Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 43 gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir áherslu á að nemendur fái stuðning og kennslu við hæfi (Reglugerð um sérfræðiþjón- ustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010). Þessi ákvæði reglugerðarinnar eru í anda hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar en í því felst að gripið sé til íhlutunar um leið og grunur vaknar um frávik í þroska (Morrow, 2001). HLJÓM-2 var hannað til að finna þau börn sem grunur léki á að ættu á hættu lestrarerfiðleika síðar þannig að hægt væri að byrja íhlutun snemma og jafnvel fyrirbyggja síðari erfiðleika. Í þessari rannsókn kom fram að flest börn sem sýndu slaka eða mjög slaka færni á HLJÓM-2 fengu sérstaka örvun í leikskólunum, ýmist hvert í sínu lagi eða í hóp, sem er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna (Guðrún Sigursteinsdóttir, 2007; Gyða Guðmundsdóttir, 2012; Margrét H. Þórarins- dóttir o.fl., 2010). Til að íhlutunin skili tilætluðum árangri skiptir máli hvaða verkefni eru valin og hvernig hún er skipulögð. Sérstök íhlutun þarf að skila þeim árangri að barnið öðlist aukna færni á ákveðnum sviðum umfram þroska án íhlutunar. Í þessari rannsókn sögðu deildarstjórar að vinna með börnin væri ýmist með hvert þeirra fyrir sig eða í hóp, í sértækum verkefnum í hljóðkerfisvitund, eða með almennri málörvun. Spurn- ingarnar í þessari rannsókn um eðli íhlutunarinnar voru ekki nægilega nákvæmar til að gefa skýra mynd af þeirri vinnu sem fer fram eftir að prófið er lagt fyrir. Samt sem áður bendir ýmislegt til þess að vinna deildarstjóranna hafi hvorki verið nógu markviss né skipulögð. Til að fá glögga mynd af því hvers konar íhlutun er heppileg í kjölfar HLJÓM-2 þarf að vera til staðar mikil og sérhæfð þekking á máltöku barna og á frávikum í málþroska og hljóðkerfisvitund. Einnig þurfa kennarar að þekkja vel til bernskulæsis og þeirra áætlana sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að skili árangri. Snowling og Hulme (2011) telja að það sé lykilatriði að skilja til hlítar eðli og uppruna erfiðleika hvers einstaklings til að geta sett upp viðeigandi þjálfun. Ýmislegt bendir til þess að slík þekking sé ekki innan leikskólanna, hvorki á frávikum né heppilegum verkefnum til að íhlutun skili árangri í lestri og lestrarnámi. Leikskólakennarar hljóta ekki þjálfun í námi sínu til að greina málþroskafrávik eða átta sig á því hvaða íhlutun er heppileg í slíkum tilvikum. Engin námskeið fylgdu í kjölfar réttindanámskeiða HLJÓM-2 um íhlutun eða hvað ætti að gera eftir fyrirlögn. Í rannsókn Guðrúnar Sigur- steinsdóttur (2007) kom fram að leikskólakennararnir töldu að til að sinna börnum með frávik þyrftu þeir að fá meiri stuðning, fræðslu og handleiðslu, sérstaklega frá talmeinafræðingum. Hliðstæðar niðurstöður komu einnig fram hjá Gyðu Guðmunds- dóttur (2012) og í skýrslu um börn með tal- og málþroskaraskanir (Hrafnhildur Ragnars- dóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Marta Gall Jörgensen og Þóra Sæunn úlfsdóttir, 2012). Pence, Justice og Wiggins (2008) athuguðu hvernig leikskólakennarar sinntu íhlutun barna sem sýndu frávik í máli en þar kom í ljós að kennararnir hefðu þurft meiri stuðning og nákvæmari leiðbeiningar frá talmeinafræðingum til að þjálfunin skilaði tilætluðum árangri. Leikskólakennarar í þessari rannsókn svöruðu einnig spurning- um sem tengdust lestri og lestrarnámi og kom þá berlega í ljós að talsvert vantaði upp á þekkingu á einstökum hugtökum tengdum lestrarnámi (Guðrún Þóranna Jónsdóttir, 2010).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.