Morgunblaðið - 12.05.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 12.05.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 • Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á góða þjónustu www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 59 66 6 05 /1 2 Sumarsala OR Við tókum til á lagernum og bjóðum til sölu lagnaefni fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn, götulýsingu og fleira á sumarkjörum til 25. maí. Skoðaðu sölutorgið okkar á www.or.is/lagnaefni og sendu inn fyrirspurn eða tilboð þar sem fram kemur nafn tilboðsgjafa, netfang, símanúmer og tilboðsfjárhæð í einstaka liði. Tilboð berist á netfangið utbod@or.is fyrir kl.15.00 föstudaginn 23. maí 2012. Frekari upplýsingar fást hjá Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516 6339 og 516 6347 á virkum dögum milli kl. 13.00 og16.00. Orkuveita Reykjavíkur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Athygli vakti við afgreiðslubreytingar á Stjórnarráðinu í gær hve Hreyfingin stimplaði sig rækilega inn í stjórnarliðið. Ríkisstjórnin missti frá sér þing- menn úr stjórnarflokkunum og þá stóð ekki á þingmönnum Hreyfingarinnar að standa vakt- ina við öndunarvélina og halda áfram hjartahnoðinu.    Jóhanna og Steingrímur getaþví haldið áfram óþurft- arverkum sínum í boði þing- mannanna þriggja sem að- spurðir láta sem þeir hafi ekkert með líf ríkisstjórnarinnar að gera.    Með aðstoðinni tókst Jóhönnuog Steingrími að stíga enn eitt skrefið í aðlögun Íslands að Evrópusambandinu og fylgja kröfum þess um skipan ráðu- neyta og ríkisstofnana hér á landi.    Og þingmennirnir þrír láta sighafa það þó að aðstoðin að þessu sinni kosti ríkissjóð nokk- ur hundruð milljónir króna sem þar með verða ekki nýttar í þá málaflokka sem þessir þingmenn hafa sagst hafa mestan áhuga á.    Á næstunni mun ef til villkoma í ljós hvaða endur- gjald kemur í staðinn fyrir hjartahnoðið.    Nema þremenningarnir látiorðið nægja að áframhald- andi hnoð fresti hinu óhjá- kvæmilega; alþingiskosningum. Hjartahnoð STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 10 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 8 skýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 7 heiðskírt Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 16 skúrir Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 17 skúrir Brussel 13 skýjað Dublin 11 léttskýjað Glasgow 10 skýjað London 16 heiðskírt París 17 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 22 skýjað Vín 26 heiðskírt Moskva 21 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 23 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 15 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 21 heiðskírt Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:21 22:29 ÍSAFJÖRÐUR 4:03 22:56 SIGLUFJÖRÐUR 3:45 22:40 DJÚPIVOGUR 3:45 22:04 Rangt nafn birtist í frétt um fjalla- skíðamenn á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær. Rétt er að konan, sem á mynd sést renna sér niður Hestinn í Skíðadal, heitir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Rangt nafn Johan Rönning, Bernhard og Sæ- mark eru fyrirtæki ársins 2012. Þau voru valin í kjölfar árlegrar, nafn- lausrar könnunar VR sem lögð var fyrir ríflega 20.000 starfsmenn ís- lenskra fyrirtækja. Í hópi stærri fyrirtækja (yfir 50 starfsmenn) hlaut raftækjaverslunin Johan Rönning hf. hæstu einkunn. Í hópi meðalstórra fyrirtækja (20-49 starfsmenn) var sigurvegarinn bíla- umboðið Bernhard ehf. en fisk- útflutningsfyrirtækið Sæmark í hópi minni fyrirtækja (færri en 20 starfs- menn). Sæmark hlaut hæstu ein- kunn sem gefin hefur verið í könn- uninni frá upphafi eða 4,97 en hæsta mögulega einkunn er 5. Könnunin var gerð í febrúar og mars og sá Capacent um fram- kvæmd og úrvinnslu. Svarhlutfall var 47% . Valin fyrirtæki ársins í árlegri könnun VR Ljósmynd/hag Gleði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, afhendir Hugrúnu Harðardóttur, sölustjóra Sæmarks, verðlaunagripinn. Fíkniefni fundust við húsleitir í þremur íbúðum í fjölbýlishúsi í Reykjavík í fyrradag. Í einni þeirra var að finna um 70 grömm af am- fetamíni, sem voru falin í frysti. Rúmlega fertugur karl var handtek- inn í þágu rannsóknarinnar en hann tengist Hells Angels, segir í frétt frá lögreglunni. Í annarri íbúð fundust bæði am- fetamín og marijúna hjá barnshaf- andi konu á þrítugsaldri og viður- kenndi hún neyslu á því síðarnefnda. Lögreglan rakst svo á fullkominn ræktunarbúnað í þriðju íbúðinni. Við frekari leit var einnig að finna mari- júana í sömu íbúð. Utan við húsið hafði lögreglan afskipti af karli á þrí- tugsaldri, sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglu í fíkniefnamálum og einnig vegna tengsla við skipu- lagða brotastarfsemi erlendra glæpamanna sem hingað hafa kom- ið. Við leit á manninum og í bíl hans var lagt hald á meira af amfetamíni og marijúana, segir í frétt frá lög- reglu. Fíkniefni í frystinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.