Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 53
KRISTÍN bJARNADÓTTIR
MENNTAvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Reikningsbækur tveggja alda: Markmið,
markhópar og gildi
Skoðaðar eru sex íslenskar kennslubækur í reikningi sem voru notaðar á Íslandi á árabilinu
1780–1980; markhópar þeirra, markmið og gildismat höfundanna. Allar bækurnar lúta
sniði reikningsbóka frá lokum miðalda. Siðaboðskapar Lúthers gætir í sumum bókanna en
einnig áhrifa upplýsingarstefnunnar. Bækurnar voru allar ritaðar af ungum eldhugum á
vandaðri íslensku en þeir höfðu að nokkru ólíkar hugmyndir um nám og kennslu. Mark-
hópur þeirra var aðallega ungt fólk í sjálfsnámi og markmiðið var að lyfta menntunar-
stigi Íslendinga með því að kenna undirstöðuatriði reiknings og ráðdeild í meðferð fjár-
muna. Baksvið bókanna er gamla bændaþjóðfélagið fremur en vaxandi bæjasamfélag.
Efnisorð: Reikningur, reikningsbækur, gömul gildi, bændaþjóðfélag, sjálfsnám
inngangUr
Meðal þess sem leynist í menningararfi Íslendinga eru kennslubækur í reikningi. Þær
láta fæstar mikið yfir sér og hafa lítt verið rannsakaðar. Þegar nánar er að gætt má sjá
að vel er til þeirra vandað. Þær kynna hið nýjasta á sviðinu utan úr heimi og eru rit-
aðar á vönduðu máli. Kennslubækur í stærðfræði eru því forvitnileg grein menningar-
sögunnar sem verðskuldar athygli. Skoðaðar eru fjórar fyrstu íslensku kennslubæk-
urnar í reikningi, sem voru notaðar á Íslandi á árabilinu frá 1780 fram yfir 1911. Tvær
20. aldar kennslubækur, sem hlutu löggildingu árið 1929 til kennslu í skyldunámi, eru
teknar með til samanburðar.
Uppeldi og menntun
22. árgangur 1. hefti 2013