Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 66
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201366
reiKningsbæKUr tveggJa alda
Tafla. Efni kennslubókanna sex í samanburði við efni libri d‘abbaco
Ó.O. Ó.S. J.G. E.B. S.G. E.Bj.
1. Reikningur
Talnaritunin, reikniaðgerðirnar fjórar fyrir heilar tölur,
nefndar tölur og brot
X X X X X X
Töflur yfir reikniaðgerðir, mælieiningar og gjaldmiðla,
ferningstölur
X X X X X X
2. Verslunardæmi
Reiknað verð og magn vöru, venjulega með þríliðu X X X X X X
Breytingar milli gjaldmiðla og mælieininga X X X X X X
Vöruskipti X X
Skiptireikningur – hagnaði og tapi skipt eftir eignar-
hlutum, félagsregla
X X X X
Vextir og afslættir reiknaðir í prósentum X X X X X
Jöfnun greiðslna – röð lána sameinuð til endurgreiðslu
í einu lagi
X
Blöndunarreikningur X X X
3. Rúmfræðidæmi
Flatarmál, rúmmál o.fl. X X X
4. Aðferðir
Þríliða (gullna reglan) X X X X X X
Falsregla, tvöföld falsregla X
Algebra‚ óþekktar stærðir og jöfnur X X X
5. Ýmislegt
Talnafræði, tímatal o.fl. X X X X X X
Undirstaða allra bókanna er að sjálfsögðu reikniaðgerðirnar fjórar. Röð þeirra segir
sig að nokkru leyti sjálf vegna innbyrðis skyldleika aðgerðanna. Hlutfallareikningur í
formi þríliðu var einnig efni allra bókanna. Bækurnar ná yfir mismikið efni. Reiknings-
bók Elíasar Bjarnasonar var hvorki byrjendabók né ætluð fullorðnum og hún er því
takmarkaðri en hinar. Reikningsbók Sigurbjörns Á. Gíslasonar í sex heftum er yfirgrips-
mest og nær yfir allt algengt efni í libri di abbaco. útfærsla hvers efnisþáttar gat þó verið
ólík. Ólafur Olavius talaði til dæmis um leigu af fé sem túlka má sem vexti en hann
nefndi ekki samsetta vexti. Sigurbjörn setti þríliðu fram sem hlutfallajöfnu.
Nokkuð hafði bæst við efni íslensku bókanna frá ítölsku bókunum sem ritaðar voru
í lok miðalda. Tugabrot voru nýmæli. Allir höfundar nema Ólafur Olavius kenndu um
tugabrot og settu þau fram á grundvelli almennra brota. Eiríki Briem, Sigurbirni Á.