Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 124

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 124
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013124 Um sKilnaÐi og stJúptengsl Í lok hvers kafla eru síðan íhugunarefni sem einnig má líta á sem hagnýt ráð og geta verið góður grunnur að umræðu, bæði meðal fagmanna og í para- og fjölskyldumeð- ferð. Hinar fjölmörgu spurningar og íhugunarefni glæða bókina lífi og gera annars erfitt og viðkvæmt efni aðgengilegt til umræðu. Auk þessa eru víða í köflum bókar- innar afmarkaðir reitir með góðum ráðum fyrir lesendur, auk allra dæmanna. Gott flæði er í bókinni, helst að kaflarnir fljóti hver inn í annan enda erfitt að greina á milli efnisþátta í þessum flóknu samskiptum. útlit bókarinnar er smekklegt og myndskreytingar Sigmundar B. Þorgeirssonar í upphafi hvers kafla eru lýsandi (með gamansömu ívafi) fyrir innihald kaflans. Nokkrir hnökrar eru í uppsetningu; til dæmis vantar kaflaheiti efst á síðu í þriðja kafla og yfirlestur hefði þurft að vera nákvæmari á nokkrum stöðum. Í fyrsta kafla bókarinnar, Í „stjúpblindu“ samfélagi, gerir höfundur tilraun til að skýra þetta flókna fyrirbæri. Hún bendir á að hugtakið stjúpfjölskylda sé ekki að finna í íslenskri orðabók og heldur ekki á vef Alþingis né Hagstofunnar, en í orðabókinni séu hins vegar orðin stjúpfaðir og stjúpmóðir. Hún vill bæta úr þessu og setur fram skil- greiningu: „Stjúpfjölskylda er fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn eða börn með öðrum aðila/um“ (bls. 20). Hugmynd hennar er sú að forskeytið stjúp- lýsi tengslum og beri að líta á stjúpfjölskyldur út frá því sjónarhorni. Valgerður rökstyður þá skoðun sína að samfélagið sé stjúpblint með vísan í það að stjúptengsl hafi nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun og að við markaðssetn- ingu séu upplýsingar oft ekki greindar eftir fjölskyldugerð eða ekki sé tekið tillit til ólíkra þarfa stjúpfjölskyldna. Í kaflanum er mikið magn upplýsinga, tölfræðileg yfirlit, myndir og töflur auk allra tilvitnananna í viðmælendur og er umfjöllunin mjög breið. Ættu bæði fræðimenn og leikmenn að geta fundið þarna efni til að vinna með. Þar sem drepið er á svo margt verður umfjöllunin nokkuð yfirborðskennd og í því liggur helsti vandi höfundar, að reyna að koma til móts við þarfir jafnt leikmanna sem lærðra. Í öðrum kafla, Fjölskyldan er eins og órói – Allar breytingar hafa mest áhrif í fyrstu, er áhersla lögð á að skoða fjölskylduna sem kerfi og skýra að breytingar hafi áhrif á alla í kerfinu og er óróalíkingin þekkt og vel til þessa fallin. Kaflinn er borinn uppi af dæmisögum og eru mörg dæmin óþægileg lýsing á breyskleika mannanna. Val- gerður reynir þó að halda jafnvægi og gefur meðal annars ráð sem nýta má við lausn ágreinings (bls. 58). Staða barnanna og fyrrverandi maka er til umfjöllunar og áhersla lögð á að þegar ný fjölskylda er stofnuð þurfi að vinna undirbúningsvinnu og gefa nýju fjölskyldunni tíma (meðgöngutíma). Í þriðja kafla bókarinnar, Hans eða hennar (fyrrverandi) að eilífu?, eru samskipti í brennidepli. Gæði samskipta við fyrrverandi hafa bein áhrif á börnin og aðlögun fjöl- skyldunnar. Valgerður gefur ótal dæmi með lýsingum um það sem miður fer og rekja má til óuppgerðra tilfinninga, sárinda og hefndar þar sem brennd manneskja er að byrja nýtt samband. Dæmisögurnar lýsa miklum tilfinningaflækjum og jafnvel skertri foreldrafærni. Í því sambandi bendir hún á að mikilvægt sé að ljúka tilfinningalegum skilnaði og viðurkenna að sambandi sé lokið ef fjölskyldan á að eiga möguleika á farsælli framtíð. Enn leggur Valgerður sitt af mörkum til að leita lausna og birtir lista með atriðum sem einkenna góða foreldrasamvinnu og er gott innlegg í bætt samskipti foreldra (bls. 79).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.