SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 40
40 15. apríl 2012 Lífsstíll Mér finnst alveg ógurlegagaman að horfa á skemmti-lega sjónvarpskokka. Ekkihef ég tölu á sjónvarps- stöðvunum heima fyrir en oftast enda ég á því sama. Food Network er minn áfangastaður. Alltaf spennandi og lang- oftast ljúffengur. Nema verið sé að elda eitthvað með geitaosti eða skordýrum. Þá segi ég stopp og breyti uppskriftinni eftir mínu höfði. Það getur verið erfitt að horfa á Food Network á meðan maturinn mallar í ofninum og garnirnar gaula. En ég læt mig samt hafa það og fæ oft ýmiss konar góðar hugmyndir frá snjöllum kokkum sem elda mat frá öllum heims- hornum. Einn af mínum uppáhalds er Guy Fieri. Maðurinn með aflitaða brodd- galtarhárið. Hann hefur nú öllu betri smekk á mat en hárgreiðslum og þvælist um öll Bandaríkin og heimsækir hinn hefðbundna bandaríska „diner“ eða matstofu líkt og ágætt er að segja á ís- lensku. Manni verður nú stundum dálítið illt í kransæðunum við að horfa á helling af djúpsteiktum mat hrúgað saman og borið fram með vænni slettu af sósu og frönskum. En margt er líka girnilegt. Eins og heimatilbúið roastbeef sem sett er á stórt, ristað samlokubrauð með sósu og grænmeti. En Guy ferðast ekki bara um og treður sig í mat heldur er hann sjálfur dágóður kokkur og hefur gefið út mat- reiðslubækur. Mataráhuginn kviknaði þegar hann var 10 ára. Þá byrjaði hann að selja salthringi (pretzel) í litlum bíl með föður sínum. Eftir að hafa staðið við uppvask og safnað pening í sex ár átti Guy loks nóg til að halda í matreiðsl- unám til Frakklands. Kannski hann ætti næst að reyna að opna þar ekta bandaríska matstofu? Eða ekki. Fólk vill sjálfsagt ekkert með djúp- steiktar froskalappir með jalapeno og sterkri chilísósu hafa að gera. Samt aldrei að vita, þar sem stundum virðist meira vera betra í matarheiminum. Guy Fieri þykir vinalegur fír og heilsar hann hér kumpánlega upp á aðdáanda sinn á matar- og vínhátíð í Flórída fyrr á árinu. AP Djúpsteiktur hrollur Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Að horfa á sjón- varpskokka sýna listir sínar er góð skemmtun. Oftast elda þeir eitthvað gómsætt þannig að maður fær vatn í munninn. ’ Manni verður nú stundum dálítið illt í kransæðunum við að horfa á helling af djúpsteikt- um mat hrúgað saman. Sólarhylling Hafðu fætur saman og handleggi niður með hlið- um. Andaðu að þér, teygðu handleggi upp fyrir höfuð og myndaðu boga. Andaðu frá þér, beygðu þig fram og snertu gólfið, reyndu að hafa fótleggi beina. Andaðu að þér, horfðu fram og hafðu lófana flata á gólfinu. Taktu stórt skref aftur á bak með hægri fæti og láttu fremri fótinn mynda rétt horn. Reyndu nú að rétta úr aftari fæti. Andaðu frá þér, færðu vinstri fót aftur og hafðu samhliða þeim hægri. Lyftu mjöðmunum og færðu þungann aftur í hæla („hundastaða“). Andaðu að þér, færðu þig niður á gólf. Komdu nú í „cobra-stöðu“, þú myndar boga með líkamanum með því að teygja vel á fótleggjum, lyfta bringu og öxlum upp og aftur á bak og vera með olnboga bogna. Nú gerirðu hreyfingarnar aftur á bak. Andar frá þér, lyftir aftur í „hundastöðuna“. Andar að þér, stígur fram með hægri fæti, myndar rétt horn með þeim fremri og hefur þann aftari bein- an, lófa flata á gólfi. Andar frá þér, stígur fram með vinstri fæti og færir höfuðið að hnjám og snertir gólfið með fingrunum. Andar að þér, stendur á fætur með handleggi fyrir ofan höfuð. Andar frá þér, færir hendur saman í bænastellingu og heldur þeim að bringu. 1001 leið til að slaka á Susannah Marriott, Salka Morgunblaðið/Árni Sæberg Njóttu sólarinnar og andaðu henni að þér Litagleði verður meira ríkjandi þegar líða tekur á vor. Þá kastar maður loksins af sér svörtum ham vetr- arins og klæðist ein- hverju dálítið léttara. Tískuvikan í Islama- bad hófst í vikunni og ekki annað hægt að segja en litagleðin hafi verið við völd. Þema vikunnar er að styrkja við bakið á ungum hönnuðum, hvetja þá til áfram- haldandi starfa og um leið að halda í hefð- bundnar aðferðir og útlit. Hér fara saman ým- iss konar mynstur og litir að því er virðist á tilviljanakenndan hátt en þó þannig að allt smellpassi saman. Litaglöð tíska

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.