Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 101
KRISTIAN GUTTESEN
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning
um heimspekikennslu
Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. (1999). Heimspekisaga. Stefán Hjörleifsson þýddi.
Reykjavík: Háskólaútgáfan. 758 bls.
Ármann Halldórsson og Róbert Jack. (2008). Heimspeki fyrir þig. Reykjavík:
Mál og menning. 203 bls.
Kristín Hildur Sætran. (2010). Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum.
Reykjavík: Heimspekistofnun og Háskólaútgáfan. 219 bls.
inngangUr
Hvað er heimspekikennsla? Á fræðslufundi Félags heimspekikennara þann 30. janúar
2013 var Páll Skúlason prófessor í heimspeki fenginn til að brjóta þessa spurningu til
mergjar (Páll Skúlason, í prentun). Þegar hann íhugaði svarið taldi hann að annars
vegar þyrfti að greina hvort kennarinn væri að fræða eða kenna. Væri hann að fræða
væri hann að fjalla um eitthvað, segja frá, en væri hann að kenna væri hann að leiða
nemendur sína í gegnum eigin hugmyndaheim þar sem umræddar kenningar kæmu
fyrir líkt og vörður eða leiðarmerki, hugmyndir sem hann hefði sjálfur tekist á við.
Hins vegar yrði spyrjandinn að gera upp við sig hvers konar heimspeki hann stæði
fyrir, og gerði fyrirlesarinn þar greinarmun á hinum náttúrulega heimspekingi og
þeim sem stundum eru kallaðir nútíma sófistar. Í nokkuð einfölduðu máli ástundaði
náttúrulegi heimspekingurinn lífsspeki sína af vissum innileika en „sófistinn“ leitað-
ist fremur við að sannfæra áheyrendur sína um eitthvað, óháð inntakinu, oft í þeim
eina tilgangi að tortryggja eða rífa niður.
Í þessum ítardómi er umfjöllun um þrjár bækur, er lúta að heimspekikennslu í
framhaldsskólum, fléttuð saman við kenningu um heimspekikennslu sem ég hef
verið að móta. Ég þykist ekki vera að gera neitt nýstárlegt því allir kennarar (og
kennaranemar) búa að slíkri kenningu og er hún í daglegu tali nefnd starfskenning.
Þessi kenning tekur sífelldum breytingum, á hverjum tíma er hún nokkurs konar
sneiðmynd af viðhorfi kennarans til kennslu.
Uppeldi og menntun
22. árgangur 1. hefti 2013