Morgunblaðið - 14.03.2012, Side 12

Morgunblaðið - 14.03.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Breytingar á gjaldeyrislögum, sem samþykktar voru á Alþingi í fyrri- nótt draga úr áhættu í kerfinu, að mati Arnórs Sighvatssonar aðstoð- arseðlabankastjóra. Hann segir að á undanförnum vikum hafi verið haft samráð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þessar aðgerðir. Á næstu dögum verður fundað með slitastjórnum bankanna um reglur við losun gjald- eyris. Arnór segir að glufa hafi verið í lögum um gjald- eyrishöft og hún hafi verið að stækka undan- farið. „Aðgerð- irnar snúast um það fyrst og fremst að beina því fjármagni sem vill fara út í þær útgönguleiðir sem við höfum opnað í gegnum gjaldeyrisútboð,“ segir Arnór. „Kjarninn í þeirri áætlun er að fá langtímafjárfesta til að taka stöðu skammtímafjárfesta sem vilja fara út. Ef við leyfum svona glufum að stækka þá myndum við í stað þess að fá inn langtímafjárfesta fá inn spá- kaupmenn, sem kaupa þessa skulda- bréfaflokka og stækka stöður sínar sífellt. Þeir eru ekki endilega að koma hingað inn til að fjárfesta til langs tíma. Auðvitað kaupa menn þessa flokka af mismunandi hvötum, en við vitum að það er talsvert um þetta.“ Arnór var spurður hvort sjá hefði mátt þessa þróun fyrir og hvort Seðlabankinn hefði verið of seinn að átta sig á þessum möguleika. „Kannski mátti reikna með að eitthvað af þessu tagi gerðist, en þetta var viðráðanlegur vandi. Höf- uðstólsgreiðslur af umræddri teg- und af skuldabréfum eru flokkaðar sem viðskiptajafnaðargreiðslur, en aðrar höfuðstólsgreiðslur teljast til fjármagnsjafnaðargreiðslna. Þarna hefur verið um að ræða sniðgöngu- möguleika sem getur stækkað og það var það sem við sáum að var að gerast.“ Hjálpar til við að losa um höftin Aðspurður hvort þessi aðgerð dugi eða hvort setja þurfi ný lög eftir hálft ár segir Arnór að menn sjái ekki núna hvar menn ættu að finna næstu glufu. Vonandi verði hún þá ekki svo stór að lagasetningu þurfi til. Hins vegar séu hagnaðartæki- færi mikil ef menn finni glufur til að hagnast á gengismun. Fram hefur komið ótti við að þessar aðgerðir kunni að leiða til þess að framlengja höftin. Arnór segir að þessu sé þver- öfugt farið og muni hjálpa til við að losa um höftin fyrr en ella. „Þessar aðgerðir draga úr áhættu um að það losni um höftin með óskipulögðum hætti. Slíkt gæti haft í för með sér óstöðugleika sem leiddi til þess að gengi krónunnar gæti veikst verulega til lengri tíma litið. Þessi aðgerð miðar að því að styrkja undirstöðurnar og koma í veg fyrir slíka veikingu.“ Spurður um samráð við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn segir Arnór að Seðlabankinn hafi verið í samræðum við AGS um þessi efni síðan í haust, síðast á mánudag. Á milli aðila hafi verið eining um að þetta kynni að verða nauðsynlegt og fulltrúar AGS verið upplýstir um stöðuna. Spurður hvort þessi lagasetning væri til þess fallin að draga úr tiltrú á íslensku efnahagslífi segir Arnór: „Það er neikvætt að þurfa að grípa til aðgerða sem þessara. Hins vegar bendum við á að meðal annars mats- fyrirtækin og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hafa haft áhyggjur af því að það væri hugsanlega tilhneiging hér að rífa höftin í burtu of snemma og áður en við erum tilbúin til þess. Eitt af því sem gæti leitt til þess er snið- ganga sem græfi svo undan höft- unum að við yrðum að losa þau með tilheyrandi óstöðugleika. Ég hygg að þetta muni fljótlega jafna sig.“ Mikilvægt að róa kröfuhafa Hann sagði það verkefni næstu daga að ræða við slitastjórnir, en fyrir þær væri mikilvægt að róa kröfuhafa. „Ég hygg að þegar við höfum farið yfir málin með þeim þá muni koma í ljós að við erum alls ekki að hindra útgreiðslur heldur er- um við þvert á móti að sjá til þess að þær geti átt sér stað með hætti sem teflir stöðugleikanum ekki í tvísýnu. Í rauninni hjálpar það við að verja þeirra eigur, því þeirra verðmætasta innlenda eign eru nýju bankarnir. Ef hér væri óstöðugleiki myndi það leiða til þess að útlánatöp í þessum bönkum ykjust og þá myndu verð- mæti þeirra minnka. Það er því líka þeirra hagsmuna- mál að verja stöðugleikann og mik- ilvægt að settar verði fram áætlanir sem grundvallast á þeirri hugsun að þetta verði gert með þeim hætti að ekki valdi óstöðugleika,“ segir Arnór Sighvatsson.  Aðstoðarseðlabankastjóri segir að með lagabreytingu hafi verið brugðist við möguleikum á sniðgöngu  Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa fylgst með Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Meðal verkefna næstu daga er að ræða við slitastjórnir bankanna í kjölfar breytinga á lögum. Aðgerðir draga úr áhættu Arnór Sighvatsson „Ljóst er að nú- verandi áætlun um afnám hafta er ótrúverðug og framkvæmd Seðlabankans hefur gert lítið annað en að und- irstrika það,“ segir í markaðs- punktum grein- ingardeildar Ar- ion banka í gær. „Það má því spyrja sig hvort og þá hvað sé til ráða. Fyrirsjáanlegt er að ekki er hægt að afnema höft- in án verulegrar veikingar sem fæli í sér mikla kaupmáttarskerð- ingu og eignarbruna, a.m.k. til skamms tíma. Í öllu falli virðist morgunljóst að lagasetning er eina stjórntækið sem Seðlabankinn og ríkið telja sig hafa tiltæk til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn og tempra fall krónunnar. Hafi einhvern tímann verið tími til að hugsa út fyrir boxið varðandi gjaldeyrismál þjóðarinnar, þá er sá tími runninn upp,“ segir í mark- aðspunktunum. Þar segir að ákvörðun um að herða gjaldeyrishöftin grafi eðli- lega undan því trausti sem erlend- ir fjárfestar hafi á íslenskum stjórnvöldum. Bæði komi til að ákvarðanataka virðist handahófs- kennd og óyfirveguð og svo hitt að staðan sem upp var komin gaf til kynna að stjórnvöld hafi lesið gjaldeyrisstreymi inn og út úr landinu kolvitlaust. Skuldsettur gjaldeyrisforði „Væntanleg er sjö milljarða króna afborgun nú á fimmtudag- inn af HFF 14, íbúðabréfaflokks sem í dag er að langmestu leyti í eigu útlendinga. Miðað við það litla flæði sem virðist vera af gjaldeyri inn í landið hefði gjalddaginn vald- ið áframhaldandi lækkun á krón- unni, nema Seðlabankinn hefði gripið í taumana og selt gjaldeyri. Það er hætt við að sú aðgerð hefði reynst dýrkeypt tilraun. Enda frá- leitt að Seðlabankinn geti nýtt skuldsettan gjaldeyrisforða til að mæta þeim afborgunum sem fram- undan eru,“ segir í markaðs- punktunum. Ótrúverðug áætlun um afnám hafta Arnar Sigur- mundsson, for- maður Lands- samtaka lífeyrissjóða, segir að hert gjaldeyrisshöft séu slæm tíðindi. „Það er ekki bara verið að herða höftin, heldur gætu þessar aðgerðir þýtt að tímabil hafta lengdist líka. Það er mikið áhyggjuefni.“ Arnar segir að lífeyrissjóðirnir vilji dreifa áhættunni meira en þeir geta núna gert. Nú sé hlut- deild erlendra eigna í eignasafni lífeyrissjóða komin niður í um 23%, en æskilegt væri að það væri yfir 30%. „Lífeyrissjóðirnir eiga 470-480 milljarða í erlendri mynt, en menn vildu sjá þá upphæð 100-200 millj- örðum krónum hærri,“ segir Arn- ar. „Möguleikarnir hér heima eru takmarkaðir. Menn hafa beðið eft- ir því að losnaði um höftin en þessi tíðindi eru ekki til að flýta því að svo verði.“ Arnar segir að við gerð kjara- samninga fyrir tíu mánuðum hafi verið gert ráð fyrir styrkingu krónunnar, en þvert á móti hafi krónan veikst. Krónan sé komin í þá stöðu sem hún var veikust fyrst eftir hrun, sem hafi bein áhrif á verðlag og afkomu fólks. Aðgerð- irnar muni væntanlega styrkja krónuna fyrst í stað, en stór spurning sé hvað verða muni til lengri tíma litið. aij@mbl.is Gæti þýtt lengra tímabil hafta Arnar Sigur- mundsson Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, telur lög sem herða á gjaldeyrishöftum mikið óheillaskref og að viðleitni til að losa um höftin kunni nú að vera í uppnámi. „Allar breytingar á höftunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár miða að því að herða þau og fylla í þau göt sem markaðurinn nær að finna. Ef að líkum lætur munu nýjar glufur myndast og vandinn vaxa enn frekar að óbreyttu. Ég óttast að í kjölfar þessarar lagasetningar séum við fjær því en nokkru sinni að afnema höftin. Þetta er hörð aðgerð löggjaf- ans og ég ótt- ast að traust manna á Íslandi muni rýrna enn frekar. Hvernig á að stíga skref til afnáms hafta þegar verið er að herða á höft- unum með lagasetningu? Það er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Orri á heimasíðu SI. VIÐLEITNI TIL AÐ LOSA UM HÖFTIN KANN AÐ VERA Í UPPNÁMI Orri Hauksson Lagasetning óheillaskref Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. N Ý T T Á Í S L A N D I TWIN LIGHT GARDÍNUR Þú stjórnar birtunni heima hjá þér Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.