Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 67

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 67 KristÍn bJarnadóttir Gíslasyni og Elíasi Bjarnasyni var þó ljóst að tugabrot væru auðveldari viðureignar en almenn brot. Eiríkur Briem (1880, bls. 4) mælti með því að byrja á tugabrotum jafn- skjótt og búin væri ein blaðsíða af almennum brotum. Brotareikningur væri heldur ekki nauðsynlegur til að skilja þríliðu. Elías Bjarnason (1927, bls. 3) tengdi tugabrots- kommuna við metrakerfið sem var kynnt samkvæmt hefð með nefndum tölum á undan brotareikningi. Lograreikningur var einnig nýmæli í bókum þeirra Eiríks og Sigurbjörns. Viðfangsefni kennslubókanna voru að mestu kaup og sala, magn vöru, vegalengdir og þess háttar. Fólk keypti sykur, mjöl, bækur, pappír, kaffi, brennivín, landspildur eða hlut í bát. Olía þurfti að endast á lampa, girðingu mátti fullgera á tilteknum tíma, skipta þurfti arfi, hagnaði og tapi, maður gekk tiltekna vegalengd á dag o.s.frv. Þótt samfélagið breyttist var gert ráð fyrir að unglingarnir ættu eftir að fást við svipuð viðfangsefni. Þeir þurftu að átta sig á hvað hlutirnir kostuðu og hvort birgðir entust. Höfundar bókanna Höfundar allra bókanna voru ungir eldhugar sem vildu fræða landsmenn á sviði sem þeir töldu að gæti orðið landi og lýð að gagni. Magnús Stephensen var aðeins 22 ára þegar hann tók sér fyrir hendur að umrita bók föður síns sem hafði samið hana 27 ára. Eiríkur Briem var 23 ára þegar hann gaf út fullbúna kennslubók. Elías Bjarnason var 23 ára þegar hann stofnaði skóla. Ólafur Olavius var um þrítugt þegar hann stofnaði prentsmiðju í Hrappsey. Jón Guðmundsson og Sigurbjörn Á. Gíslason voru liðlega þrítugir er þeir gáfu út bækur sínar. Bakgrunnur höfundanna var eigi að síður ólíkur. Ólafarnir tveir og Magnús á 18. öld nutu háskólanáms í Kaupmannahöfn og bækur þeirra voru undir beinum áhrifum af dönskum og þýskum bókum. Nítjándu aldar mennirnir Jón Guðmundsson og Eiríkur Briem luku stúdentsprófi frá Lærða skólanum en komust fyrst utan til Kaup- mannahafnar eftir að þeir höfðu gefið út bækur sínar. Sigurbjörn lauk guðfræðinámi í Reykjavík en fór einungis utan í námsferðir. Elías sker sig úr þessum hópi að því leyti að menntun hans var með sama sniði og allrar alþýðu, heimanám á ábyrgð forráða- manna. Hann aflaði sér sjálfur frekari menntunar, fyrst fullorðinn maður í barnaskóla og síðar kennaramenntunar sem hann lauk á einum vetri. Útbreiðsla og markhópar Fyrstu þrjár bækurnar virðast hafa verið gefnar út á kostnað manna sem aðhylltust upplýsinguna. Ólafur Olavius þakkaði Schach-Rathlau greifa í formála. Ólafur Stefáns- son ávarpaði stjórn konungsverslunarinnar. Heimild bendir til þess að bókin hafi ver- ið gefin skólapiltum. Hvort tveggja bendir til þess að útgáfurnar hafi verið kostaðar af erlendum aðilum. Ólafur M. Stephensen gaf út Reikníngslist Jóns Guðmundssonar á sinn kostnað, segir á titilblaði bókarinnar. Þessar þrjár bækur virðast því beinlínis styrktar og gefnar út af hugsjónum um að lyfta menntunarstigi landsmanna, sér í lagi uppvaxandi kynslóðar; að veita henni forsendur til að takast á við nám, störf og þátt- töku í þjóðfélaginu (sbr. Niss, 1996). Allar voru þær ætlaðar og nýttar til sjálfsnáms.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.