SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Side 24

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Side 24
24 4. desember 2011 Tilgangurinn var auðvitað semfyrrum, að mynnast við heims-listina, jafnframt leitast við eftirbestu getu að opna málaranum dóttur minni sem flestar dyr þekkingar, í því skyni að forða henni frá því að daga uppi í fámenninu. Víkka sjóndeildar- hringinn og gera hana sem óháðasta ís- lenzkum kontóristum og bendiprikum í sagnfræðinni. Fátt er að mínu mati mik- ilvægara nú um stundir en að yngri kyn- slóðir leggi land undir fót líkt og norræn- ir gerðu á öldum áður, kynni sér list og mannlíf af sjón og raun, treysti síður þröngum kennisetningum í skól- um og utan þeirra, víkki sjónsviðið til allra átta, auki sjálfstæði sitt um leið. Möguleikarnir hundraðfalt meiri nú en þá er listamenn urðu að treysta á farartæki post- ulanna, þræddu þó alla Evrópu á leið sinni til Rómar. Ekki nóg að hlusta á fyrirlestra, rýna í tölvur eða skoða listaverkabækur og tímarit, hér gildir nefnilega engan veginn að þefa af réttunum heldur að læsa tönnunum í þá, í þessu tilviki vitsmunina. Andlegum bragðlaukum var fljótlega ríkulega umbunað í París, þótt ég þykist hafa séð hrifmeiri FIAC-kaupstefnur, hins vegar er áhugi fólks ekki á und- anhaldi. Biðröðin löng fyrir opnun um morguninn og var enn til staðar er við örþreytt héldum á vit betra lofts, hvíldar og hressingar. Manngrúi innan dyra og fólki hleypt inn í hollum, en ekki spái ég í það hve stóran hlut risavaxinnar kaup- stefnunnar hinir síðustu í biðröðinni hafi náð að skoða, hefðu vísast þurft hlaupa- hjól til að fá nasasjón af henni allri. Málverkið mál málanna Grand Palais, Stóra höllin, var vettvang- urinn líkt og fyrrum, eftir margra ára endurnýjun innan dyra enda ekki van- þörf á, höllin byggð í tilefni heimssýn- ingarinnar 1900. Líkt og Eiffel-turninn, sem enn stendur þakkað veri framvindu fjarskiptatækninnar, en þar kom hann óvænt að miklum og góðum notum. Eins og einhverjir hljóta að vita er málverkið mál málanna um þessar mundir, fag- urfræðin aftur í forgrunni sem maður varð meira en vel var við, en mikið þóttu mér málarar sjötta áratugarins, til að mynda brautryðjendur eins og Atlan, Nicolas de Stael, Serge Poliakoff, Soula- ges o.fl. að stórum hluta heilli sannari og jarðbundnari nýrri tíma abstraktmál- urum. Í annarri álmu hallarinnar var nýopn- uð yfirgripsmikil risasýning „Matisse, Cézanne, Picasso“, tileinkuð ævintýrinu af Stein-systkinunum Leo og Gertrude (L’aventure des Stein), hinum miklu áhrifavöldum á listlífið í París í upphafi og langt framan af fyrri öld. Koma þeirra frá nýja heiminum var sem vítamín- sprauta á framvindu núlista og þau föl- uðust einkum eftir málverkum of- annefndra, sem ennþá voru á byrjunarreit að Cézanne undanskildum. Gertrude, sem var rithöfundur og list- rýnir kom til Parísar 1903 og fljótlega varð heimili hennar áhrifamikill sam- komustaður myndlistarmanna líkt og Matisse og Picasso ásamt rithöfundum eins og Hemingway og Scott Fitzgerald. Margur þekkir ljóðlínu hennar „rós er rós er rós“, jafnvel án þess að vita eftir hvern hún er. Systkinin töldust ekki til þess hóps vellauðugra Ameríkana sem gerðu sér ferð til heimsborgarinnar til þess að kaupa listaverk til að skreyta hýbíli sín vestra, heldur veggi 27 Rue de Fleurus í París, hvar Leo og Gertrude höfðu lengi samastað. Og árið 1904 kom Michael bróðir þeirra með Söru konu sinni og fluttu þau inn íbúð í næsta nágrenni, nánar tiltekið Rue de Fleurs 2. Öll voru þau bergnumin af París, Leo dýrkaði Cézanne sem enn var lítt þekktur, einnig Bonnard, Degas, van Gogh og Manet, en Gertude Matisse og Picasso, sömuleiðis þá fyrrnefndu ásamt Gauguin og Mangu- in, Michel og Sara deildu aðdáun hinna á Matisse og Sara sem var einkum upp- numin af verkum hans studdi við bakið á honum og reyndist „primus motor“ um stofnun Akademi Matisse. Gott dæmi um óeigingjarnt brautryðjendastarf systk- inanna að á hinni miklu og tímamótandi sýningu „The Armory Show“ í New York 1913 þá þessir listamenn voru kynntir í fyrsta sinn vestra, seldist ekki eitt einasta verk eftir þá, nú milljarðavirði! Hlotnaðist bara þriðja sætið Auðvitað var hið nýreista safn í nágrenni Eiffel-turnsins sem hefur með að gera listsköpun innbyggja fjarlægra og frum- stæðra þjóða „Museo quai Branly“ of- arlega á óskalistanum. Hannað yst og innst af Jean Nouvel, einum alfrægasta arkitekt heims um þessar mundir, sem rakað hefur til sín verðlaunum og við- urkenningum. Þeim sama og hlotnuðust einungis þriðju verðlaun í samkeppni um tónlistarhús í Reykjavík, tillaga hans var að áliti mínu og fleiri lærdómsríkust, frumlegust og hrifmest allra. Ekki urðum við feðgin né tveir synir dóttur minnar fyrir vonbrigðum, dvöldumst þar heilan dag og héldum sæl og uppnumin á brott. Stöðugur straumur fólks var inn á safnið en fjarri því eins mikill og á hina við- burðina enda nokkur ár frá því það var opnað. Daginn þann var dimmt síðdegi með skúrum, en samt var löng biðröð við Eiffel-turninn, en ekkert gat hindrað drengina að leggja í hann með móður sinni. Sáu skiljanlega lítið og er þeir komu á jafnsléttu aftur gafst gott tæki- Af ferðalagi og einni listasögu Fyrir skömmu var ég í þriggja vikna skoðunar- ferðalagi í Evrópu, áfangastaðirnir: París, Berl- ín, Dresden og Kaupmannahöfn. Náði loks að komast á hina árlegu FIAC-listakaupstefnu eftir að hafa verið á leiðinni frá því fyrir hrun, hæg- ara sagt en gert fyrir listamenn útkjálkans að halda utan þegar ferðakostnaðurinn, heila skot- silfrið, er sótt í eigin vasa. Bragi Ásgeirsson bragi_asgeirsson@msn.com Stein-systkinin í París á fyrsta áratug síðustu aldar. Leo, Gertrud og Michael. Þessi höfðingi frá Costa Rica telst hafa verið aldeilis húðflúraður á ásjónunni, segir okkur að tæknin er með sóma og sann ekki ný af nálinni. Frá safni Quai Branly. Bragi Ásgeirsson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.