Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 5 frá ritstjórUM Í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru þrjár ritrýndar greinar, þrjár viðhorfsgreinar, einn ítardómur og fimm ritdómar. Ritrýndu greinarnar eru um þrjú ólík efni: nám og námsumhverfi grunnskólabarna á 21. öld, lesskimunarpróf og reikningsbækur. Viðhorfsgreinarnar eru um þemahefti sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun gefa út til þess að fylgja eftir hinum svokölluðu grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Grunnþættirnir eru sex og komu þrjú fyrstu heftin út seint á síðasta ári og varð að ráði að fjalla um þau í þessu hefti en geyma sambærilega umfjöllun um hin heftin, sem komu út nú á vordögum, til næsta heftis. Greinarnar eru ólíkar að gerð enda ekki hugsaðar sem formlegir rit- dómar heldur tilefni fyrir höfundana til að leggja út af viðkomandi grunnþætti eins og hann er í aðalnámskrá þriggja skólastiga og fjalla um heftið sjálft einsog höfundana lysti. Síðast en ekki síst voru höfundar beðnir að ræða hvernig heftið gæti nýst í skóla- starfinu. Ítardómurinn er um heimspekinámsefni fyrir framhaldsskóla og ritdómarnir eru um fjölbreytt efni á sviði uppeldis og menntunar. Ritstjórar tímaritsins eru nú tveir, þau Guðrún V. Stefánsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, og í ráðgefandi ritnefnd eru fjórir fræðimenn. Verkaskipting ritstjóra er í meginatriðum þannig að annar ritstjórinn fylgir eftir hverju handriti fyrir sig frá því að það berst og þar til ákvörðun hefur verið tekin um birtingu greinar. Ritstjórarnir taka þó báðir lokaákvarðanir og hafa um það samráð við einstaklinga í hinni ráð- gefandi ritnefnd eftir þörfum. Meirihluti efnis í þessu hefti hafði verið undirbúinn á síðasta ári og sá Ingólfur því að mestu um heftið ásamt Þórhildi S. Sigurðardóttur. Uppeldi og menntun hefur nú sótt um að fá svokallaða ISI-skráningu, sem er gert til að tryggja faglega stöðu tímaritsins sem leiðandi tímarits á sínu sviði. Sent var bréf þess efnis í ársbyrjun. ThomsonReuters-fyrirtækið sem sér um skráninguna fram- kvæmir ekki þetta mat fyrr en því hafa borist þrjú hefti tímaritsins, gefin út reglulega. Við vonumst því til að á næsta ári liggi fyrir niðurstaða. Önnur nýjung í starfseminni er sú að nú eru nokkrir síðustu árgangar tímaritsins aðgengilegir á Skemmunni (skemman.is). Miðað var við þá árganga sem til voru í pdf-útgáfu. Tímaritið verður áfram á Tímarit.is og frá því var gengið á síðasta ári að tímaritið væri aðgengilegt í EBSCO-host. Í öllum tilvikum er birtingartöf á efninu þannig að áskrifendur einir hafa aðgang að nýjasta efni. Þriðja nýjungin er sú að frá og með miðju ári 2013 verður tekið við greinahandritum á ensku með þeim skilmálum að í þeim sé að jafnaði fjallað um íslenskt viðfangsefni eða greinarnar séu ritaðar af höfundum búsettum á Íslandi. Ritnefnd og ritstjórar þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg við útgáfu þessa heftis: höfundum, ónefndum ritrýnum og þeim sem sjá um útgáfuna, prenta tímaritið og dreifa því til áskrifenda og annarra sem ritið kaupa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.