Morgunblaðið - 14.03.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.03.2012, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Tökum á móti hópum, stórum sem smáum. Sími 567 2020 · skidaskali.is Við erum nær en þú heldur · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Aðeins 15 mín frá Rauðavatni Götulistamaðurinn James Bowen spilaði á gítarinn sinn í Covent Garden í London í gær og með honum í för var kötturinn Bob, sem er villiköttur. Hér verðlaunar James kisa eftir að hann hefur gert ýmsar kúnstir og sýnt listir. Fregnir herma að þessi James Bowen hafi nú skrifað bók sem ber titilinn „Götukötturinn Bob“ og fjallar hún um reynslu þessara tveggja heimilislausu einstaklinga og einnig segir frá hvernig þeir kynntust. Tveir heimilislausir ná vel saman Reuters Kötturinn og götulistamaðurinn Haag. AFP | Alþjóðlegi glæpadóm- stóllinn í Haag í Hollandi hefur brátt starfað í tíu ár og sýnist sitt hverjum um frammistöðu hans. Ýmist er hann hlaðinn lofi eða gagnrýndur fyrir að vera verkfæri í höndum sig- urvegaranna. Louis Moreno-Ocampo, yfirsak- sóknari dómstólsins, segir að í fyrstu hafi því verið haldið fram að dóm- stóllinn myndi ekki ná árangri en nú væri hann „virt, alþjóðleg stofnun“. Í dag fellur fyrsti dómur glæpa- dómstólsins. Hann er í máli Thomas Lubanga, leiðtoga vígamanna í Kongó, og er sakaður um að þvinga barnahermenn undir 15 ára aldri til að berjast fyrir sig. 15 mál eru nú fyrir dómstólnum sem er fyrsti dómstóllinn af þessum toga sem sitja á til fram- búðar. Rúmlega fjög- ur þúsund fórnarlömb hafa komið fyrir dómstólinn. Hjá honum starfa 700 manns og á þessu ári hefur hann 108 milljónir evra til ráðstöfunar. Dómstóllinn hefur hins vegar ver- ið gagnrýndur. Rannsóknir hans eru bundnar við Afríku og eiga fullan rétt á sér, segir Geraldine Mattioli hjá Mannréttindavaktinni, en bætir við að aðeins leiðtogar uppreisnar- manna séu sóttir til saka í Kongó, ekki pólitískir leiðtogar og herfor- ingjar í Úganda, Rúanda og Kongó, sem hafi vopnað þessa hópa. Goarn Sluiter, prófessor í þjóða- rétti í Amsterdam, segir að rétt- urinn verði að sýna að þeir, sem séu við völd, eigi á hættu að verða sóttir til saka, oft hafi aðeins þeir, sem töp- uðu, verið sóttir til saka. Glæpadómstóll umdeildur Louis Moreno-Ocampo Óhugur hefur gripið um sig í sam- félagi múslíma í Belgíu eftir að kveikt var í mosku síta í Brussel með þeim afleiðingum að múslíma- klerkur þar lét lífið. Verknaðurinn hefur verið rakinn til deilna milli síta og súnníta. Maður, sem grunaður er um verknaðinn, er í haldi. Joelle Milquet, innanríkis- ráðherra Belgíu, sagði að hinn grunaði hefði farið inn í moskuna og hrópað yfirlýsingar, sem tengd- ust átökunum í Sýrlandi. Hann var vopnaður öxi, hníf og eldsneyti. Ráðherrann sagði að svo virtist sem um væri að ræða vandamál milli súnníta og síta og bætti við: „Belgar munu ekki líða svona verknaði og innflutning ágreinings af þessu tagi inn fyrir landamær- in.“ Isabelle Parile, varaforseti sam- taka múslíma í Belgíu, EMB, hafn- aði því hins vegar að samhengi væri milli ágreinings í öðrum löndum og ódæðisverksins. Um væri að ræða „einangrað tilvik“. Súnnítar og sítar hittust eftir verknaðinn og sagði borgarstjóri borgarhlutans, þar sem verknaður- inn var framinn að einlægur sátta- tónn hefði einkennt fundinn. Rannsókn stendur yfir því hvað hafi vakað fyrir manninum, sem hermt var að tilheyrði bókstafstrú- ararmi salafista. Ímaminn, sem lést, hét Abdallah Dadou, 46 ára gamall fjögurra barna faðir. Banamein hans var reykeitrun. Stór hópur múslímskra innflytj- enda býr í Brussel og eru súnnítar í miklum meirihluta. Síðast var ráðist á ímam í Brussel 1989. Þá var Abdullah Muhammad al-Ahdal skotinn til bana fyrir að hafa hafnað dauðdóminum yfir Salman Rushdie. kbl@mbl.is Múslímaklerkur myrtur í Brussel  Samfélag múslíma í Belgíu slegið óhug Reuters Íkveikja Brenndur sandali liggur á gólfi Rida-moskunnar í Brussel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.