Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 10
Kvennakór Hafnarfjarðar syngur inn sumarið í dag með tónleikum sem bera yfirskriftina Allir vindar blunda. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, allt frá klassískum perlum tónlistar- sögunnar til íslenskrar dægur- tónlistar. Ferðast verður á vængjum ástarinnar frá Bandaríkjunum til meginlands Evrópu, staldrað við í Frakklandi og hlustað á franska kvik- myndatónlist og að lokum verður takturinn sleginn að hætti Gyðinga og Afríkubúa. Tónleikarnir verða haldnir í Hásölum við Strandgötu laugardaginn 12. maí kl. 16:00. Miða- verð er 2.000 krónur og fer miðasala fram hjá kórkonum og við inngang- inn. Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar Allir vindar blunda Tónleikar Kórinn heldur með gesti í ferðalag á vængjum ástarinnar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Barnahátíð er nú í fullumgangi í Reykjanesbæ.Upphaf hennar má rekjatil Listahátíðar sem haldin hefur verið fyrir leik- skólabörn í Duushúsum und- anfarin 6 ár en hún markar jafn- framt upphaf Barnahátíðar. Hátíðin var sett sl. fimmtudag og þá var elstu árgöngum leikskól- anna 10 í Reykjanesbæ boðið í Du- ushús, sem höfðu tekið á sig æv- intýralegan blæ enda þema Listahátíðar „Sögur og ævintýri“. Þau byrjuðu á því að horfa á leik- túlkun á ævintýrinu um Búkollu frá einum leikskólanna og sungu svo saman lög sem þau hafa verið að æfa. Þá var ævintýraveröldin í listasalnum afhjúpuð og það voru mörg „vá!“ sem heyrðust um sal- inn. Þar eru saman komnar túlk- anir á ævintýrum sem allir þekkja, Gilitrutt, Geitunum þremur, Tuma þumli, Grísunum þremur, Skilaboðaskjóðunni, Dimmalimm, Pétri og úlfinum, Mjallhvíti og dvergunum 7, Jóa og baunagrasinu, en einnig minna þekktum eins og Aski og prinsessunni, Undradrekanum Aski, Tröllabarninu Dynk og Æv- intýri grjónagrautar, Ninja vél- mennis og krókódíls sem getur hoppað í vatni. Grunnskólabörn taka einnig þátt í listahátíð með „Listaverkum í leiðinni“ en úrval úr verkum þeirra eru til sýnis á fjölförnum stöðum víðsvegar um bæinn. Listahátíð stendur til 24. maí nk. Landnámsdýragarðurinn opnaður fyrir sumarið Hápunktur Barnahátíðar er hins vegar í dag og á morgun. Auk listahátíðar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá víða um bæ- inn, svo allir geti fundið eitthvað Einu sinni var … Börn í Reykjanesbæ verða áberandi í menningarlífinu um helgina. Á fimmtudag hófst Barnahátíð sem stendur fram á sunnudag og auk þess að geta valið úr fjölda dagskrárliða eiga þau listaverk út um allan bæ. Útfærsla á Rauðhettu Það eru ekki bara klassísk ævintýri til sýnis á Listahátíð. Höf- undar þessa ævintýris eru 3 leikskólastúlkur. Kýrin úr Gilitrutt Það er margt sem er ævintýralegt eins og litli álfurinn í eyranum á kúnni úr ævintýrinu um Gilitrutt. Stundum grípur mann nostalgía þannig að maður verður skyndilega að heyra ákveðið lag eða jafnvel borða eitthvað sem minnir mann á gamla og góða tíma. Til eru ýmsar vefsíður þessu tengdu á verald- arvefnum. Ein þeirra er things90skidsrealize.com og er kjör- in fyrir þá sem voru á unglingsaldri eða örlítið yngri á níunda áratugnum. Sælgætið, bíómyndirnar og almenn dægurmenning er rifuð upp á léttan og skemmtilegan hátt á þessari síðu. Vefsíðan www.things90s- kidsrealize.com/ Strákaband Þessir voru vinsælir. Aftur í tímann Sönghópur Átthagafélags Vest- mannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur vortónleika í dag, laug- ardag 12. maí, í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg í Reykjavík. Að þessu sinni leikur fimm manna hljómsveit með hópnum, Árni Áskels- son á slagverk, Ársæll Másson á gít- ar, Gísli Helgason á blokkflautur, munnhörpur og fleira, Þórólfur Guðnason á bassa og Hafsteinn Guð- finnsson á gítar. Á efnisskránni eru Eyjalög og textar, verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður lögum Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og lagasmiðs í til- efni þess að hann varð nýlega 60 ára en Gísli er meðlimur í hópnum. Á seinni hluti tónleikanna verða flutt lög og textar úr Eyjum eftir ýmsa höf- unda þar á meðal Oddgeir Krist- jánsson. Stjórnandi kórsins er Hafsteinn G. Guðfinnsson. Hefjast tónleikarnir klukkan 15 og er miðasala við inn- ganginn en aðgangseyrir er 2000 kr. Allir eru hjartanlega velkomnir með- an húsrúm leyfir. Vortónleikar ÁtVR í kirkju Óháða safnaðarins Eyjalög Gísla Helgasonar og fleiri á dagskránni ÁtVR Sönghópurinn hefur verið starfandi í sjö ár og eru félagar um fjörutíu talsins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.