SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Side 41

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Side 41
4. desember 2011 41 LÁRÉTT 1. Perri sem kemur fyrir jólin? (11) 5. Á sem er snögg. (5) 9. L næstum því eftir þann XI. (7) 11. Samkomur meta stærð þrjóskra í andófi. (12) 12. Hinu sýni ólíkt. (8) 13. Sá fyrsti, guð, við ólgandi sæ á landspildunum. (12) 14. Berja inn með stönginni heyrist. (5) 16. Stafrænn snýr við fatnaði. (6) 19. Skál fyrir meiddar með buxnahlutana. (10) 20. Vírar ei einhvern veginn á erlendri strönd. (7) 23. Sko Patrik tapar að lokum einu kíló á iði í sýningu. (10) 26. Með ódýrum arga skepnur. (8) 27. Sælgæti íþróttar. (5) 29. Ógnum eitthvað bilaðri með tjóni. (5) 31. Ernir fá aðra keppni við statista. (12) 34. Við norðanátt enn ein gögn blandast sérkenni- legum vökvanum. (10) 35. Óvarleg smíð veldur skrautgirni. (6) 36. Í skáldsögu er evrópsk borg enn að svara. (8) 37. Ný búinn að vera byrjandinn. (8) LÓÐRÉTT 1. Greinar fá tvö úr höndunum. (10) 2. Takt’ í fastar til að fá sprækastar. (10) 3. Til ama lærast miðlægir hjá ruglaðasta. (10) 4. Hljómsveitarmeðlimur sem draslast í öllu. (6) 6. Hraun erlendis til snúnings í málningarbúð. (7) 7. Raðirnar fá í lok ágúst að enda sem heimreið- arnar. (9) 8. Bónusálagið nái ekki til þessa dýrs. (8) 10. Kjarnakljúfar fyrir blíðar. (6) 14. Er óvissan dræmari við fláka. (8) 15. Í ágúst við sumarlok æddi inn með peninginn. (8) 17. Kona í leyfi. (3) 18. Óðinn og fugl fá eitthvað til að setja á höfuðið. (8) 21. Prump við smölun. (10) 22. Það að taka af einhvers konar gný við hafið. (8) 24. Þarmar Björgvins birtast á hliðunum. (8) 25. Tja, ræ með eiturlyf og með einn að landsvæði. (9) 28. Þreytt á bréfum og braut. (8) 30. Fantalegur missti afl í keppni. (7) 32. Kolakraninn hefur trjónuna. (6) 33. Litlir ruglast í ritvinnsluforriti. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 4. desember rennur út á há- degi 9. desember. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 11. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn- ing. Vinningshafi krossgátunnar 27. nóvember er Borghildur Sigurbergsdóttir, Blómvöllum 23, Hafn- arfirði. Hún hlýtur að launum bókina Hægur dauði eftir Kaaberbøl og Friis. Krossgátuverðlaun Á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu um síðustu helgi gafst ágætt tækifæri til að rifja upp feril meistara sem líklega ávann sér meiri hylli en nokkur annar heimsmeistari. Þó að halla tæki undan fæti eftir tapið í seinna einvíginu við Botvinnik árið 1961 báru aðdáendur hans ávallt þá von í brjósti að þeir dag- ar kæmu aftur þegar Tal lagði skákheiminn að fótum sér. Leiftrandi snilld hans hafði fært honum heimsmeistaratitilinn verðskuldað aðeins 23 ára göml- um en næstu ár voru honum erf- ið, ekki síst í heilsufarslegu tilliti. Íslendingar fengu margoft að njóta snilldar Tal, fyrst á stúd- entamótinu 1957, á Reykjavík- urmótunum 1964 og 1986, IBM- mótinu 1987 og á heimsbik- armótinu 1988. Á minningarmótinu var jafn- teflisprósentan býsna há eða um 77%. Heimsmeistarinn Anand gerði jafntefli í öllum skákum sínum. Enn og aftur sannaði Magnús Carlsen hæfni sína og er kirfilega efstur á stigalista FIDE með 2.829 stig. Magnús náði ný- lega samkomulagi við FIDE um tilhögun heimsmeistarakeppn- innar og mun hann vera meðal þátttakenda í næstu hrinu henn- ar. Lokaniðurstaðan á Tal- mótinu: 1.-2.Carlsen og Aronjan 5½ v.3.-5. Ivantsjúk, Karjakin og Nepomniachtchi 5 v. 6.-7. Svidler og Anand 4½ v. 8.-9. Kramnik og Gelfand 3½ v. 10. Nakamura 3 v. Skömmu fyrir mótið barst sú fregn að Kasparov væri tekinn við sem þjálfari Nakamura. Ekki er vitað til þess að viðskilnaður Kasparovs við Magnús Carlsen hafi kostað mikil átök en þekki maður Kasparov má reikna má með að hann hafi gefið hinum nýja skjólstæðingi sínum góð ráð fyrir viðureignina í lokaumferð- inni. Kom fyrir ekki; Magnús náði snemma frumkvæðinu og vann sannfærandi sigur: Hiakru Nakamura – Magnús Carlsen Drottningar-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Dc2 Bb4 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Re5 Rfd7 10. cxd5 cxd5 11. Bf4 Afundinn eftir slæmt gengi í mótinu sniðgengur Nakamura skarpari möguleika. 11. e4!? er ekki eins vitlaus leikur og virðist í fyrstu, t.d. 11 … Rxe5 12. exd5 Bxf1 13. Kxf1 með ýmsum mögu- leikum. 11. … Rxe5 12. dxe5 0-0 13. Hd1 Bb7 14. Rd2 Rc6 15. Rf3 g5! Með þessari óvæntu framrás sem beinist gegn e5-peðinu hrifsar Magnús til sín frum- kvæðið. Hvítur geldur þess að hafa teflt byrjunina alltof linku- lega. 16. Be3 g4 17. Rd4 Rxe5 18. Bh6 He8 19. e4 Bc5! 20. Rb3 Hc8 21. Rxc5 Hxc5 22. Da4 Eðlilegra var 22. De2 en kannski hefur Nakamura óttast 22. … . d4. 22. … Bc6 23. Dd4 Df6 24. Bf4 dxe4 25. Bxe4 Rf3+! Með uppskiptum kemst svartur út í endatafl peði yfir. Það gefur bestu vinningsmöguleikana. 26. Bxf3 Dxd4 27. Hxd4 Bxf3 28. Hd7 Hd5! 29. Hxd5 exd5 30. Be3 He4 31. He1 d4 32. Bd2 Hxe1 33. Bxe1 Sjá stöðumynd. 33. … Be2! Með þessum snjalla leik lokar Magnús hvíta kónginn af og það kostar peð að losa um hann. 34. f4 gxf3 35. Bf2 d3 36. Be1 Kg7 37. Kf2 Kf6 38. Ke3 Kf5 39. h3 h5 40. Bd2 Bf1 41. Be1 Bxh3 42. Kxd3 Bf1 43. Ke3 Kg4 44. Kf2 Bb5 45. Bc3 Bc6 46. Be5 b5 47. Bb8 a6 48. Bc7 f5 49. b3 Bd5 50. Bd6 f4 51. gxf4 h4 52. f5 Kxf5 53. Ke3 Kg4 54. Kf2 h3 55. Ke3 Be4 56. Kf2 Bb1 57. a3 Ba2 58. b4 Bf7 – og hvítur gafst upp, bisk- upinn er á leið til h5 og g4 og kóngurinn til d5. Eftir það er a3- peðið dæmt til að falla. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Magnús Carlsen er langefstur á heimslistanum Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.