Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 50

Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er eitt og annað sem þú ert að velta fyrir þér þessa dagana en þér finnst þú ekki fá neinn botn í þau mál, ennþá. 20. apríl - 20. maí  Naut Sambönd reynast flókin og reyna virkilega á. Láttu áhyggjuhugsanir lönd og leið og leitaðu þér athvarfs um sinn í innsta kjarna þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er kominn tími til athafna í stað orða. Reyndu að takmarka orðaflaum- inn og gefa öðrum færi á að segja sína sögu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð einhverjar meiriháttar frétt- ir sem lyfta þér upp í hæðir. Trú þín á hið góða veitir þér hugrekki til þess að mæta því sem koma skal. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú fer að sjá fyrir endann á því álagi sem þú hefur búið við og þá máttu búast við umbun erfiðis þíns. Ekki gera út af við samstarfsfólkið, dragðu andann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur einbeitt þér um of að and- legri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Farið sérstaklega varlega í viðskiptum sem tengjast sjúkrahúsum og skemmtana- iðnaðinum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu það ekki nærri þér þótt þú neyð- ist til þess að verja deginum með erfiðri manneskju. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort væntingar þínar séu raunsæjar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til að gera umbætur í vinnunni. Láttu bara sem þú sjáir ekki vandamálin og þá færðu örugglega þinn frið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Staldraðu við og skoðaðu tengsl þín við vini og vandamenn. Fólk er óvenju vinsamlegt og samvinnuþýtt og getur því hugsanlega fundið lausnir sem verða öllum til góðs. 22. des. - 19. janúar Steingeit Litlu, gætilegu skrefin sem þú tekur til þess að bæta starfsaðstöðuna leiða til stórfelldra breytinga. Ekki láta aðra letja þig í nýrri tekjuöflun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Forðastu peningaviðskipti við vini eða félaga í dag. Leitaðu leiða til að létta á skuldabyrði þinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Leyfðu þér að njóta alls hins góða í lífinu og láttu aðra finna hversu vel þér líður í návist þeirra. G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i G æ sa m a m m a o g G rí m u r F er d in a n d ELLA, ÉG ER MEÐ KVEF ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR HVORT ÞÚ VILDIR GEFA MÉR SÚPU ELLA, SKEIÐAR ERU EKKI ÆTLAÐAR TIL ÞESS ÁI! 4 DAGAR Í AFMÆLI BEET- HOVENS BAKAÐU KÖKU FAGNAÐU MEÐ VINUM ÞÍNUM SKEMMTU ÞÉR, ÞETTA VERÐUR LANGUR VETUR VIÐ ERUM STRANDAÐIR Á EYJU LANGT FRÁ LANDI OG ÞAÐ ER ENGINN AÐ FARA AÐ BJARGA OKKUR ÞANNIG AÐ VIÐ NEYÐUMST TIL AÐ NOTA GREIND OKKAR TIL AÐ BJARGA OKKUR HVAÐ LEGGURÐU TIL AÐ VIÐ GERUM? VIÐ ÞURFUM AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ SYNDA Í ÁTT AÐ LANDI ÞEIR SEGJA, SENDU EITT SKÝ FYRIR ENSKU, TVÖ FYRIR APACHE OG ÞRJÚ FYRIR NAVAJO... Víkverji er kominn með nýja bókGunnlaugs Jónssonar í hend- urnar en hún heitir Ábyrgðarkver. Þar er bent á ábyrgðarleysið sem var fólgið í því að vera með ríkis- ábyrgðir á bönkunum. Hann telur aðalástæður hrunsins ábyrgðarleysi innistæðueigenda og lánardrottna bankanna, því þar sem ríkið ábyrgð- ist bankana var lánveitendum sama þótt bankarnir tækju of mikil lán miðað við eigið fé, fjárfestu í áhættu- sömum eignum og lánuðu eigendum sínum fé. x x x Í bókinni er líka bent á að stundumfæst betri ávöxtun með meiri áhættu. Þegar ríkisábyrgð er á bönkum munu þeir bankar sem taka mesta áhættu því stundum geta boð- ið hærri vexti en aðrir, án þess að viðskiptavinurinn telji sig taka meiri áhættu. Þannig soga áhættusamir bankar til sín fjármagn og hinir tapa í samkeppninni. Það verður jafnvel lífsnauðsynlegt fyrir banka að fara geyst. x x x Höfundur bókarinnar ræðir einnigum hugtak sem nefnist upp á ensku moral hazard en hefur verið þýtt á íslensku bæði sem freistni- vandi og siðferðisháski. Hann nefnir sem einfalt dæmi um siðferðisháska þegar maður hefur greiðslukort ein- hvers annars í veskinu og getur not- að það til að kaupa vörur á kostnað hans. Þannig er orðinn til siðferð- isháski þegar manneskju er falin forsjá fjár en hefur á sama tíma per- sónulegan hag af því að taka gáleys- islega áhættu með það. Þetta kann- ast Víkverji við frá bönkunum íslensku sem voru einkavæddir en voru samt áfram í ríkisábyrgð. x x x Höfundur bendir einnig á hættunaá því þegar einhver annar þyk- ist sjá um að gæta hagsmuna fólks- ins. Fólk verði iðulega ábyrgð- arlaust og sljótt þegar svo er. Höfundurinn er því ekkert sér- staklega hrifinn af fjármálaeftirliti ríkisins sem hann bendir á að geti sljóvgað fólk og gert það ábyrgð- arlaust í því eftirliti sem það eigi að sinna. vikverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Orðið „Apríl-hlaup“ vakti at-hygli mína, þegar ég var að blaða í Stephani G. Steph- anssyni sunnudaginn 1. apríl. Þetta var yfirskrift vísu sem hann hafði skrifað æskuvini sín- um Sigurði Jónssyni frá Víði- mýri þennan sama dag árið 1925 og lét fylgja: „Gott var að heyra þig glaðari í bragði, þann gadd af þér keyra sem veturinn lagði! Og hefur vorið þó víst „hlaupið apríl“ með heimskasta móti, því hvergi bólar á því enn!“ Fyrir kom að fennti í spor forðum, og til baga – sólina og sumrin vor sáum ei alla daga. Stephan kvartar yfir heils- unni, karlarnir voru komnir á áttræðisaldur, hann hafði ásett sér að vera latur og fara vel með sig um tíma, – hvað sem tautaði: Á því hangir hugur vor hrumur að ganga drengja-spor, og að langa út í for ef að fangið býður Vor. Ég rifjaði upp í gær, að Þórð- ur á Strjúgi hefði verið mesta rímnaskáld 16. aldar. Kunnust er Fjósaríma sem varðveittist á vörum alþýðu: „Maður kemur að bæ að heimta skuld og hittir skulduþrjót sinn í húsi; verður þeim brátt sundurorða, og lenti í handalögmáli, en konur komu að og skildu þá. Rekur skáldið síð- an kappa úr fornsögum, þá er hann veit mesta, en enga finnur hann jafningja þessara tveggja, því að aldrei hafa þeir átt vopna- viðskipti í fjósum,“ segir Páll Eggert. Þetta er upphafserindið: Hlýt ég enn, ef hlýtt er sögn, hljóða mýkja strenginn, gleðja fólk en gleyma þögn, glepji fyrir mér enginn. Páll Eggert segir að hvert mannsbarn á Íslandi kunni enn (árið 1926) þessar vísur úr Fjósarímum og má vera að svo sé enn. Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina; aldrei hann fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Þórður hreða þegna vo, þessi bjó að Ósi; breytti aldrei bóndi svo að berði menn í fjósi. Rollant hjó með Dýrumdal, drjúgum vakti hildi; bardaginn í baulusal byrja aldrei vildi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vorið hljóp apríl Vísnahorn 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.