Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 93 bJörg eirÍKsdóttir og ragnheiÐUr bJörK Þórsdóttir breyta. Nemendur þurfa að skynja að kennarar og stjórnendur hugsi um nám og vinni á skapandi hátt. sKaPanDi KEnnsla Og náM Magnús Pálsson sagði eitt sinn að kennsla væri list eins og höfundar heftisins minna okkur á (bls. 6). Orð hans rýma við það hvernig Þorvaldur Þorsteinsson (2008) líkti saman kennaranum og listamanninum. Þeir segja ekki öðrum hvað þeir eigi að skilja, heldur skapa vettvang fyrir upplifun. Kennarinn er þannig á hliðarlínunni og styður nemandann í eigin rannsókn. Hann skapar tækifæri, kringumstæður, setur fram að- ferðir og útvegar efnivið fyrir verkefnamiðað nám. Kennsluaðferðir og námsefni eru aðeins tæki sem kennarinn notar til að aðstoða nemandann í sjálfstæðri vinnu þar sem hann þróar hugmyndir sínar, gerir tilraunir og leitar lausna. Nemandinn er ekki óvirkur þekkingarþegi eða viðtakandi heldur sívirkur þekkingarsmiður á grundvelli eigin reynslu (Hafþór Guðjónsson, 2012). Gefa þarf rými fyrir margs konar lausnir þannig að nemandinn geti upplifað sig sem geranda. Það getur verið nauðsynlegt að koma á framfæri vissum grunnatriðum en leitast jafnframt við að tengja þau eins og hægt er við raunveruleika nemandans. Til dæmis gæti hann búið til eigið graffití á húsvegg sem teiknaður er út frá grunnreglum í fjarvídd. Frumforsenda í skapandi skólastarfi er að nemandinn vinni út frá eigin áhugahvöt, athyglinni sé beint að því hver nemandinn er í stað þess að spyrja hvað hann ætli að verða (Þorvaldur Þorsteinsson, 2008). Það þarf að gefa honum svigrúm og tækifæri til að nýta hæfileika sína við að skapa eigin verk í stað þess að þjóna settum markmiðum. Markmið ættu í það minnsta að snúast um verkferli, ekki eingöngu um afrakstur eða getu þegar námi lýkur. Einkunnir, hrós og umbun þar sem áherslan er á verklok minnka líkur á skapandi nálgun eins og heftið bendir á. Við viljum gjarnan deila sýn Þorvaldar Þorsteinssonar þar sem hver skóladagur er deigla nýrra upp- götvana jafnt hjá nemendum og kennurum og ferðalagið er mikilvægara en áfanga- staðurinn (Þorvaldur Þorsteinsson, 2008). Til þess að innleiða sköpun í skólastarf getur samþætting námsgreina og samvinna kennara verið nauðsynleg. Það hefur oft sýnt sig að einn plús einn geta verið miklu meira en tveir. Hugmyndir þar sem tveir eða fleiri ólíkir þættir eru settir saman verða oft áhrifaríkari en aðrar. Við veltum fyrir okkur hvort lotur styðji ekki betur við skap- andi nám fremur en aðgreining námsgreina þannig að nemendur fái að dvelja við verkefni sín í lengri tíma (bls. 60). Hver lota gæti endað á hápunkti eða sýningu þar sem þau verk sem sköpuð hafa verið eru sett fram. Í bókinni Studio Thinking (Hetland, Winner, Veenema og Sheridan, 2007) er fjallað um rannsókn á kennslu nokkurra framúrskarandi myndlistarkennara þar sem þeir vinna út frá hugmynd um vinnustofuna. Kennsla þeirra byggist á sýnikennslu og fyrir- lestrum þar sem kennari leggur inn verkefni, miðlar upplýsingum, sýnir vinnubrögð og lýsir hugtökum. Þungamiðja kennsluhátta vinnustofunnar er sjálfstæð vinna nem- enda. Þá fylgist kennarinn með, gengur á milli og ræðir við nemendur um vinnuna og kemur með persónulegar ábendingar. Öflugt kennslutæki er síðan sameiginleg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.