Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 107 Kristian gUttesen EfniViÐUr Í formála útgefanda að Heimspekisögu er þess getið að bókinni sé ætlað að veita lands- mönnum greinargott yfirlit yfir sögu heimspekinnar, en slíkt yfirlit hafði verið illfáan- legt síðan Ágúst H. Bjarnason gaf út Sögu mannsandans á fyrri hluta síðustu aldar (GS og NG, 1999, bls. 12). Óhætt er að fullyrða að það er mikill fengur að þýðingunni fyrir íslenska lesendur. Samkvæmt skýrslu starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins er ætlunin að í greinahluta Aðalnámskrár framhaldsskóla verði þremur hæfniþrepum samfélagsgreina lýst. Þessum þrepum er skipt í þrjú svið, það er þekkingu, leikni og hæfni. Þekkingu er í þessu samhengi lýst sem sambandi nemandans við grunnhugtök námsgreinarinnar, annars vegar, og grunnþætti menntunar, hins vegar, og færni hans við beitingu þeirra. Í hæfniþrepi 1 miðast þekking við að: Nemandi hafi aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: • grunnhugtökum, viðfangsefnum, orðfæri og sérstöðu greinar • sögulegum uppruna og þróun greinar • samfélagslegum gildum og siðferði • ólíkum öflum sem hafa áhrif á mótun einstaklingsins og umhverfis • gagnrýninni hugsun • jafnrétti, mannréttindum og inntaki og framkvæmd lýðræðis • sjálfbærri þróun • tengslum greinar við daglegan veruleika. (Anton Már Gylfason, Arnar Sigbjörnsson, Henry Alexander Henrysson, Karl Jóhann Garðarsson og Magnús Ingólfsson, 2012, bls. 2) Ég vil halda því fram að hér sé beinlínis verið að lýsa dauðri þekkingu andspænis lifandi þekkingu og gagnverkandi samspili þessarar tvenns konar þekkingar sam- kvæmt þeim skilgreiningum sem gengið var út frá í kaflanum Þekkingu hér að fram- an. Óhætt er að segja að í Heimspekisögu geti að líta góðan grunn til að ná markmiðum fyrsta þrepsins á sviði þekkingar. Bókin tekur allvel á a.m.k. sex af þeim átta punktum sem taldir eru upp hér á undan, en þó einkum á grunnhugtökum heimspekinnar, sögulegum uppruna og þróun greinarinnar, samfélagslegum gildum og siðferði, og gagnrýninni hugsun. Bæði leikni- og hæfniþættirnir, sem fyrsta hæfniþrep samfélags- greina í framhaldsskólum tekur til, hverfast um það sem ég hef fjallað um sem lifandi þekkingu. Hvað varðar leikni er þar m.a. ætlast til að: Nemandi hafi öðlast leikni í: • að greina einkenni og þróun einstaklinga, samfélaga og menningar • að tala og skrifa á skýran og skapandi hátt um viðfangsefni greinar • að vinna með upplýsingar á hagnýtan og fjölbreyttan hátt • að greina á milli rökræðu og kappræðu • að skoða og meta ólíkt gildismat og viðhorf • að greina samhengi orsaka og afleiðinga. (Anton Már Gylfason o.fl., 2012, bls. 2)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.