Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 lífið? og innihélt 14 lög og texta eftir ýmsa höfunda. Þar á meðal voru Þórður, Hún hring minn ber, Undir dalanna sól og Siglufjarðardraumur. Mottó Sveins er þetta, stutt og laggott: Ef menn ætla sér að gera hlutina, þá er það hægt. Bæti bara við tríóið „Ég var formaður eldriborg- arafélagsins og þegar voru skemmt- anir var svo erfitt að fá hljóðfæra- leikara, ég tala nú ekki um ef það átti að vera dansleikur, svo ég hugsa með mér, að ég stofni bara hljóm- sveit, bæti bara við tríóið,“ heldur Sveinn áfram frásögninni. „Og ég talaði við Sigurjón Steinsson, vöru- bílstjóra og harmonikkuleikara, og fékk hann í gengið, og líka Ingimar Þorláksson, sem var níu árum eldri en ég, og spurði hvort hann væri til í slaginn, því ég vissi að hann hefði spilað á trommur þegar hann var bakari í Ólafsfirði. „Ég get svosem prófað það,“ sagði hann, „en senni- lega er ég búinn að gleyma öllu.“ Og það gekk allt upp. Trommusett keypt með styrk Og svo þegar ég er búinn að safna þessu saman og við erum orðnir þarna fimm, þá fer ég í sparisjóðs- stjórann, Ólaf Jónsson, og spyr hann hvort hann geti ekki styrkt okkur og gefið okkur fyrir trommusetti. Það var eitt til notað hérna í bænum og kostaði 40 þúsund. „Ekki málið,“ sagði hann. Og við kaupum trommu- settið af strák hér í Siglufirði og byrjum á því að æfa uppi í Skál- arhlíð, á dvalarheimili aldraðra, þar sem fundir eldriborgarafélagsins voru og eru haldnir, og hugsuðum okkur að fá að geyma hljóðfærin í geymslum þar, en það einhvern veg- inn gekk ekki upp; þetta tók of mikið pláss. Þá samdi ég við konu mína um að fá æfingaaðstöðu í bílskúr heim- ilisins, þar sem tríóið hafði æft. Sig- urjón var helvíti flinkur á nikkuna og Ingimar á trommurnar, þannig að þetta hægt og rólega fór að verða hljómsveit. Kúnstin var þessi, að maður gaf sig ekki, heldur tók þessa gutta á sálfræðinni, eins og maður gerði til sjós áður fyrr, lokkaði fram það sem maður vissi að var innan í þeim. Svo förum við að spila fyrir dansi uppi í Skálarhlíð og eftir það á Síld- arævintýrinu, bæði tríóið sér og hljómsveitin, þetta fór svona eftir því um hvað var beðið. Jafnframt þessu æfðum við tvisvar í viku í tríóinu, á þriðjudögum og fimmtu- dögum, og svo var hljómsveitaræf- ing á laugardögum. Og við tókum Bátsmannstríódiskinn upp hérna í skúrnum.“ Mannaskipti í sveitinni Svo gerist það að Ingimar veikist og treystir sér ekki lengur í þetta. Sæti hans tekur Þorsteinn Sveins- son, nú 46 ára, og jafnframt yngsti maðurinn í grúppunni. Og svo þegar Júlíus gítarleikari hættir gengur Ómar Hauksson, endurskoðandi og bassaleikari, til liðs við þá, en engan fundu þeir sem spilaði á gítar og var tilkippilegur. „Þegar hér er komið sögu fórum við að spila meira opinberlega, reglulega á Síldarævintýrinu, í Ólafsfirði, í Lónkoti í Skagafirði, Ljósheimum innan við Sauðárkrók, Hótel Örk í Hveragerði og víðar,“ segir Sveinn. „Um þetta leyti hugsa ég með mér að það væri gaman að Stuð að hætti Heldrimanna  Eina bílskúrsbandið sem er starfandi á Siglufirði  „Það er bara verst að við skyldum ekki byrja á þessu miklu fyrr,“ segir aðalsöngvarinn og forsprakkinn Sveinn Björnsson, sem er að verða 77 ára Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Við trommusettið Sveinn Björnsson, aðalsöngvari og prímus mótor Heldri- manna. Þeir félagarnir áforma að gefa út a.m.k. einn disk til viðbótar. VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Einn er vörubílstjóri, annar gamall togarajaxl og verkstjóri, sá þriðji fyrrverandi bóndi, sá fjórði endur- skoðandi og sá fimmti tónlistarkenn- ari og sjoppueigandi. Samanlagður aldur þeirra er 326 ár, meðalaldur 65,2 ár. Saman mynda þeir eina bíl- skúrsbandið á Siglufirði og eru ný- búnir að gefa út disk. Þetta eru Heldrimenn og þeir eru flottir. „Upphafið að þessu öllu var það, að ég var í Lionsklúbbnum hér í bænum og þar tróðum við upp, ég og annar félagi, Júlíus Hraunberg, til að skemmta, sungum raddað, og það tókst svo vel að menn voru að biðja okkur um að syngja helst á hverjum fundi eftir það; þetta var veturinn 2006-2007,“ segir forsprakkinn og aðaldriffjöðrin í hópnum, Sveinn Björnsson, að verða 77 ára, þegar blaðamaður spyr um tildrög að stofnun þessarar merkilegu og vin- sælu hljómsveitar. Harmonikkuleikari bætist við „Við förum svo að æfa okkur sam- an, bara til að hafa gaman af því, hann var undirleikarinn, spilaði á gítar. Litlu síðar bættist okkur liðs- auki í Vorboðakórinn, kór aldraðra, þegar Hjálmar Jónsson, fyrrverandi bóndi á Stóru-Brekku í Fljótum, gekk þar inn, og ég frétti að hann spilaði á harmonikku. Við Júlíus ákváðum að reyna að fá hann til liðs við okkur og það var auðsótt. Þannig varð Bátsmannstríóið til.“ Vorið 2009 gáfu þremenningarnir út geisladisk. Sá nefndist Hvað er Lífeyrissparnaður með trausta og góða ávöxtun Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.