og helstu verk- Matthías Lýðsson, oddviti Kirkjubólshrepps, tók þátt í umræðunni. 1 82

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.