Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201368 reiKningsbæKUr tveggJa alda Átjándu aldar bækurnar tvær lifðu lengi með landsmönnum enda gefnar út í stóru upplagi, a.m.k. bók Olaviusar. Rannsókn á bókaeign í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1800–1830 leiddi í ljós þrjú eintök af Greinilegri vegleiðslu og sjö af Stuttri undir- vísun í dánar- og skiptabúum. Aðeins guðsorðabækur voru taldar í húsvitjunarbókum presta (Sólrún B. Jensdóttir, 1969). Lausleg áætlun gæti bent til þess að alls hafi verið um þrettán eintök af þessum reikningsbókum í héraðinu og um 400 á landinu öllu af bókunum sem voru þá orðnar 15–50 ára gamlar. Hafi fimm manns gluggað í hverja þeirra eru það 2000 manns, sem er ekki svo lítið. Lítið er vitað um útbreiðslu Reikníngs- listar Jóns Guðmundssonar en sé litið til þess að hún var eina reikningsbókin á íslensku af umtalsverðri stærð í nærri þrjá áratugi, en almenningsskólar engir, má gera ráð fyrir að hún hafi notið nokkurrar athygli. Yngri bækurnar þrjár voru gefnar út í samvinnu við útgefendur – prentara, prent- smiðju og bókaverslanir – og voru allar endurútgefnar margsinnis. Um þær mundir er Reikningsbók Eiríks Briem kom fyrst út voru að koma fram sjálfsprottnir skólar, sér í lagi í sjávarplássum (Loftur Guttormsson, 2008). Mætti ætla að kennurum og aðstandendum skólanna hafi þótt gagn að reikningsbók við höndina. Bók Eiríks var kennd í Reykjavíkurskóla 1875–1883 (Lærði skólinn, 1847–) og í Möðruvallaskóla 1880–1905 (Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum, 1881–1905). Bækur Sigurbjörns Á. Gíslasonar og Elíasar Bjarnasonar urðu löggiltar kennslubækur í barnaskólum og öðluðust því tryggan markað. Eiríkur og Elías tóku fram í formálum að bókin væri ætluð ungmennum til sjálfsnáms en Sigurbjörn stílaði bók sína til kennara, að minnsta kosti fyrsta heftið. Bók Elíasar var að lokum valin til útgáfu hjá Ríkisútgáfu námsbóka sem tryggði henni fastan sess í menntun landsmanna í hartnær hálfa öld. Markmið höfundanna og félagsleg gildi Ólafur Olavius og feðgarnir Ólafur og Magnús Stephensen voru kunnir frömuðir upplýsingarstefnunnar. Jón Guðmundsson má einnig telja til áhangenda hennar og Eiríkur Briem varð ungur fyrir áhrifum af skrifum Ólafs Stephensen. Allir sýna í verki anda upplýsingarinnar, að þeir telji að menntun geti bætt hag lands og þjóðar; stuðlað að efnahagslegri þróun samfélagsins. Skólar og kennslubækur voru í uppgangi í Evrópu á 18. öld. Í flestum löndum voru heiti af latneskri rót, addition, subtraktion, multiplikation og division, notuð um reikni- aðgerðirnar fjórar, til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Nokkrar reikningsbækur á íslensku eru til í handritum frá öndverðri 18. öld. Erlendu heitin eru notuð í hand- riti frá 1716 (Lbs. 1694, 8vo) en síðar bregður þeim aðeins fyrir til skýringar. Bæk- urnar Greinileg vegleiðsla frá 1780 og Stutt undirvísun frá 1785 eru komnar með heitin samlagning, margföldun og deiling. Frádráttur var nefndur „frádragning“ fram að Reikningsbók Eiríks Briem. Heitin teljari, nefnari og önnur heiti, sem tengjast brotum, voru þýdd á íslensku og slípuðust smám saman í átt að nútímamáli. Allir höfundarnir vönduðu mál sitt og markmið þeirra virðist hafa verið að stuðla að því að hugsa mætti um stærðfræði á íslensku. Jón Guðmundsson (1841, formáli) sagði: „Málið og orð- færið er hvergi nærri svo hreint og gott sem eg vildi.“ Þrír elstu höfundarnir nefndu í inngangsorðum sínum að þeir hefðu lagt sig fram um að rita bækur sínar á hreinni íslensku en hinir yngri virðast hafa talið það sjálfsagt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.