Morgunblaðið - 07.04.2012, Page 1
L A U G A R D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 2
Stofnað 1913 82. tölublað 100. árgangur
LÍKLEGA ER ÉG
BARA SANNUR
ÍSLENDINGUR
FERMING
TVÍBURA OG
BISKUPSEFNI
BLÁSA,
MÁLA OG
SKEMMTA SÉR
SUNNUDAGSMOGGINN PÁSKAFÖNDUR 10TRÚIN HEFUR HJÁLPAÐ 24
Morgunblaðið/RAX
Ofurskattlagning Deloitte stendur við
niðurstöðu sína um áformuð veiðigjöld.
„Mér finnst að það eigi nú bara að
draga þetta frumvarp til baka og
reyna að vinna að sameiginlegri
lausn sem allir geta verið sáttir
við,“ segir Þorvarður Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Deloitte, en end-
urskoðunarfyrirtækið stendur við
þá niðurstöðu sína að áformuð
veiðigjöld ríkisstjórnarinnar jafn-
gildi ofurskattlagningu hagnaðar.
Þá segir hann það einnig ámæl-
isvert að stjórnvöld skuli ekki
leggja fram neina útreikninga um
áhrif og afleiðingar breytinganna.
Rúnar Jónsson, forstöðumaður
sjávarútvegsteymis Íslandsbanka,
segir að með sérstaka veiðigjaldinu
sé verið að teygja sig um of með því
að taka alla hugsanlega rentu sem
til verður í fiskvinnslu. »2
Verið er að teygja
sig um of með sér-
staka veiðigjaldinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ný fyrirtæki eru að byggja sig upp á
athafnasvæði Faxaflóahafna á
Grundartanga í Hvalfirði. Það gerir
flóru atvinnutækifæranna fjöl-
breyttari en þegar ganga hátt í þús-
und manns daglega til starfa á
Grundartanga.
Stóriðjufyrirtækin Norðurál og
Elkem eru grunnur allrar uppbygg-
ingar á Grundartanga og langflestir
vinna hjá þeim. Í faðm þeirra hafa
sótt ýmis þjónustufyrirtæki og eru
vélsmiðjurnar veigamesta viðbótin.
Þau hafa verið að koma sér upp var-
anlegri aðstöðu á svæðinu. Einnig
alls óskylt framleiðslufyrirtæki, fóð-
urverksmiðjan Lífland sem þrífst vel
í nábýli við vélsmiðjurnar.
Þessar vikurnar eru tvö endur-
vinnslufyrirtæki sem meðal annars
munu endurvinna afgangsmálma frá
álveri Norðuráls að byggja hús yfir
starfsemi sína. Endurvinnsla álgjalls
hefst í sumar og stálendurvinnsla
tekur til starfa í byrjun næsta árs.
Faxaflóahafnir sjá mikla þróunar-
möguleika á svæðinu. Verið er að
undirbúa lengingu hafnarkants til að
þjóna nýjum fyrirtækjum á stækk-
uðu athafnasvæði. Þar hafa verið
skipulagðar 80-90 atvinnulóðir. „Inn-
viðirnir eru nógu sterkir til að taka
við frekari uppbyggingu. Við erum
komnir í þá stöðu að við getum leitað
eftir fyrirtækjum sem við teljum
falla vel að framtíðaráætlunum okk-
ar. Það eru minni framleiðslufyrir-
tæki sem hafa þörf fyrir hafnar-
aðstöðu og skapa störf og umsvif í
kringum sig en valda lágmarks rösk-
un á umhverfinu,“ segir Gísli Gísla-
son, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Orkan er ígildi atvinnu
Uppbyggingin grundvallast á að-
gengi að raforku. Á Grundartanga er
öflugur tengipunktur og Landsnet
er að undirbúa styrkingu háspennu-
virkja. „Í orkunni eru fólgin tækifæri
til atvinnusköpunar. Ég get vel skilið
að það þurfi að ganga af hófsemd um
orkuauðlindirnar en orkan er ígildi
atvinnu. Ef við viljum vinna á at-
vinnuleysinu þurfum við að virkja
þessa auðlind,“ segir Gísli.
MFjölbreyttari flóra »22-23
Þúsund manna vinnustaður
Stóriðjan á Grundartanga dregur að sér þjónustufyrirtæki Faxaflóahafnir
sækjast nú eftir minni framleiðslufyrirtækjum til að gera flóruna fjölbreyttari
Morgunblaðið/RAX
Athafnir Geislar sólar brjóta sér leið niður á athafnasvæði Elkem. Starf-
semin á Grundartanga verður fjölbreyttari með hverju nýju fyrirtæki.
Börnin taka virkan þátt í páskahátíðinni enda
margir frídagar og fjölskyldurnar eru gjarnan á
faraldsfæti yfir hátíðina. Vinkonurnar Freyja,
Hjördís Freyja og Elín Björt komu sér upp þessu
fína páskaungabúi í bakgarðinum í blíðviðrinu
sem ríkt hefur á landinu í vikunni fyrir páska.
Morgunblaðið/Golli
Gleðilega hátíð
Hugmyndir
eru uppi um að
setja á laggirnar
eggjabú í Hrísey
í Eyjafirði með
hátt í þúsund ís-
lenskar land-
námshænur. Í
eyjunni stendur
tómt 380 fer-
metra húsnæði
sem var áður ein-
angrunarstöð fyrir svín og er hug-
myndin að nýta það undir hæn-
urnar. Stefnt er á að eggja-
framleiðslan verði lífræn enda
Hrísey með lífræna vottun. »20
Hamingjusamar
hænur í Hrísey
Hani Eggin úr Hrís-
ey verða lífræn.
„Það stendur allt í blóma. Öll tún
hvanngræn og menn geta farið að
keyra út skít og plægja,“ segir
Björn Harðarson, bóndi í Holti í
Flóa.
Jörð er klakalaus um mestallt
land og gróður hefur því tekið vel
við sér í gróðrartíðinni síðustu vik-
urnar. Tún eru fagurgræn um allt
Suðurland og einnig í bestu sveitum
Norðurlands. Bændur eru farnir að
huga að vorverkunum og einstaka
menn farnir að plægja
Páll Bergþórsson veðurfræð-
ingur segir að spár geri ráð fyrir
kólnandi veðri í næstu viku, sér-
staklega norðanlands, og það geti
skaðað nýgræðinginn. »4
Gróður hefur tekið
vel við sér í hlýind-
unum undanfarið