Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Vorið er komið við Breiðafjörð, þótt kaldir vindar blási enn. Með vorkomunni lifnar yfir bæjar- bragnum. Eyjabændur fara að leita eggja og sinna öðrum hlunnindum sem eyjarnar bjóða upp á. Ferða- menn eru farnir að heimsækja bæ- inn og reikna ferðaþjónustuaðilar með góðu ferðasumri. Í Stykkishólmi er margt í boði fyrir ferðamenn. Nýjung í ferða- þjónustu eru daglegar ferðir um Breiðafjörð á hraðskreiðum opnum bátum.    Það virðist vera góð fjárfesting að eiga íbúðarhús í Stykkishólmi Frá efnahagshruni hefur fasteigna- verð lækkað í flestum sveitar- félögum á Íslandi. Það sama á ekki við um Stykkishólm. Á síðustu þremur árum hefur fasteignamat húsa hækkað um 49% og í kjölfarið fasteignaskattar um 41%. Fast- eignamat tekur mið af kaupsamn- ingum sem sýnir að fasteignir hafa haldið verðgildi sínu og gott betur.    Það eru margir sem hafa áhuga á því að drýgja tekjurnar með því að stunda strandveiðar. 26 bátar stunda þessa dagana strandveiðar frá Hólminum. Í maí hafa þeir verið að veiðum í sex daga og eitthvað er eftir í potti mánaðarins. Það eru að- eins eigendur bátanna sem mega stunda strandveiðar og ef einka- hlutafélag er eigandi bátsins dugar að eiga aðeins 1% hlut í félaginu. Það reynist ekki erfitt að uppfylla þá kröfu.    Stykkishólmur er sú höfn þar sem hvað flestir bátar eru skráðir með heimahöfn. Hér eru skráð 96 skip og bátar og aðeins Reykjavík og Hafnarfjörður hafa fleiri skip skráð.    Grásleppuveiðar hefjast á inn- anverðum Breiðafirði 20. maí. Í fyrra stunduðu á milli 30 og 40 bátar þær veiðar og var mestum grá- sleppuafla landað í Hólminum í fyrra. Reiknað er með að svipaður fjöldi báta stundi grásleppuveiðar á komandi vertíð    Fyrirtækið Ágússton ehf. kaupir grásleppu víða að af landinu og er hún flutt hingað og gert að henni. Hrognin eru söltuð, en grásleppan heilfryst og seld til Kína. Alls er búið að frysta 300 tonn af grásleppu og þessi nýja afurð er góð búbót í rekstri fyrirtækisins.    Starfsemi Dvalarheimilis aldr- aðra verður flutt í húsnæði St. Fransiskusspítalans ef hugmyndir Stykkishólmsbæjar og velferðar- ráðuneytisins verða að veruleika. Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu þessa efnis og verið er að vinna að teikningu og tillögugerð að end- urbótum á sjúkrahúsinu til að geta tekið við nýju hlutverki. Unnið verð- ur eftir Eden-hugmyndafræði þar sem markmiðið er að bæta þjónustu þeirra sem velja að búa á dvalar- heimili og styrkja þjónustu við eldri borgara í Hólminum. Málið mun skýrast mjög fljótlega. Morgunblaðið /Gunnlaugur Auðunn Árnason Miðbærinn Gamli vatnsbrunnurinn. Þangað var vatnið sótt fyrir daga vatnsveitunnar. Vor er um Breiðafjörðinn þótt kaldir vindar blási Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar óski á næsta fundi borgarráðs eftir heimild til að hefja verkhönnun og undirbúning út- boðs tveggja göngu- og hjólabrúa við Elliðaárósa og tilheyrandi stíga. Stefnt er að útboði verksins í haust og að brýrnar verði teknar í notkun næsta vor. Brýrnar munu setja svip á um- hverfið og verða nýtt kennileiti í borginni. Verðlaunatillaga arkitekt- anna Hans-Olavs Andersens og Sigríðar Magnúsdóttur á Teikni- stofunni Tröð gerir ráð fyrir að brýrnar verði bornar uppi af bitum sem mynda pýramída. Áningarstaður á Geirsnefi Brýrnar tengja Geirsnef við land, sitthvorumegin. Einnig þarf að leggja göngu- og hjólastíg yfir Geirsnef og áningarstað. Brúargerðin er sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og ber hvor aðili helming kostnaðar sem er áætlaður 160 milljónir kr. Fáist heimild borgarráðs verður samið við höfunda verðlaunatillög- unnar um hönnun mannvirkisins og byrjað að undirbúa útboð. Ámundi Brynjólfsson, skrif- stofustjóri mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar, segir áætlað að bjóða verk- ið út í september. Segir hann ekki hægt að standa í miklum fram- kvæmdum við Elliðaár á göngutíma lax og laxveiðitímabilinu. Því verði að vinna þetta verk að hausti og vetri. Brýrnar á að opna vorið 2013. Gatnamót löguð Göngubrýrnar eru liður í gerð og endurbótum á hjólastígum á milli Grafarvogs og miðbæjar Reykjavík- ur. Verið er að undirbúa endurbætur á hjólastígnum frá Hlemmi og að væntanlegum brúm á Elliðaárósum. Þegar er opin hjólaleið meginhluta þessarar leiðar en Ámundi segir að breikka þurfi stíginn og tvöfalda sums staðar og laga krappar beygjur. Þá verða gerðar verulegar breyting- ar á gatnamótum við Álfheima og Skeiðarvog til að auka öryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda. Ámundi segir að væntanlega verði göngu- og hjólabrautin hækkuð upp og dregið úr hraða. Leggja þarf nýjan stíg síð- asta kaflann að brúnum. Stígurinn sem endurbættur verður í sumar er um 4,5 km að lengd. Áætl- að er að kostnaður við framkvæmd- ina verði rúmar 300 milljónir kr. Á fjárhagsáætlun er um 500 millj- óna fjárveiting til göngu- og hjóla- stíga og er hjólastígurinn frá Hlemmi stærsta einstaka framkvæmdin. Stefnt að útboði hjólabrúa í haust  Hjólastígurinn frá Hlemmi lagaður í sumar  Brýrnar opnaðar næsta vor Tölvuteikning/Teiknistofan Tröð Elliðaárósar Göngu- og hjólreiðabrýrnar verða nýtt kennileiti í borginni. Hjólastígar » Göngu- og hjólreiðastígar með bundnu slitlagi eru 800 kílómetrar í Reykjavík. » Samþykkt var hjólreiðaáætl- un fyrir tveimur árum. Þá voru sérstakir hjólastígar 10 km og átti að fimmfalda þá á fimm ár- um. Það hefur ekki gengið eft- ir. » Reykjavíkurborg, Mosfells- bær og Vegagerðin eru að und- irbúa tengingu við Úlfarsárdal og Mosfellsbæ. Að því verki loknu verður verður komin samfelld greið og örugg hjóla- leið úr Mosfellsbæ og niður í miðbæ Reykjavíkur.Morgunblaðið/Ómar Hjólatúr Áð í Laugardalnum. Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.