Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 „Þetta verða bara fjölskylda konunnar og mitt nánasta sem koma í mat, engin stórveisla,“ segir Bjargþór Ingi Aðalsteinsson á Akra- nesi sem er fertugur í dag. „Hugmyndin var að leigja sumarbústað og taka krakkana með en svo reyndist erfitt að fá bústað á þessum tíma. En þetta eru miklir afmælisdagar, konan mín er 37 ára á fimmtudeginum, bróðir minn 41 árs á föstudeginum. Og tvö af börn- unum okkar eru fædd 19. mars!“ Eiginkonan er Jóhanna Ólöf Reynisdóttir, þau hjónin eiga sam- anlagt sex börn á aldrinum tæpra tveggja til 13 ára. Bjargþór hefur unnið hjá Norðuráli á Grundartanga í fimm ár og er sáttur, stutt sé í vinnuna með rútu. Fyrirtækið borgar ferðir og allan mat á vinnu- staðnum. Og utandeildarlið í fótbolta er á staðnum. „Ég hef unnið víða við löndun, við rækjuvinnslu og var líka til sjós, vann í byggingariðnaði og á hjólbarðaverkstæði. Ég fæddist á Neskaupstað en ólst upp á Stöðvarfirði, á Siglufirði og Akureyri, bjó líka í Reykjavík en undanfarin sex ár á Akranesi. Við leigjum núna, það er dýrt en við vorum svo heppin að selja íbúðina okkar korteri fyrir hrun og skuldum ekki.“ Bjargþór lauk grunnskóla og fór að vinna en segist sjá eftir því núna að hafa ekki haldið áfram. Nú er búið að setja á fót stóriðju- skóla í álverinu og Bjargþór langar að nýta sér hann. kjon@mbl.is Bjargþór Ingi Aðalsteinsson er 40 ára í dag Feðgar Bjargþór Ingi með son sinn, Ingimund Frey, á brúðkaups- deginum fyrir tveimur árum. Hjónin eiga alls sex börn. Mikill afmælistími í fjölskyldunni H allur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Fossvogi og á Soga- vogi. Þá var hann í sveit í Hallkels- staðahlíð á Snæfellsnesi í fjórtán sumur, þar sem hann sótti kýrnar, skildi mjólk, strokkaði smjör og vitj- aði um silunganet með Einari Halls- syni, föðurbróður sínum. Próf í stjórnun og stefnumótun Hallur lauk stúdentsprófi frá MH 1983, lauk BA-prófi í sagnfræði við HÍ 1992, dúxaði í prófi í rekstr- arfræði frá Samvinnuskólanum á Bif- röst 1995, lauk þar prófi í rekstr- arfræði II 1998, lauk fyrri hluta M.Sc.-prófs í stjórnun og stefnumót- un við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1998 og síðari hluta M.Sc.-prófs frá Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn 1999. Hallur var háseti á strand- ferðaskipum Ríkisskipa sumrin 1978- 80, þjálfaði yngri flokka og meist- araflokk kvenna í handbolta hjá Vík- ingi 1978-84, starfaði hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur 1979-86, var framkvæmdastjóri SUF 1985, starfsmaður félagsmiðstöðvar Tóna- bæjar 1987-89 og þjálfaði yngri flokka HK í handbolta 1989-90. Fjölmiðlar og ráðgjöf Hallur var með unglingasíðu á Morgunblaðinu 1983-84, var blaða- maður við Tímann 1986-90, frétta- maður og dagskrárgerðarmaður við Bylgjuna 1990, dagskrárgerð- armaður á Rás 1 1990-91, var næt- urvörður við Alþingi sumarið 1991 og kenndi á Vopnafirði í grunnskóla og við öldungadeild 1991. Hallur sinnti sérverkefni á vegum Hallur Magnússon 50 ára á páskadag Ferming Fjölskylda Halls, í sínu fínasta pússi, í Kirkju óháða safnaðarins við fermingu Styrmis. Í aftari röð eru Ingi- björg Ósk, kona Halls, þá Hallur og Álfrún Elsa, en í fremri röð eru Magnús, Styrmir og Gréta. Hálfleikur hjá Halli Réttir Hallur, tíu ára, ásamt frænku sinni í Hallkelsstaðarhlíð í réttum. Einar Haraldsson, Urriðafossi, Flóa- hreppi, er fimm- tugur í dag, 7. apr- íl. Eiginkona hans er Lilja Böðv- arsdóttir og munu þau taka á móti gestum í félagsheimilinu Þjórsárveri í kvöld frá kl. 20.30. Allir ættingjar og vinir velkomnir. 50 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Elísa Ósk fæddist 7. september kl. 2.18. Hún vó 4.070 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru María Ósk Albertsdóttir og Hermund- ur Sigurðsson. Nýir borgarar Kópavogur Arnar Máni fæddist 29. júlí kl. 10.25. Hann vó 4.345 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Steinunn Dúa Jónsdóttir og Vignir Guðjónsson. Sigríður Vil- hjálmsdóttir frá Vestmannaeyjum er áttatíu og fimm ára í dag, 7. apríl. Árnað heilla 85 ára th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.