Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ Bryndís Eiríks-dóttir fæddist í Egilsseli í Fellum 18. júlí 1922. Hún lést á Grund, dval- ar- og hjúkr- unarheimili, 30. mars 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Brynjólfs- dóttir, f. 1888, d. 1954, og Eiríkur Pétursson, f. 1883, d. 1953. Hún var ein átta systkina í Egilsseli. Þau eru Þorbjörg, f. 1916, d. 1997, Ragnheiður, f. 1918, d. 2002, Rósa, f. 1920, d. 2008, Pét- ur, f. 1924, d. 2001, Björgheiður, Eiríkur, f. 1946, kvæntur Ásdísi J. Karlsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn. 3) Sigríður, f. 1948, gift Guðmundi B. Kristmunds- syni. Þau eignuðust tvö börn. 4) Guðrún Elísabet, f. 1949, gift Benedikt S. Vilhjálmssyni. Þau eignuðust þrjú börn. 5) Jón, f. 1951, kvæntur Lilju Árnadóttur. Þau eignuðust tvö börn. 6) Gísli, f. 1954, d. 1978. 7) Oddur Guðni, f. 1955, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn. 8) Guttormur, f. 1959, kvæntur Signýju B. Guðmunds- dóttur. Þau eignuðust þrjár dætur. Langömmubörn eru 18. Bryndís og Bjarni hófu bú- skap á nýbýlinu Stöðulfelli árið 1945. Bryndís bjó þar allt þar til hún flutti að Ási í Hveragerði árið 2001. Útför Bryndísar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. f. 1928, Þórey, f. 1929, og Sölvi, f. 1932, d. 2006. Hinn 20. maí 1944 giftist Bryndís Bjarna Gíslasyni frá Sandlækjarkoti, f. 24. október 1911, d. 1. júní 1999. For- eldrar Bjarna voru Gísli Hannesson frá Skipum í Stokks- eyrarhreppi, f. 1875, d. 1913, og Margrét Jóns- dóttir frá Sandlækjarkoti, f. 1885, d. 1930. Börn Bryndísar og Bjarna eru: 1) Margrét, f. 1944, gift Viggó K. Þorsteins- syni. Þau eignuðust tvö börn. 2) Nú þegar komið er að leiðar- lokum og leiðir skilur, kveðju- stund upprunnin, er margs að minnast. Árið 1980 kynnti ungi bóndinn á Stöðulfelli unga konu til leiks við sig fyrir foreldrum sínum. Það var eins og við mann- inn mælt að frá þeirri stundu var Hrafnhildur orðin ein af heimilis- fólkinu. Pabbi og mamma sáu strax að okkur var borgið og að hægt var að treysta okkur, og tókum strax við öllu búinu. Við fluttum í nýbyggt húsið okkar sem stendur skammt frá húsi for- eldranna. Það kom fljótt í ljós að stutt var á milli húsa, styttra en metrarnir segja til um og átti eft- ir að styttast enn frekar eftir að börnin fæddust og komust á legg. Afi og amma áttu oft erindi í efri bæ, kannski bara til að líta á börnin eða til að spjalla og allir höfðu gagn og gaman af og aldrei bar skugga á nábýlið. Það voru ófáar stundirnar sem mamma kom til að passa litlu krílin í efri bæ, eða að við fengum að stinga þeim inn til afa og ömmu. Það voru miklar gleðistundir barnanna og afa og ömmu að fá að vera saman. Þegar litið er til baka erum við hjónin full þakk- lætis yfir að hafa fengið að búa með mömmu þennan tíma sem hún var á Stöðulfelli. Eftir að mamma flutti í Hvera- gerði var það okkur fjölskyldunni mikil ánægja að hún vildi vera all- ar hátíðir og hluta af sumri hjá okkur og geta sofið í sínu húsi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Guð varðveit minningu um góða mömmu og tengdamömmu. Oddur og Hrafnhildur, Stöðulfelli. Hníg þú nú, Guðs sól að helgum beði, harmdögg mun breytast í fegins tár. Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði upp rís við dýrðar morgunsár. Vers Steingríms Thorsteins- sonar er viðeigandi þegar Bryn- dís Eiríksdóttir er látin. Lífs- þráður hennar var sterkur sem samofinn kaðall. Þar komu saman dugnaður, þrautseigja, góð- mennska og ástúð. Afkomenda- hópurinn var Dísu á Stöðulfelli allt. Hún fylgdist vel með hvernig fólkinu hennar vegnaði. En þar kom að líkaminn var þrotinn að kröftum enda æviverkið dágott og vel heppnað. Hún var fædd á bænum Egils- seli í Fellum, sem stendur af- skekkt norðan Fljóts á Héraði. Svo sem algengt var á stríðsárun- um þegar við tóku nýir starfs- hættir hleypti unga heimasætan heimdraganum og réð sig í vist á Reyðarfjörð. Þaðan lá leiðin í húsmæðraskólann á Hverabökk- um. Það reyndist afdrifaríkt þeg- ar Dísa réðst sem kaupakona að Sandlæk. Á næsta bæ var ungur maður, Bjarni Gíslason í Sand- lækjarkoti, sem sá sér leik á borði þegar fönguleg kona úr fjarlægri sveit kom á næsta bæ. Þau stofn- uðu nýbýlið Stöðulfell þótt engin væru þar húskynnin. Þá nutu eðl- iskostir húsfreyju sín vel. Býlið var byggt frá grunni, tún rudd til ræktunar, börn alin og allt tókst fyrir þrotlausa eljusemi og bjart- sýni hjónanna. Börnin fæddust eitt af öðru, gestakomur voru tíð- ar, börn úr þéttbýli komu til sum- ardvalar. Hjónunum búnaðist vel enda lögð nótt við dag til að tryggja afurðir búsins þar sem húsfreyja gekk til búverkanna. Margþætt heimilisverk innan- bæjar kröfðust kunnáttu og út- sjónarsemi. Allur matur heima- gerður, brauð og bakkelsi bakað, síðsumars var farið til berja og sláturgerð var ígildi vertíðarlotu og hangikjötið reykt í hlöðnum kofa. Fatnaðurinn var heimaunn- inn. Það var ekki vandalaust að ná saman endum og hver stund nýtt. Það þurfti meira en átta stunda vinnudag til og heppileg- ast var að sauma fötin á barna- skarann þegar heimilisfólk var sofnað. Við hannyrðir stytti Dísa sér stundir fram undir það síð- asta. Hún saumaði út, prjónaði plögg og hafði yndi af því að gefa. Stöðulfell er vel í sveit sett og þar var gestagangur mikill enda ævinlega nægjanlegt húsrými þótt fermetrafjölda væri ekki fyr- ir að fara. Gestir austan af Héraði glöddu húsfreyju enda heimahag- arnir henni kærir. Hugurinn leit- aði oft austur og hitastigstölum á Egilsstöðum veitt athygli. Það var alltaf svo hlýtt fyrir austan. Fólk sem barðist til bjargálna upp úr seinna stríði þekkti hvorki sumarleyfi né frídaga. Lífið var því bæði vinna og gleði. Stærsta hamingjan var fólgin í því að koma börnum og afkomendum til manns. Veita fólkinu sínu frelsi og treysta því til þess að takast á við lífið. Þann 9. ágúst í sumar fór Dísa á Stöðulfelli í síðasta bíltúrinn upp í Þjórsárdal. Stöðvað var við Gaukshöfða og dásömuð fegurðin í klettabeltum sem við blöstu. Að- spurð hvað væri svo fallegt í landslaginu sagði hún að bergið minnti sig á umhverfið í Egilsseli. Löng ævi tengdamóður minn- ar er að kvöldi komin. Hæversk kvaddi hún og hélt þannig per- sónueinkennum til enda. Lilja Árnadóttir. Það eru hartnær fjórir áratug- ir síðan fundum okkar Bryndísar Eiríksdóttur, tengdamóður minnar, bar fyrst saman. Þeir eru því orðnir margir dagarnir og kvöldin sem við höfum spjallað um lífið og tilveruna, ýmist á Stöðulfelli eða heima hjá okkur hjónum. Hún fæddist í Fellum eystra og hafði þaðan með sér heiman- mund ljúfra minninga úr æsku og talaði oft um hve klettarnir í Eg- ilsseli voru fallegir og berin stór, hvernig heimilislífi var háttað og skólagöngu í farskóla. Þar mót- aðist afstaða hennar til manns og náttúru sem vel mátti greina í umræðu síðar meir. Í síðasta skipti sem við ræddum saman á Stöðulfelli sagðist hún vona að hún lifði það ekki að sjá Þjórsá raskað. Hún fluttist ung suður á land og austur í Gnúpverjahrepp þar sem hún hitti mannsefni sitt, Bjarna Gíslason. Þau hófu bú- skap að Stöðulfelli og byggðu þá jörð upp af dugnaði og atorku. Það var ekki létt verk og fyrsta árið bjuggu þau í bragga sem síð- ar varð útihús. Þangað fluttu þau með fyrsta barnið. Dísa sagði mér frá þessum árum og kvartaði ekki en henni þóttu þessi fyrstu bú- skaparár skemmtileg. Börnunum fjölgaði og þau urðu átta. Þó svo húsið á Stöðulfelli væri lítið virt- ist alltaf pláss fyrir gesti og börn sem dvöldu hjá Bjarna og Dísu að sumri, í skemmri eða lengri tíma. Þess nutu börn okkar hjóna og það verður seint fullþakkað. Dag- arnir voru langir og annir miklar en þegar allt var komið í ró mátti oft heyra hvin í saumavél þar sem til urðu föt, kjólar og buxur, stundum upp úr gömlu, stundum úr nýju. Þrátt fyrir langan vinnu- dag virtist Dísa geta sinnt hugð- arefnum að einhverju leyti. Út- saumur var henni hugleikinn og hún skilur eftir sig fjölda fagurra verka sem nú vekja minningar. Það var lærdómsríkt að bergja af reynslu hennar og gott veganesti fyrir þann sem var að stíga fyrstu skrefin í heimilishaldi. Vanda- málin urðu einhvern veginn minni og léttari þegar nútíminn var borinn saman við reynslu þeirra hjóna þegar þau hófu bú- skap. Nú hefur Dísa gengið langan veg á enda. Vegurinn var oft greiður en stundum grýttur sem tafði, stundum mjög á brattann að sækja. Það var mikið áfall þeg- ar þau hjón misstu son sinn, Gísla, kornungan mann, og mikið var á Dísu lagt þegar Bjarni veiktist og varð að fara í alvarlega hjartaaðgerð. En þó svo leiðin virtist stundum illfær og reyndi á hélt Dísa áfram. Það er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir slíkri seiglu. Nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka Dísu samfylgdina og margar góðar stundir sem nú eru orðnar að dýrmætum minning- um. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Björn Kristmundsson. Elsku amma mín. Það eru margar góðar minn- ingar sem ég á um þig. Þær brjót- ast fram hver á eftir annarri og hlýja mér um hjartarætur. Þegar ég loka augunum og hugsa til þín þá sé ég þig fyrir mér inni í eld- húsi í neðri bænum á Stöðulfelli. Þú ert að fletja út flatkökur, það eru ljúfir tónar í útvarpinu og það er opið út. Út um eldhúsgluggann sést upp í kletta og þar sést glitta í nokkrar rjúpur. Þér þótti vænt um rjúpurnar. Þú varst vön að leyfa okkur krökkunum að smakka flatkökurnar, oft með heimagerðri kindakæfu og mjólk- urglasi til að skola þeim niður. Þetta var betra en nokkurt sæl- gæti. Það var svo gott að sitja við hlið þér, halda í höndina á þér og strjúka á þér handarbakið. Þú varst með svo mjúkar hendur en samt svo ótrúlega handsterk. Þú hafðir alltaf orð á því ef hendurn- ar mínar voru kaldar, handarköld en hjartahlý sagði ég á móti og við brostum. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að hafa ykkur afa í næsta húsi á Stöðulfelli þannig að það leið varla sá dagur sem við hittumst ekki. Það var alltaf mik- ið sport að banka upp á með vin- konu í eftirdragi og athuga hvernig þú hefðir það. Þú bauðst okkur alltaf inn og náðir í töfra- dolluna sem alltaf var full af alls- kyns góðgæti. Gistinætur mínar voru margar hjá ykkur afa. Ég var svo mikil ömmu- og afastelpa að ég sótti í það að fá að gista hjá ykkur. Við sátum saman við kertaljós, afi raulaði vísur og ég fylgdist með þér prjóna eða sauma út. Þú sett- ir sængina mína á heitan ofn áður en ég kom og þá var svo gott að skríða undir hlýja sængina þegar kom að háttatíma. Alltaf þótti mér það jafn sniðugt þegar þú tókst út úr þér tennurnar og brostir þínu blíðasta til mín. Þú varst svo skemmtileg, elsku amma. Það var aldrei langt í húmorinn hjá þér, jafnvel undir það síðasta. Ég var svo ánægð 17. júní síð- astliðinn þegar ég var beðin um að vera fjallkona. Ég tók ekki annað í mál en að fara eftir sam- komuna með litlu fánastúlkunum á elliheimilið á Blesastöðum í skautbúningnum frá kvenfélag- inu og lesa fyrir þig. Stoltið sem skein úr augum þínum var ógleymanlegt. Það var toppurinn á þessum fallega degi. Elsku amma, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst allt- af svo góð, skilningsrík, þolinmóð og skemmtileg. Ég er svo þakklát fyrir það að þú hafir verið svona stór hluti af lífi mínu. Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði ekki alist upp með þig í næsta húsi. Takk fyrir allt. Ég skal muna og aldrei gleyma okkar stundir hér. Um þær hugsa og ávallt geyma innst í huga mér. (Höf. ókunnugur) Þín ömmustelpa og nafna, Bryndís Oddsdóttir. Í dag kveð ég ömmu Dísu og langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Öll mín upp- vaxtarár fékk ég notið þess að alast upp með ömmu Dísu og afa Bjarna á hlaðinu á Stöðulfelli. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem ég hef áttað mig á hversu mikil forréttindi það voru. Amma kallaði okkur Stöðul- fellskrakkana alltaf heimaln- ingana sína. Hún var alltaf boðin og búin að líta eftir mér og systk- inum mínum og kann ég henni miklar þakkir fyrir það. Það leið varla sá dagur sem ég kíkti ekki í neðri bæinn til ömmu og afa. Á laugardagsmorgnum bakaði amma iðulega flatkökur og hjálp- aði ég henni oft. Ég hélt að sjálf- sögðu að ég væri að gera mikið gagn en mitt hlutverk fólst að- allega í að fylgjast með og smakka glóðvolga köku með miklu smjöri og meta það hvort baksturinn hefði tekist í það skiptið. Gistinætur í neðri bæn- um voru margar og alltaf var jafngott að sofna út frá tikkinu í stóru klukkunni í herberginu. Svo gott þótti mér að gista hjá ömmu að í eitt sinni flúði ég í skjóli nætur frá barnfóstru í efri bænum og skreið upp í rúm og undir sæng í hlýjuna á milli ömmu og afa. Á seinni árum hafði amma mikið dálæti á hundinum okkar, henni Millu. Hún var eins og fjórði heimalningurinn í huga ömmu. Hundgreyið lét sig meira að segja hafa það að borða ávexti ef amma bauð henni upp á þá. Milla bauð ömmu góðan dag á hverjum degi með gelti fyrir utan eldhúsgluggann þegar hún vissi að amma var komin á fætur. Á milli þeirra tveggja ríkti gagn- kvæm virðing og væntumþykja. Minningarnar eru margar og góðar og gæti ég lengi haldið áfram að rifja þær upp. Betri ömmu hefði ekki verið hægt að hugsa sér enda sýndi hún mér mikla ást, hlýju og umhyggju og hafði alltaf nógan tíma þegar ég leitaði til hennar. Þegar ég kom í fyrsta skipti í Egilssel, þá á fimmta ári, sá ég sporin hennar ömmu í klettunum þar. Nú sé ég sporin hennar ömmu út um allt á Stöðulfelli. Sporin hennar og minningar veita mér huggun og hlýju þegar ég kveð hana nú í síð- asta sinn. Amma fór alltaf yfir bænirnar með mér þegar ég gisti í neðri bænum og finnst mér tilheyrandi að ljúka kveðjuorðum mínum á einni bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í þau 27 ár sem ég fékk að vera heimalningurinn þinn. Ég veit að afi Bjarni hefur tekið vel á móti þér elsku amma mín og leið- ir þig léttstígur og brosandi inn í draumalandið. Blessuð sé minn- ing þín. Þinn heimalningur, Kristrún Oddsdóttir. Nú hefur hún Dísa amma mín kvatt þennan heim og fengið hvíldina sína. Það eru margar góðar minningar sem ég á og hef verið að rifja upp. Það var oft sem ég var hjá Dísu ömmu og Bjarna afa á Stöðulfelli. Ófáar ferðirnar sem við fórum saman upp í bragga að gefa hænunum eða sát- um í eldhúsinu og fengum okkur nýbakaðar pönnsur eða kleinur. Það er sérstaklega ein minning sem er mér mjög kær. Fyrir nokkrum árum vorum við pabbi í heimsókn á Stöðulfelli. Pabbi fór upp í efri bæ í kvöldkaffi en við amma sátum eftir í neðri bæ. Þetta kvöld áttum við amma góða stund saman. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar og þeg- ar fór að nálgast miðnætti færð- um við okkur inn í eldhús og feng- um okkur mjólkurglas og kleinur og héldum spjallinu áfram. Þetta var ómetanleg stund sem ég hef oft rifjað upp í huganum. Síðustu vikurnar áður en við Hjalti lögð- um af stað í ferðalagið heimsótti ég Dísu ömmu nokkrum sinnum á Grund. Ég er þakklát fyrir þær stundir. Eitt skiptið spjölluðum við um gamla tíma og hún sagði mér sögur frá heimilislífinu á Stöðulfelli. Hún sagði mér frá því hvað hún átti oft rólegar stundir þegar allir voru sofnaðir og hún sat ein við saumavélina og saum- aði föt á krakkana. Það var nota- legt að sitja með ömmu og tala um þessa tíma. Ég er þakklát fyr- ir að hafa náð að kveðja þig þar sem ég er stödd í fjarlægu landi og get því ekki verið viðstödd jarðarförina. Ég hugsa fallega til þín, elsku Dísa amma, og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sendi hlýjar kveðjur til allra heima á Íslandi. Ég veit að Bjarni afi, Gísli og Berglind systir taka á móti þér á nýjum stað. Hvíl í friði, elsku amma. Þín nafna, Bryndís Eiríksdóttir. Bryndís Eiríksdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TRYGGVI KARL EIRÍKSSON viðskiptafræðingur, sem lést miðvikudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.00. Ágústa Tómasdóttir, Erla Berglind Tryggvadóttir, Þórður Ófeigsson, Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir, Ástþór Hugi Tryggvason, Jónína Margrét Þórðardóttir, Steinunn Ágústa Þórðardóttir, Þórdís Erla Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.