Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 37

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 ✝ HalldóraBjarnadóttir fæddist á Bíldudal 16. júní 1935. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 27. apríl 2012. Foreldrar Hall- dóru voru Bjarni Pétursson, sjómað- ur á Bíldudal, f. 27. janúar 1909, d. 17. febrúar 1943, og Hólmfríður Jóns- dóttir, húsfreyja á Bíldudal og síð- ar á Sveinseyri í Tálknafirði, f. 3. febrúar 1911, d. 19. janúar 2010. Systkini Halldóru eru Pétur Bjarnason í Reykjavík, kona hans er Greta Jónsdóttir og Guðríður Birna Jónsdóttir, Sveinseyri, Tálknafirði, maður hennar er Hannes Bjarnason. Hinn 20. desember 1958 giftist Halldóra Magnúsi Guðmundssyni, bónda á Kvígindisfelli í Tálkna- firði, f. 23. maí 1931. Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Krist- ján Guðmundsson, bóndi á Kvíg- indisfelli, f. 6. maí 1890, d. 6. febr- úar 1969, og kona hans Þórhalla ellefu ára aldurs en fluttist þá að Sveinseyri í Tálknafirði þegar Hólmfríður móðir hennar giftist seinni manni sínum, Jóni Guð- mundssyni, bónda á Sveinseyri í Tálknafirði, f. 14. apríl 1905, d. 13. júlí 1994. Halldóra var við nám í Gagnfræðaskólanum á Laugarvatni og í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann í Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar þar til hún fluttist með Magnúsi manni sínum að Kvígindisfelli árið 1959 þar sem þau tóku við búskap af foreldrum hans. Halldóra var húsfreyja á Kvígindisfelli til dauðadags en vann í nokkur ár í fiskvinnu eftir að þau hjónin hættu sauð- fjárbúskap 1991. Halldóra starf- aði með Kvenfélaginu Hörpu í Tálknafirði frá upphafi félagsins og til dauðadags. Hún sat í sveit- arstjórn Tálknafjarðarhrepps eitt kjörtímabil og í stjórn Félags eldri borgara í Barðastrand- arsýslu. Jarðarför Halldóru verður gerð frá Tálknafjarðarkirkju í dag, 12. maí 2012, og hefst at- höfnin kl. 14. Oddsdóttir, f. 12. júlí 1899, d. 3. ágúst 1997. Börn Halldóru og Magnúsar eru 1) Lilja, f. 14. ágúst 1960, 2) Hugrún, f. 21. desember 1961, maki hennar er Sal- var Baldursson, f. 5. september 1960. Börn þeirra eru: a) Snorri, f. 1981, maki: Dagný Sverrisdóttir, f. 1983, börn þeirra eru Amalía Rún, Salvar Óli og Eva Kristín. b) Magnús, f. 1982, maki: Nína Dís Ólafsdóttir, f. 1985, barn þeirra er Haukur Leó. c) Bjarni, d) Sig- ríður. 3) Bjarni, f. 8. mars 1964, maki hans er Sigrún Ólafsdóttir, f. 20. desember 1965, börn þeirra eru: a) Andri Már, f. 1986, b) Sandra Lind, f. 1993. Dóttir Sig- rúnar er Birna Rán, f. 1982. 4) Að- alsteinn, f. 5 apríl 1966, maki hans er Jóna Valdís Guðjónsdóttir, f. 1. febrúar 1973, börn þeirra eru: a) Guðrún Ósk, f. 2001, b) Halldóra, f. 2003, c) Margrét Lilja, f. 2004 og d) Ólöf Harpa, f. 2006. Halldóra ólst upp á Bíldudal til Þegar ég var 11 ára að aldri var ég send í sveit að Felli í Tálkna- firði til að gæta barna ungu hjónanna þar, þeirra Dóru og Magga. Ég sigldi full tilhlökkunar með Esjunni frá Reykjavík til Tálknafjarðar og vissi ekki hvað beið mín handan við Breiðafjörð- inn hjá ókunnugu fólki. Eftir sex- tán tíma ferðlag lagðist Esjan loks að bryggju í Tálknafirði og þar beið Magnús bóndi á Willysjeppa til að taka á móti nýju barnfóstr- unni úr Reykjavík. Síðan hófst síðasti spotti ferðalagsins, ferðin út að Felli eftir holóttum malar- vegi. Þegar við renndum í hlaðið á Felli tók Dóra á móti okkur með opinn faðminn og bros á vör, bros sem alltaf yljaði og aldrei hvarf. Hádegismaturinn stóð tilbúinn á borðum, soðin ýsa með ekta vest- firskum hnoðmör. Þannig hófst mín fyrsta sum- ardvöl hjá Dóru og Magga á Felli sem varð upphafið að langri og traustri vináttu. Ekki aðeins var mér sýnd umhyggja og virðing, heldur stóðu hús þeirra hjóna framvegis opin mér og vinum mín- um, en ég átti eftir að lokka marga þeirra með mér vestur til að sýna þeim mína æskudýrð. Dóra var einstaklega lagin við börn og bar virðingu fyrir þeim, þörfum þeirra og tilfinningum. Hún leiðbeindi þeim af þolinmæði og sýndi þeim skilning og hlýju. Og alls þessa naut ég borgarbarnið. Ég var aðeins tvö sumur í sveit á Felli en bast Dóru og fjölskyldu hennar sterkum böndum og heim- sótti hana með mislöngum hléum, jafnt sumur sem vetur. Það var alltaf eins og að koma heim þegar komið var á Fell, nú síðast í fyrra- sumar þegar ég dvaldi hjá Dóru og Magga í heila þrjá daga ásamt vinkonu minni. Og enn stóðu hús þeirra hjóna opin, svo vinkona mín átti ekki orð yfir gestrisnina og móttökurnar. Það var hlegið og gantast og rifjaðar upp gamlar minningar og sögur úr sveitinni, talað um þjóðmál, náttúruna, veð- urfarið og skógræktina á gömlu túnunum. Dóra fylgdist vel með öllu sem gerðist í náttúrunni í kringum hana og þekkti vel landið og jörðina sem hún gekk á. Fátt lék jafnvel í höndum Dóru og matargerð enda svignuðu búr- hillurnar á Felli undan kræsing- um hvenær sem mann bar að garði. Í fyrrasumar var boðið upp á heimalagaðar kjötbollur og steiktan steinbít sem velt var upp úr rúgmjöli og þegar gamla barn- fóstran talaði með vatn í munn- inum um uppáhaldseftirréttinn var hann umsvifalaust sóttur inn í búr; niðursoðnar rabarbararætur með þeyttum rjóma. Eftir löng kynni er margs að minnast og margt að þakka, eink- um vináttu og tryggð. Þótt stund- um liðu mörg ár milli heimsókna minna á Fell var þó alltaf einn fastur punktur í sambandi okkar Dóru og það voru jólakortin frá Felli sem mér þótti alltaf jafn gaman að fá. Í þeim sagði hún mér fréttir af þeim hjónum, búskapn- um, veðurfari í firðinum, börnum og barnabörnum. Megi hún ást- kær hvíla í friði. Ég sendi elsku- legum eiginmanni hennar Magn- úsi og börnum þeirra Dóru, þeim Lilju, Hugrúnu, Bjarna og Aðal- steini sem og systkinum hennar þeim Pétri og Birnu hugheilar samúðarkveðjur. Megi minningin um Dóru lifa í hjörtum okkar. Meira: mbl.is/minningar Hlín Agnarsdóttir. Það er erfitt að hugsa til þess að hún Dóra á Felli sé ekki lengur meðal okkar. Hreint ótrúlegt að þessi flotta, góða, glaðlynda og fríska kona sé dáin eftir skyndileg og stutt veikindi. Okkur langar til að minnast hennar á þessum tíma- mótum og gera fátæklega tilraun til að þakka fyrir samfylgdina. Hjónin Maggi og Dóra á Kvígind- isfelli eru gott dæmi um ósérhlífið fólk sem hefur alltaf verið til stað- ar fyrir sína nánustu, einnig fyrir þá sem hafa þurft á hjálp að halda og fyrir samfélagið í heild sinni á Tálknafirði. Það voru margir sem dvöldu hjá þeim á Felli í lengri eða styttri tíma og fengu að njóta sveitalífsins. Íbúðarhúsið á Felli er ekki stórt á nútíma mæli- kvarða, en Dóra gat alltaf fundið svefnstað fyrir næturgesti sem voru ófáir í gegnum tíðina. Ef ekki var pláss í rúmi var útbúið fleti á gólfinu, jafnvel undir eldhúsborð- inu ef þörf var á. Eiginmaður minn eignaðist sem ungur dreng- ur tímabundið heimili á Felli. Hann hefur oft haft á orði hve lán- samur hann hafi verið að njóta umhyggju Dóru. Hann man ekki eftir að hún hafi skipt skapi eða hreytt ónotum í aðra. Dóra var með eindæmum gestrisin og tók hverjum gesti eins og höfðingja. Hún dekraði við þá og úr búrinu, sem virtist risastórt, streymdu kræsingarnar. Það voru ótal stundir sem við sátum á gamla eldhúsbekknum og skiptumst á fréttum og gæddum okkur á góð- gæti. Fyrir unga höfuðborgarmey sem var að aðlagast lífinu í litlu þorpi vestur á fjörðum var það ómetanlegt að hafa hjónin á Felli í nágrenninu og hrein unun að kynnast nýtni og hugmyndaflugi Dóru sem húsmóður. Hún nýtti mestallt það hráefni sem hægt var að nýta af jörðinni, tók slátur og súrsaði, tíndi ber og sultaði og sauð rabarbara, tíndi kúmen og notaði í brauð. Það sem stendur efst að öðru ólöstuðu voru ótrú- legu góðu niðursoðnu rabarbar- aræturnar sem hún bar fram með rjóma eða heimatilbúnum ís. Mað- urinn minn hefur á hverjum þorra minnst á súrmatinn hennar Dóru, að hann hafi verið það besta sem hann hafi smakkað um ævina. Sem lýsandi dæmi um það hug- myndaflug sem Dóra hafði til að gera heimili þeirra Magga vistlegt án þess að eyða miklum fjármun- um er að einu sinni var hún komin með nýjan, mjög flottan lampas- kerm á ljósið í stofunni. Við nánari athugun kom í ljós að skermurinn var gerður úr rauðum plastbala með álímdu kögri sem virkaði al- gerlega. Nú er dillandi hlátur Dóru þagnaður og við sem eftir stöndum berum söknuð og þakk- læti í hjarta. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Dóru að, þakklát fyrir þær stundir sem hún gætti drengjanna okkar, þakklát fyrir gestrisnina og síðast en ekki síst fyrir að kynnast því hve mikla virðingu þau Maggi og Dóra sýndu hvort öðru, afkom- endum sínum og samborgurum. Minningin um Dóru mun lifa í okkur. Við vottum Magga, börn- um þeirra og barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Helga Jónasdóttir og fjölskylda. Halldóra Bjarnadóttir ✝ Inga Svan-fríður Andr- ésdóttir Courtenay fæddist í Reykjavík 29. janúar 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu The Manor House, North Walsham, Norfolk, Englandi 20. apríl sl. Foreldrar Ingu Svanfríðar voru Andrés Pétur Böðvarsson, f. 4. september 1896, d. 29. janúar 1931, og Salvör Ingimund- ardóttir, f. 7. nóvember 1888, d. 24. september 1980. Systur henn- ar voru tvær, þær Guðmunda listmálari og Guð- ríður (Bíbí), sem báðar eru látnar. Eiginmaður Ingu var Horace Albert Courtenay, kaup- sýslumaður á Eng- landi, og eignuðust þau þrjá syni, Ken- neth, Christopher og John Leif. Barna- börnin eru sjö. Útför Ingu Svan- fríðar fer fram í Sacret Heart Catholic Church, North Wals- ham, í dag, 12. maí 2012. Hún verður jarðsett við hlið manns síns í St. Nicolas Church, Dilham, Norfolk. Fallin er nú frá vinkona mín Inga Andrésdóttir Courtenay, en hún lést hinn 20. apríl í Englandi eftir langvarandi veikindi, 91 árs gömul. Snemma árs 1966, þá 18 ára, réð ég mig í vist til Englands sem barnfóstra hjá Courtenay-fjöl- skyldunni. Það var kvíðablandin eftirvænting að fara til dvalar hjá bláókunnugu fólki í útlöndum en til stóð að þar yrði ég í eitt ár. Ár- in á Englandi urðu sjö, þökk sé húsmóðurinni Ingu, sem tók mér strax opnum örmum, leiðbeindi mér og hvatti óspart. Þessi tími sem ég átti þar var mjög lær- dómsríkur og hafði mótandi áhrif á framtíð mína. Inga var stórglæsileg og gáfuð kona. Hún bjó manni sínum og sonunum þremur fallegt heimili í fimm hundruð ára gömlu húsi sem búið var húsmunum í göml- um stíl. Þar var stór og glæsileg- ur garður og í bakhúsi bjuggu garðyrkjumaður og kona hans, en hún var líka húshjálp á heimilinu. Mikið líf var á heimili Ingu, alltaf opið gestum og gangandi og komu þar margir Íslendingar í heimsókn. Inga var líka mjög góður kokkur og hélt rómaðar veislur og þar lærði ég mikið af henni. Inga og maður hennar voru virk í breska íhaldsflokknum og minnisstæð er mér veisla sem hún hélt í garði sínum til fjáröflunar fyrir flokkinn í þeirra umdæmi. Sem barnfóstra yngsta sonar- ins, Leifs, átti ég þess kost að ferðast með fjölskyldunni til fjar- lægra landa svo sem til ríkja í Karíbahafinu, t.d. Trínidad og Tó- bagó o.fl. Þessi ferðalög voru mér, ungri stúlkunni frá litla Íslandi, afar framandi, ævintýrarík og skemmtileg. Inga var félagslynd og vinsæl kona og mjög virk í alls konar hjálparstarfi. Hún tók m.a. þátt í að bjarga börnum og unglingum frá stríðshrjáðum löndum, veita þeim húsaskjól og búa þau undir lífið. Ingu var líka umhugað um aðbúnað aldraðra í Englandi og minnist ég hennar þar sem hún keyrði heitar máltíðir út til þeirra sem áttu ekki heimangengt. Við Inga og fjölskylda hennar tengdumst sterkum vináttubönd- um, sem halda enn. Eftir að ég kom heim var samband mitt við móður Ingu, Salvöru, og systur hennar, Guðmundu Andrésdóttur listmálara, alla tíð náið og bar Inga mikla umhyggju fyrir þeim. Miklir kærleikar mynduðust með okkur Leifi, yngsta syni Ingu, og höldum við og bræður hans góðu sambandi enn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið boð í brúðkaup barnabarns Ingu í fyrrasumar og hafði þá tækifæri til að heimsækja hana á hjúkrunarheimilið. Ég var viss um að hún fann fyrir nærveru minni, sérstaklega þegar ég sönglaði fyrir hana gamalt ís- lenskt þjóðlag. Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég kveð Ingu og sendi sonum hennar og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Unnur Einarsdóttir. Inga Svanfríður Andrésdóttir Courtenay Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Mikið úrval Allir legsteinar á kr. 75.000,- Miðhra n 22 b, 210 G ð bæ, í i 571 4 0 granit granit.is ✝ Bróðir minn, mágur og frændi, GUÐJÓN ARNÓR ÁRNASON, Vöðlum, Önundarfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Holtskirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Brynjólfur Árnason, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Árni Brynjólfsson, Erna Rún Thorlacius, Rakel Brynjólfsdóttir, Jón Sigurðsson og börn þeirra. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT GUÐBJARTSDÓTTIR frá Hvallátrum, áður Þjórsárgötu 11, Reykjavík, sem lést laugardaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. maí kl. 11.00. Erla Bjarnadóttir, Ásgeir Sigurðsson, Reynir Bjarnason, Guðbjartur Bjarnason, Sharon Fudge, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSBJÖRN ÖSTERBY, andaðist í Gautaborg miðvikudaginn 2. maí. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 18. maí kl. 15.00. Sonja Maglia, Arnar Österby Christensen, Ágúst Österby Christensen, Ólöf Österby Christensen, Eyþór Österby Christensen, Björgvin Helgi Fj. Ásbjörnsson og fjölskyldur. ✝ Hjartkær systir mín og frænka, GUÐRÚN J. HALLDÓRSDÓTTIR fyrrv. forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 2. maí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 16. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Hannes Halldórsson, Þorbjörg Hannesdóttir, Elísabet Halldórsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, áður til heimilis Dalatanga 6, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 8. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Vigfússon, Edda Melax, Günter Schmid, Stefán Már Jónsson, Hrefna Lind Borgþórsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Bæring Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.