Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 48

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 48
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Dreifingarmáti tónlistar hefur breyst allnokkuð á síðastliðnum ára- tugum og vinsældir lagsins „Tend- erloin“ með nýrri óþekktri sveit, Til- bury, er gott dæmi um það. Áður fyrr vöktu lög athygli í gegnum út- varp, endurtekna spilun á tónleikum eða menn báru þau á milli sín á kassettum. Netið hefur breytt þessu öllu, hin stafræna bylting ef svo mætti segja og dreifing er nú í senn hraðari og víðtækari. Þegar „Tenderloin“ var hleypt af stokkum þar fór það sem sinueldur um Fésbókina og málsmetandi að- ilar sem leikmenn „lækuðu“ lagið og skrifuðu athugasemdir við það af miklum móð. Lagið hékk þá lengi vel uppi sem það vinsælasta á gogo- yokoveitunni og ekki spillti youtube- viðvist heldur fyrir. Á um tveggja vikna tímabili varð sveitin umtöluð, fyrst um sinn á meðal „bransans“ en þegar fram í sótti fóru þessar góðu fréttir að rata víðar. Kallaði á stærri hljómsveit Góðar fréttir segi ég, því ef marka má þetta eina lag, „Tenderloin“, er spennandi hluta að vænta frá sveit- inni. Lagið er grípandi en um leið undurfurðulegt, minnir á ýmislegt – Sin Fang, Belle and Sebastian og Grandaddy m.a. – en er um leið skuldlaus eign höfundar síns, Þor- móðs Dagssonar, sem þekktastur er fyrir að hafa barið húðir með sveit- um eins og Jeff Who, Hudson Wayne og Skakkamanage. Nú stíg- ur hann hins vegar fram fyrir skjöldu, semur lög, syngur og leikur á gítar og píanó. „Þetta byrjaði sem verkefni sum- arið 2010,“ lýsir Þormóður með sinni alþekktu, stóísku hægð. „Þá hét þetta Formaður Dags- brúnar. Ég hafði sankað að mér nokkrum lögum sem ég vissi ekki al- veg hvað átti að gera við. Vissi þó að mig langaði til að taka þetta upp. Ég gerði síðan þrjár prufuupptökur með Árna plúseinum, Árna Rúnari úr FM Belfast, sem urðu vísir að þessari plötu.“ Þau lög voru síðan flutt á Inni- púkanum þetta sama sumar. Tón- listin var flutt með aðstoð tölvu- tækninnar en Örn Eldjárn, einn meðlima Tilbury í dag, sá um gít- arspil (hann á og eitt lag á plötunni, „Picture“). „Þetta vélræna undirspil virkaði ekki,“ segir Þormóður. „Mér fannst þetta kalla á stærri hljómsveit. Örn var á þessum tíma með Kristni (Evertssyni, hljómborðsleikara) í tónsmíðadeild LHÍ og hann var rétti maðurinn í að sjá um hljóðgervlana. Hann er svona „syntha“-nörd og mikill fengur í honum, hann sér um að búa til hljóðgervlaáferð laganna, sem er lykillinn að þeim.“ Örn (sem leikur einnig með Brother Grass og Hljómsveitinni Ég) og Kristinn (einnig í Valdimar) voru þar með orðnir hluti af bandinu og bara eftir að ráða inn hrynpar en um þann þátt sjá síst einhverjir au- kvisar, þeir Guðmundur Óskar Guð- mundsson (Hjaltalín) og Magnús Trygvason Elíassen (Sin Fang, ADHD, Amiina og margar fleiri). Of miklir hæfileikar Þormóður segir lögin hafa verið að mestu leyti klár þegar bandið skreið loks saman. Aðeins átti eftir að setja þau í hljómsveitarbúning. En af hverju er Þormóður allt í einu farinn að ota sínum tota? „Þegar stórt er spurt …ég samdi aldrei neitt þegar ég var í þessum hljómsveitum hér áður fyrr. Ég held ég hafi hreinlega verið að vinna með of hæfileikaríku fólki og það var erf- itt að olnboga sig. Ég var feiminn við að sýna lögin mín. En svo byrj- uðu lögin að koma af krafti þegar ég hætti í hljómsveitunum. Þetta var það eina sem ég hafði til að sinna þessum tónlistaráhuga mínum. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér, leitaði bara út þannig séð. Ég vildi líka prufa eitthvað nýtt, ég hafði t.d. lært mjög seint að tromma en ég er upprunalega píanóleikari. Það hljóð- færi stendur mér næst og það lá beint við að semja á það.“ Þormóður er eðlilega ánægður með þessar góðu viðtökur hingað til. „Ég bjóst ekki við þessum látum og það er gaman að fylgjast með því hvernig hlustunarmynstur fólks er að breytast. Hvernig tónlist dreifist í dag. Það er á vissan hátt auðveld- ara að koma sér á framfæri virðist vera.“ Framundan er svo spilamennska til að fylgja breiðskífunni eftir. „Við höfum ekki hugsað þetta mikið lengra. Það er engin hern- aðaráætlun í gangi. Við ætlum bara að vera eins sýnilegir og hægt er næstu mánuði og vanda okkur við að byggja þetta upp.“ „Svo byrjuðu lögin að koma“  Hljómsveitin Tilbury sendi nýverið frá sér fyrstu breiðskífu sína, Exorcise  Umræður á netinu hjálpuðu óþekktri sveit að koma sér á framfæri Undurfurðulegt Tilbury; Þormóður Dagsson, Örn Eldjárn, Kristinn Everts- son, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Trygvason Elíassen. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Hátíðartónleikar í tilefni af 100 ára afmæli franska tónskáldsins Jean Françaix verða haldnir í Norræna húsinu á morgun kl. 15:15. „Franç- aix er meðal þekktustu tónskálda Frakka á 20. öld. Verk hans eru meistaralega samin, full gáska og gleði en hafa furðu sjaldan verið flutt hérlendis. Það er því ærin ástæða til að heiðra minningu þessa fjölhæfa og afkastamikla tón- skálds,“ segir í tilkynningu. Að tónleikunum standa kvart- ettinn Dísur, Íslenski saxófón- kvartettinn og félagar úr Hnúka- þey ásamt píanóleikurunum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Bryn- hildi Ásgeirsdóttur. Gáski Fríður hópur listamanna kemur fram á tónleikunum. Til heiðurs Françaix  15:15 tónleikar í Norræna húsinu Jane Ade Sutarjo heldur útskriftar- tónleika sína á píanó í Fella- og Hólakirkju á morgun kl. 16, en hún lýkur BMus- gráðu frá Listaháskóla Ís- lands í vor. Á efnisskránni eru verk eftir J. Haydn, F. Liszt, S. Rachmaninoff, F. Schubert og R. Schumann. Útskriftartón- leikar á píanó Jane Ade Sutarjo Sýningin Nánd eða Close hefur verið opnuð í menningarverkefninu Hlöðunni í Vogum, en hún er samstarfsverkefni systranna Gunnhildar og Brynhildar Þórðardætra. Þær taka þátt í lista- mannaspjalli um sýninguna á morgun kl. 15. „Á sýningunni eru veggteppi, skúlptúrar, ljós- myndir, fatnaður, húsgögn og gínur sem er stillt upp á ævintýralegan hátt í hráu umhverfi. Titill- inn Nánd skýrir samband systranna en einnig tengsl áhorfandans við listamennina og hugar- heim þeirra. Sýningin er unnin með það í huga að áhorfandinn getur tekið þátt með því að koma við verkin og skynja umhverfið á fróðlegan hátt,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin er opin um helgar milli kl. 13-17. Spjall um Nánd Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum Hafðu samband og við hjálpum þér að finna rafskutlu við hæfi Fjölbreytt úrval af rafskutlum Njótum lífsins Fastus til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.