Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 132

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 132
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013132 lÍfsfyll ing saMantEKt Bók Kristínar er trúlega fyrsta íslenska bókin þar sem nám fullorðinna er tekið fyrir á skipulegan hátt. Kristín hefur takmarkað sig við afmarkaðan hóp: fólk sem lauk meistaranámi á fullorðinsárum. Þetta er hópur sem var full þörf á að rannsaka sér- staklega, einkum í ljósi aukins fjölda fullorðinna sem stunda nám á meistarastigi í íslenskum háskólum. Þannig eykur hún þekkingu okkar og skilning á þessum mikil- væga hópi háskólanema og gefur bæði nemendum og kennurum efni til að tengja við eigið starf og eigin reynslu, báðum hópum til góðs. Sömuleiðis gefur hún nokkuð gott yfirlit yfir skrif nokkurra áberandi höfunda um nám fullorðinna. Umfjöllun og niðurstöður eru í samræmi við það sem þekkist á sviðinu. úr- vinnsla og tenging kenninga og rannsóknarniðurstaða annarra fræðimanna hefði þó stundum mátt vera markvissari og með skýrari tengslum við umræðuefnið og rannsóknargögnin. Sömuleiðis hefði úrvinnsla og túlkun þessara heimilda í sumum tilfellum mátt vera nákvæmari; á einstaka stað gætir jafnvel misskilnings. Í fram- setningu höfundar á hugmyndum Malcolms S. Knowles (sem er einn sá fræðimaður sem flestir vitna til þegar rætt er um sérstöðu fullorðinna námsmanna) gætir t.d. lítils háttar misskilnings, einkum hvað varðar þróun hugmynda hans (bls. 59 og áfram). Þá er úrvinnsla heimilda – einkum eftirheimilda – full ónákvæm. Höfundur styðst t.d. greinilega mjög mikið við bók Sharan B. Merriam, Rosemary S. Caffarella og Lisu M. Baumgartner, Learning in Adulthood, sem kom út 1991, 1999 og 2007 (sjá Merriam, Caffarella og Baumgartner, 2007) og er mjög víða notuð sem inngangsbók á nám- skeiðum um nám fullorðinna. Kristín styðst mikið við þær heimildir sem Merriam og félagar nota og virðist undir miklum áhrifum af framsetningu og röksemdafærslu þeirra. Það er reyndar ekki skrítið, því í bókinni eru á meistaralegan hátt dregnar saman rannsóknir annarra á námi fullorðinna. Kristín vísar fulloft í umræðu Merriam og félaga eins og um þeirra eigin niðurstöður eða fullyrðingar sé að ræða, þegar hún er í raun að vísa í umfjöllun þeirra um annarra manna rannsóknir. Annað dæmi um ónákvæma notkun heimilda er í kafla sem fjallar um áhugahvöt. Þar notar höf- undur greiningu Carol S. Dweck (2000) á tveimur ólíkum tegundum hugarfars (e. mindset) fólks í mótlæti eða erfiðum verkefnum sem hliðstæðu við hvatir eða ástæður sem viðmælendur Kristínar gáfu fyrir því að hefja meistaranámið. Tenging við Dweck hefði átt betur við ef hún ætlaði að gera grein fyrir því hvernig meistara- nemarnir nálguðust námið og sérstaklega sem skýring á því hvers vegna þeim tókst að klára það (bls. 118). Styrkleikar bókarinnar liggja í viðtalsgögnunum og úrvinnslu þeirra. Allir sem hafa komið að leiðsögn fullorðinna meistaranema eða sjálfir stundað slíkt nám á fullorðins- árum kannast vel við frásagnir viðmælenda Kristínar. Flokkun þeirra, umræða og túlkun er skemmtileg og gagnleg og tenging við fyrri rannsóknir á námi fullorðinna hjálpa lesandanum til við að sjá reynslu sína í víðara samhengi og öðlast dýpri skiln- ing á því sem á sér stað þegar fullorðnir leggja út í slíkt ferðalag sem meistaranám við háskóla er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.