Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 45

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 45
ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 heimsmeistari úr ræktun þeirra hjóna, undir stjórn Heklu Katarínu Kristinsdóttur. Eftirminnileg handboltakempa Ólafur keppti í handbolta með meistaraflokki FH 1969-74 og varð þá sex sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari, lék átta ung- lingalandsleiki og 70 A-landsleiki, lék með þýska liðinu Doncdorf og síðan með Fric á árunum 1974-76, og með Víkingi í tvö ár og varð þá tvívegis Ís- landsmeistari og einu sinni bik- armeistari. Þá lagði hann skóna á hill- una, 28 ára. Ólafur hefur setið í fjallskilanefnd, í kjörstjórn, sat í stjórn Hrossarækt- arsambands Suðurlands, í stjórn Fé- lags hrossabænda, var formaður hestamannafélagsins Voga og starfar í Frímúrarareglunni. Hann hefur áhuga á uppeldi, hestaferðum í óbyggðir, kórum og klassískri tónlist Fjölskylda Ólafur kvæntist 24.6. 1972 Drífu Kristjánsdóttur, f. 31.10. 1950, odd- vita Bláskógabyggðar og kennara. Hún er dóttir Kristjáns Sigurðssonar, f. 11.9. 1926, fyrrv. forstöðumanns Upptökuheimilisins í Kópavogi, og Rósu Björnsdóttur, f. 21.6. 1922, d. 14.8. 1999, húsmóður. Börn Ólafs og Drífu eru Fannar, f. 20.11. 1979, forstjóri Íshesta en kona hans er Margrét Unnur Sigtryggs- dóttir, ljósmóðir og nuddari og eru börn þeirra Stormur og Frigg; Björt, f. 2.3. 1983, mannauðsfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent en maður henn- ar er Birgir Viðarsson, verkfræðingur hjá Sjóvá og er sonur þeirra Garpur; Eldur, f. 24.6. 1985, jarðfræðingur með eigin orkufyrirtæki, Orka/ Energy, en kona hans er Guðrún Helga Kristjánsdóttir fatahönn- unarnemi og er dóttir þeirra Ísey. Alsystkini Ólafs eru Steinunn María, f. 11.7. 1949, hjúkrunarfræð- ingur í Kópavogi, og Gunnar Ein- arsson, f. 25.5. 1955, bæjarstjóri í Garðabæ. Hálfsystur Ólafs, samfeðra, eru Guðný Fríða, f. 12.6. 1941, lengst af húsfreyja í Eyjum; Áslaug Anna, f. 3.12. 1947, lengi húsfreyja á Akranesi. Foreldrar Ólafs: Einar Ólafsson, f. 13.3. 1921, d. 2.12. 1984, vélstjóri og forstöðumaður Íþróttahúss Hafn- arfjarðar, og Sigrún Steinsdóttir, f. 12.10. 1920, húsfreyja. Ólafur og Drífa verða með opið hús í Aratungu í kvöld, laugard. 12.5., frá kl. 17.-20. Vandamenn, vinir og sveit- ungar eru hjartanlega velkomnir. Úr frændgarði Ólafs Einarssonar Hermann b. á Unaðsstað í Skagaf. Þórdís Steinsdóttir frá Ólafsvík Jón Jónsson b. í Hlíð á Langanesi Salome Jónsdóttir húsfr. í Hlíð Snjólaug Jónsdóttir húsfreyja Einar Halldórsson sjóm. í Sandpr. í Eyjum Margrét Bárðardóttir húsfr. í Sandprýði Ólafur Einarsson Einar Ólafsson vélstj. í Hafnarf Sigrún Rósa Steinsdóttir húsfr. í Rvík María Jónsdóttir húsfr. í Hafnarf. Steinn G. Hermannsson frá Kolbeinsstöðum í Skagaf Ólafur Einarsson skipstj. í Eyjum Guðmundur Michelsen verkam. á Fáskrúðsf Stefán Runólfsson útgerðarm Petra Guðmundsd. húsfr. í Eyjum Heimsmeistarar Gautrekur og knapinn Hekla Katarína Kristinsdóttir. 12. maí 101 ára Sveinbjörg Hermannsdóttir 95 ára Birna Ólafsdóttir 80 ára Gunnar Skarphéðinsson Ólafur Heiðar Ólafsson Sunna Guðmundsdóttir 70 ára Ásdís Valdimarsdóttir Gróa K Bjarnadóttir Sverrir Þórólfsson 60 ára Björg Þ. Thorlacius Guðjón Magnús Bjarnason Ragnhildur Þorbjörnsdóttir 50 ára Einar Arnaldur Melax Guðmundur Hansson Hrafnhildur Hauksdóttir Reynir Bjarnar Eiríksson 40 ára Brynhildur Jónsdóttir Freyja Ásgeirsdóttir Hallgrímur S. Sveinsson Jón Friðgeir Þórisson Jón Yngvi Jóhannsson Særún M. Samúelsdóttir Þórhildur Dröfn Ingvadóttir Þór Melsteð Steindórsson 30 ára Ásdís Björk Jónsdóttir Björk Konráðsdóttir Egill Atlason Hannes Kristinn Eiríksson Hjalti Jóhannsson Marlín Aldís Stefánsdóttir Telma E. D. Magnúsdóttir 13. maí 95 ára Arnbjörg Davíðsdóttir 80 ára Ásdís Sigríður Pétursdóttir Sigurdís Skúladóttir Þórdís S. Friðriksdóttir 70 ára Birna G Óskarsdóttir Erla Flosadóttir Guttormur Jónsson 60 ára Björn Marteinsson Finnur Sturluson Hallgrímur Guðjónsson Ólafur Einarsson Þorgerður Árnadóttir 50 ára Auður Hafdís Björnsdóttir Ásgeir Elfar Tómasson Helga Ásta Símonardóttir Sigurþór Sigurþórsson Steinunn G Thorarensen Valgeir Valgeirsson Þóra Björk Sigurþórsdóttir 40 ára Guðlaugur Stefán Egilsson Hulda E. Skarphéðinsdóttir Kristinn Jón Gíslason Kristín Halla Hannesdóttir Sigurður Arnar Jónsson Svandís Þórhallsdóttir Tómas Hermannsson Unnur Eva Jónsdóttir 30 ára Adam Kári Helgason Anna Freyja Vilhjálmsdóttir Dagný Helga Eckard Guðrún Meyvantsdóttir Hanna Kristín Hannesdóttir Magnús B. Andrésson Matthildur Hólm Páll Tómasson Til hamingju með daginn 30 ára Einar ólst upp í Kópvogi, lauk sveinsprófi í dúklagningu og vegg- fóðrun, síðan vélgæslu- prófi og er nú sjómaður. Kona Birta Antonsdóttir, f. 1981, leikskólakennari. Börn þeirra: Ragnheiður Emma, f. 2008, og Þor- varður Daníel, f. 2010. Foreldrar Þorvarður Ein- arsson, f. 1957, dúklagn- ingarm. og Guðbjörg H. Ólafsdóttir, f. 1961, leik- skólakennari. Einar Þorvarðarson 30 ára Maríanna ólst upp í Garðabæ, lauk prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar nú hjá Arionbanka. Eiginmaður Hjörleifur Sumarliðason, f. 1981, húsamálari. Börn þeirra Ragnheiður Elín, f. 2009, og Finnbogi, f. 2011. Foreldrar Elsa Jónsdóttir, f. 1952, landfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ, og Finn- bogi Aðalsteinsson, f. 1952, matreiðslumaður. Maríanna Finnbogadóttir Ásgeir Ásgeirsson var fæddur íKóranesi á Mýrum 13. maí1894. Foreldrar hans voru Ás- geir, kaupmaður í Kóranesi, síðar bókhaldari í Reykjavík Eyþórsson, kaupmanns í Reykjavík Felixsonar og k.h. Jensínu Bjargar Matthíasdóttur, trésmiðs í Reykjavík Markússonar, bróður Sigríðar, ömmu Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara. Matt- hías var sonur Markúsar, pr. á Álfta- mýri Þórðarsonar, ættföður Vigur- ættar Ólafssonar, ættföður Eyrarætt- ar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Bróðir Ásgeirs var Ragnar, bú- fræðingur og rith., faðir Úlfs læknis. Eiginkona Ásgeirs var Dóra, systir Tryggva forsætisráðherra, en þau voru börn Þórhalls Bjarnarsonar biskups og Valgerðar Jónsdóttur. Börn Ásgeirs og Dóru voru Þórhall- ur ráðuneytisstjóri, Björg, móðir Tryggva Pálssonar, og Vala, eigin- kona Gunnars Thoroddsen og móðir Ásgeirs hrl. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá MR 1912, lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1915 og var við framhaldsnám við háskól- ann í Kaupmannahöfn og Uppsölum. Ásgeir var biskupsritari hjá Þór- halli Bjarnarsyni biskupi 1915-16, var bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-18 og var kennari við Kennaraskólann 1918-27 og varð fræðslumálastjóri 1926. Ásgeir var upphaflega framsóknarmaður, sam- herji mágs síns, Tryggva Þórhalls- sonar sem var forsætisráðherra 1927- 31. Ásgeir var sjálfur fjármálaráð- herra 1931-32 og var skipaður forsætis- og fjármálaráðherra 1932 og gegndi því til 1934. Ásgeir var bankastjóri Útvegs- bankans á árunum 1938-52 en bauð sig þá fram til forseta eftir andlát Sveins Björnssonar, og sigraði Bjarna Jónsson vígslubiskup sem hafði verið frambjóðandi stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Ásgeir var þá orðinn alþýðu- flokksmaður en hann fékk mikinn stuðning af sjálfstæðismanninum og tengdasyni sínum, Gunnari Thorodd- sen, sem þá var borgarstjóri. Þekkt- asta slagorð Ásgeirs í forsetakosning- unum var: Fólkið velur forseta. Ásgeir gegndi forsetaembættinu til 1968, en hann lést 15. september 1972. Merkir Íslendingar Ásgeir Ásgeirsson forseti 30 ára Steinunn ólst upp í Hafnarfirði, lauk BA-prófi með starfsréttindum í fé- lagsráðgjöf frá HÍ og dip- lómaprófi í fötlunarfræði og er nú félagsráðgjafi við Landspítalann. Maður Ásgeir Hilm- arsson, f. 1981, kerf- isfræðingur. Dóttir þeirra Thelma Lind, f. 2008. Foreldrar Sævar Stef- áns., f. 1947, rannsókn- arlögr.m., og Lilja Oli- versd., f. 1948, bókav. Steinunn Þórdís Sævarsdóttir VANDAÐIR ÞÝSKIR PÓSTKASSAR, HENGILÁSAR OG HJÓLALÁSAR. MIKIÐ ÚRVAL Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.