Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 20

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ríkisstjórnin fundaði á Austfjörðum í vikunni þar sem kynnt voru nokkur verkefni sem átti að vinna að með heimamönnum á næstu misserum, auk þess sem tilkynnt var bygging 40 rýma hjúkrunarheimilis á Héraði. Samanlagður var verðmiði á þessum verkefnum sagður á annan milljarð króna en í raun er samanlagður kostnaður áætlaður fyrir ríkið um 1.140 milljónir króna, þar af fara um 1.100 milljónir í hjúkrunarheimilið. Mun fleiri verkefni voru kynnt til sögunar eftir fund sem ríkisstjórnin átti í Reykjanesbæ í nóvember árið 2010, þann fyrsta sem ríkisstjórn hafði haldið á Suðurnesjum. Enginn verðmiði var þó lagður á þau verk- efni, enda voru þau nokkur almenns eðlis og sneru mörg hver að sameig- inlegum átaksverkefnum með Suð- urnesjamönnum. Eins og kemur fram á meðfylgjandi töflu hafa nokk- ur þessara mála verið afgreidd eða eru í góðum farvegi, á meðan lítið hefur gerst í öðrum, eins og varðandi hugmyndir um flutning höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Fyrir ríkisstjórnarfundinn í Reykjanesbæ 9. nóvember 2010 var fundað með bæjar- og sveitar- stjórnum allra sveitarfélaga á Suður- nesjum. Þar var farið yfir stöðu mála á svæðinu, ekki síst atvinnumálin, og lausnir ræddar til að draga úr því mikla atvinnuleysi sem hafði verið á svæðinu frá því að herinn fór burt ár- ið 2006. Þá misstu um 1.100 manns vinnuna nær fyrirvaralaust. Eftir fund ríkisstjórnarinnar var send út tilkynning þar sem m.a. stóð að samþykkt hefðu verið ýmis mál sem gætu haft góð áhrif á stöðu mála á Suðurnesjum. En staðan hefur ekki mikið batnað og í raun versnað ef miðað er við töl- ur um aukið atvinnuleysi og aukna fátækt á Suðurnesjum, líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Um 1.300 manns eru á atvinnuleysisskrá og hundruð fjölskyldna hafa leitað til Fjölskylduhjálpar eftir aðstoð. Þegar Suðurnesjamenn hittu for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar á þess- um fundi voru kynnt nokkur verkefni sem heimamenn höfðu verið að vinna að. Ráðherrar lögðu við hlustir en að fundi loknum var kynntur listi af verkefnum sem heimamenn segja að hafi verið samtíningur nokkurra smærri verkefna og hugmynda úr nokkrum ráðuneytum. Ekkert var minnst á þau verkefni sem heima- menn höfðu sjálfir verið að vinna í og barist fyrir. Vildu sýna samstarfsvilja Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir langmestu þörf- ina vera á arðbærum störfum á svæðinu. Þau hafi ekki verið í þeim tilboðum sem ríkisstjórnin bauð upp á. „Við ákváðum að þiggja brauðmol- ana sem okkur voru réttir. Við töld- um þá vísi að góðum vilja og vildum sýna fullan samstarfsvilja. Við von- uðumst eftir góðu samstarfi um al- vörumálin sem ekki hafði gengið að fá í gegn,“ segir Árni. Hann segir mörg smærri mál af verkefnalista ríkisstjórnarinnar hafa verið afgreidd. Þau hafi einkum snú- ið að störfum til að styðja við athug- un á menntamálum, fjölskyldum í fjárhagsvanda og vöktun á fé- lagslegum vanda. Vel hafi gengið að styrkja starfsemi skólafélagsins Keilis á Ásbrú, gamla athafnasvæði Varnarliðsins, og Fisktækniskóli Ís- lands fengið eitt stöðugildi. Fyrir þetta ber að þakka, segir Árni, en það eru sem fyrr segir stóru verk- efnin sem ekki hafa gengið eftir og mætt andstöðu hjá stjórnvöldum. Að mati Árna hefðu þessi verkefni getað gjörbreytt stöðunni í atvinnu- málum á Suðurnesjum. Nefnir hann nokkur dæmi. Í fyrsta lagi sé það flugþjónustu- verkefnið, ECA, sem átti að skapa 130 tæknimönnum vinnu við viðhald flugvéla sem notaðar yrðu á varnar- æfingum NATO-ríkja. Fyrri ráð- herra samgöngumála í ríkistjórn, Kristján L. Möller, hafi samþykkt að þetta verkefni fengi aðstöðu á Suð- urnesjum en arftaki hans, Ögmundur Jónasson, fundið þessu allt til foráttu og hafnað erindinu. Í öðru lagi nefnir Árni áform um að nýta lausar skurðstofur á Suð- urnesjum, bæði á HSS og í gamla hersjúkrahúsinu á varnarsvæðinu, til að framkvæma fitusogs- og lið- skiptaaðgerðir á sjúklingum erlendis frá. Þessu hafi ríkisstjórnin hafnað og ekkert orðið af verkefninu. Í þriðja lagi segir Árni andstöðu margra ráðherra í ríkisstjórn og þingmanna hennar við álver í Helgu- vík vera öllum kunna. „Virkjanaleyfi, sem voru forsenda fyrir því að unnt væri að semja um orku, voru tafin verulega. Þá var efast um hæfi erlends aðila til að eiga í HS Orku og nú síðast breytir rík- isstjórnin áliti samráðshóps um rammaáætlun til að draga úr virkj- anamöguleikum, eins og fyrir álver í Helguvík,“ segir Árni. Hann nefnir fleiri verkefni á Suð- urnesjum sem stjórnvöld hafi ekki stutt við. Reykjaneshöfn hafi und- anfarin átta ár barist fyrir því að fá stuðning við framkvæmdir í Helgu- víkurhöfn, stuðning sem allar stór- skipahafnir hafi áður fengið. „For- ystumenn síðustu ríkisstjórnar gáfu munnleg loforð um að fylgja þessu máli eftir en ekkert varð úr skrif- legum setningum inni í samgöngu- áætlun. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið í mál að þetta fari á sam- gönguáætlun,“ segir Árni og telur andstöðuna við álver í Helguvík birt- ast þarna þó að ítrekað hafi verið bent á að álverið sé aðeins hluti af nýtingu hafnarinnar. Árni fagnar því að tekist hafi að samþykkja frumvarp á Alþingi til að bæta samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi. Það hafi þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Vel megi spyrja af hverju stórfyrirtæki eins og IBM, sem sóttist eftir uppbyggingu gagna- Brauðmolar til Suðurnesja og fjöldi án vinnu  Fundur ríkisstjórnar á Suðurnesjum  Nokkur smærri verkefni náð í gegn  Brýn þörf talin á stærri verkefnum Suðurnes Nokkrir ráðherrar ásamt sveitarstjórnarmönnum á fundinum í Víkingaheimum í Reykjanesbæ 2010. Verkefnalisti á Suðurnesjum Mál sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í Reykjanesbæ í nóvember 2010 Samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Frumvarp til að bæta samkeppnisstöðu gagnavera. Verklegum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli flýtt og markaðsátak á fasteignum á gamla varnarsvæðinu. Hersetusafn á Suðurnesjum. Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum. Klasasamstarf fyrirtækja á sviði líforku. Hámarkstímabil atvinnuleysisbóta lengt í fjögur ár. Formlegt samstarf sveitarfélaga í velferðarmálum. Útibú Umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum. Nýtt og fjölbreyttara námsframboð. Fisktækniskóla Íslands tryggt eitt stöðugildi. ECA-flugverkefni, viðhald á flugvélum sem notaðar eru á varnaræfingum NATO. Skurðstofur fyrir aðgerðir á sjúklingum erlendis frá. Álver í Helguvík. Hafnarframkvæmdir í Helguvík. Verkefni Afdrif Verkefni Mál sem Suðurnesjamenn hafa barist fyrir Afdrif Skilaði af sér í maí 2011, þá var skrifað undir samning um stofnun atvinnuþróunarfélags. Hagkvæmnimat til staðar en ekkert gerst. Hefur orðið að lögum. Var áður í gangi og er enn. Engar aukafjárveitingar en fjármunir teknir af eigum Varnarliðsins, eða 200milljónir. Unnið að undirbúningi þess og breytingu á húsnæði. Hefur skilað tillögum en lítið orðið af framkvæmdum aðmati heimamanna. Um 1.300 manns án vinnu á Suðurnesjum. Er í vinnslu hjá heimamönnum. Varð að veruleika en um 40manns á Suður- nesjum urðu út undan sem höfðu verið á bótum í þrjú ár. Samþykki ríkisins liggur ekki enn fyrir. Verkefnisstjóri ráðinn sem unnið hefur að þessu. Var opnað og starfar enn í dag. Verkefnisstjórar ráðnir sem vinna að þessu. Gekk eftir. Hafnað af stjórnvöldum. Hafnað af stjórnvöldum. Tafir vegna andstöðu stjórnvalda. Ríkið hefur neitað fjárframlögum. Skýringar: Afgreitt Óklárað en í vinnslu Ekkert gerst Kastað til bata Umsóknarfrestur til 21. maí Kastað til bata er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna, og styrktaraðila. • Konum sem lokið hafa meðferð við brjósta krabbameini er boðið til veiðiferðar. • Farið verður í tveggja daga ferð 13.- 14. júní í Sogið og Úlffljótsvatn. Gist verður að Hótel Hengli. • Einstakt tækifæri til að æfa fluguveiði undir handleiðslu æfðra fluguveiðikennara. • Efla þrótt í fallegri náttúru, njóta kyrrðar, útiveru og hvíldar. • Síðast en ekki síst að kynnast konum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu. Fjórtán konur fá tækifæri á að fara í þessa ferð sér að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið eru á www.krabb.is, hjá asdisk@krabb.is eða í síma 540 1900. „Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda. Skipulagið var frábært, maturinn hollur og góður og leiðsögumennirnar voru stórkostlegir og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Frábær hreyfing fyrir „brjóstakonur“ og dásamleg samvera í fallegu umhverfi“. Þátttakandi i Kastað til bata

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.