Morgunblaðið - 08.06.2012, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
HB Grandi hefði skilað 1,6 milljarða króna tapi
eftir skatta árið 2011 í stað eins milljarðs króna
hagnaði ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækk-
un veiðigjalds hefði verið í gildi þá. Þetta kom
fram í máli Eggerts B. Guð-
mundssonar, forstjóra HB
Granda, á fundi með starfs-
mönnum, fulltrúum birgja og
viðskiptavinum fyrirtækisins
sen haldinn var í höfuðstöðvum
þess í Reykjavík í gær til þess
að ræða áhrif kvótafrumvarpa
ríkisstjórnarinnar á rekstur
fyrirtækisins.
Eftir fundinn bauð fyrirtæk-
ið upp á rútuferðir á Austurvöll
þar sem samstöðufundur gegn
frumvörpunum var haldinn. Tók Eggert það fram
í upphafi máls síns að rúturnar væru aðeins fyrir
þá sem vildu fara og engum starfsmanni væri
skylt að mæta á samstöðufundinn.
Þá ræddi forstjórinn um áhrif þess að aflaheim-
ildir fyrirtækisins yrðu skertar til að setja þær í
pott eins og kveðið er á um í fiskveiðistjórnunar-
frumvarpinu. Sagði hann HB Granda verða fyrir
viðbótarskerðingu upp á 2.170 þorskígildistonn,
en skerðingin væri þegar 1.430 tonn. Viðbótar-
skerðingin næmi rétt rúmum helmingi af með-
alveiðum botnsfisksskips á árinu 2010. Heildar-
skerðingin upp á 3.600 tonn færi hátt upp í veiðar
heils togara.
Eggert gagnrýndi þá umræðu sem sífellt væri
uppi um að arðurinn af auðlindinni ætti að fara til
þjóðarinnar og benti á allar þær tekjur sem færu
til ríkisins og landsmanna í gegnum skatta og
laun sem fyrirtækið greiddi. „Þessar fullyrðingar
standast því enga skoðun,“ sagði hann.
Gætu borgað hærra veiðigjald
Þegar framsögu forstjórans lauk bauðst starfs-
fólki og öðrum fundargestum að spyrja hann
spurninga. Var hann meðal annars spurður hvort
stjórnendur fyrirtækisins væru algerlega mót-
fallnir nokkurri hækkun á veiðigjaldinu.
Eggert svaraði því til að svo væri alls ekki og
menn hefðu virkilega léð máls á því. Það jákvæða
við frumvörpin nú væri að þar væri gerð tilraun
til að reikna veiðigjaldið á skynsamlegri hátt en
áður og þar væri tekið tillit til hvernig gengi í
greininni frá ári til árs og á milli mismunandi teg-
unda.
„Við gætum borgað talsvert meira en sam-
kvæmt núverandi kerfi, en þær tillögur sem liggja
nú fyrir eru hins vegar langt umfram það sem
skynsamlegt væri að sætta sig við vegna þeirra
skaðlegu áhrifa sem það hefði á fyrirtækið.“
Forstjórinn gagnrýndi skort á samráði við full-
trúa greinarinnar þegar frumvörpin voru samin
og lagði til að úr því yrði bætt.
„Það er gríðarlega mikið af kreddum og for-
dómum, hugsanlega á báða bóga, sem aðeins er
hægt að eyða með umræðum,“ sagði hann.
Glórulaust að blanda vinnslu og veiðum
Að lokum var hann spurður út í það hvernig
veiðum og fiskvinnslu væri blandað saman í frum-
vörpunum. Sagði forstjórinn þetta vera eitt
grundvallaratriða í gagnrýni á frumvörpin. Það
væri alveg glórulaust að eftir því sem betur gengi
í fiskvinnslunni, því meira ættu þeir sem veiddu
fiskinn að greiða í veiðigjald.
Þetta skipti ekki svo miklu máli fyrir fyrirtæki
eins og HB Granda sem réði bæði yfir veiðum og
vinnslu en kæmi skringilega út þar sem eitt fyrir-
tæki væri í veiðum og annað í vinnslu. Hagnaður
annars þeirra hækkaði gjöldin á hitt. „Menn sjá
hversu hamlandi þetta væri fyrir framfarir í
vinnslu,“ sagði hann.
Geta ekki sætt sig við
skaðleg áhrif á fyrirtækið
HB Grandi fundar með starfsfólki um áhrif kvótafrumvarpanna á reksturinn
Morgunblaðið/Eggert
Grandi Starfsmönnum, birgjum, viðskiptavinum og stéttarfélögum var boðið á fund HB Granda í skemmu í höfuðstöðvunum í Reykjavík fyrir samstöðufundinn sem haldinn var á
Austurvelli í gær. Fundargestir hlustuðu á forstjóra HB Granda útskýra áhrif kvótafrumvarpanna á fyrirtækið en á veggjunum héngu myndir af öllum fiskiskipum þess.
Eggert B.
Guðmundsson
Á fundi SFÚ, Samtaka fiskframleið-
enda og útflytjenda, sem haldinn var
í gær, var farið hörðum orðum um
frumvarp ríkisstjórnar um stjórn
fiskveiða. Verði frumvarpið sam-
þykkt óbreytt telja samtökin að fisk-
markaðir muni leggjast af og lifi-
brauð 10.000 einstaklinga ógnað.
„Krafa okkar í SFÚ er tvíþætt: Að
fá fisk inn á fiskmarkaðina, m.ö.o. að
skylda útgerðina til þess að landa
ákveðnu hlutfalli, helst öllum fiski,
inn á íslenska fiskmarkaði,“ segir
Gunnar Örlygsson, hjá AG Seafood í
Reykjanesbæ, en hann segir kröfu
þessa vera tilkomna vegna Verðlags-
stofu skiptaverðs. Segir Gunnar
hana tryggja útgerðarmönnum hrá-
efni til vinnslu á allt að 30-40% lægra
verði en þekkist hjá vinnslum sem
starfa án útgerðar.
Hin krafa SFÚ er að hinn svokall-
aði gámafiskur, óunnið hráefni sem
sett er í gáma og flutt á erlenda
markaði, fari fyrst inn á innlendan
fiskmarkað svo íslensk fiskvinnsla
fái að bjóða í íslenskan fisk í sam-
keppni við erlenda jafnt sem inn-
lenda kaupendur sem vilja kaupa
fisk á opnum markaði.
Í frumvarpi ríkisstjórnar er ekki
að finna eitt orð um fiskmarkaði en
án þeirra eiga sjálfstætt starfandi
fiskverkendur litla framtíð.
Ólafur Arnarson hagfræðingur
flutti langt ávarp á fundinum og vék
hann m.a. að stöðu byggðarlaga í
landinu og benti á að sjálfstæðir fisk-
verkendur væru bakbein þeirra.
Hann sagði hlutverk Alþingis vera
að setja sanngjarnar og réttlátar
leikreglur sem m.a. eigi að koma í
veg fyrir samkeppnisójöfnuð. Frum-
varp ríkisstjórnar tryggir það hins
vegar ekki. „Ef þetta fer svona í
gegn þá er einfaldlega verið að
þröngva sjálfstæðum fiskverkendum
út af markaði með þeim afleiðingum
að 10.000 störf eru í uppnámi,“ sagði
Ólafur og spyr hvort vöntun sé á at-
vinnulausu fólki hér á landi.
10.000
störf í
hættu
Stöðu fiskmarkaða
ógnað með frumvarpi
Icelandair býður upp á beint flug frá
Akureyri til Keflavíkur fjóra daga í
viku í sumar. Fyrsta ferðin var í gær
og er tilgangurinn sá að gera norð-
anmönnum auðveldara en áður að
komast beina leið til helstu áfanga-
staða félagsins í Evrópu og Banda-
ríkjunum.
Viðskiptavinir Icelandair bóka
flugið hjá Icelandair og innrita sig
alla leið á áfangastað. Flogið verður
fjórum sinnum í viku til 27. ágúst, á
mánudögum, fimmtudögum, föstu-
dögum og sunnudögum og tvisvar í
viku eftir það til 30. september á
fimmtudögum og sunnudögum.
Skv. upplýsingum frá Icelandair
er gert ráð fyrir að um 2500 farþeg-
ar fljúgi þessa leið í sumar og að
stærstur hluti þeirra, um 80%, verði
erlendir ferðamenn sem taldir eru
nær hrein viðbót við þá ferðamenn
sem fyrir eru. Búist er við því að
Danir, Bretar, Svíar og Þjóðverjar
verði fjölmennastir í hópi þessara
ferðamanna.
Brottför frá Akureyrarflugvelli
verður jafnan kl. 14.30 og lending á
Keflavíkurflugvelli kl. 15.20. „Tíma-
setningin gerir það að verkum að
fjölmargir áfangastaðir Icelandair
liggja vel við þessu tengiflugi, til
dæmis London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Amsterdam, Brussel,
Stokkhólmur og Ósló, auk þess sem
það eru tengingar á ýmsa áfanga-
staði í Norður-Ameríku,“ segir í til-
kynningu frá Icelandair.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Beint út Tveir farþeganna til Keflavíkur, Guðrún Sigurðardóttir, sem var á
leið heim til Svíþjóðar, og Sven Adolph, klipptu á borða á Akureyri í gær.
Akureyri tengd áfanga-
stöðum Icelandair
Flogið fjóra daga í viku til Keflavíkur
Svarið við spurningu dagsins
NÝ HEIMASÍÐA
Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is
Kíktu við og sjáðu rétti dagsins, finndu þér
uppskrift eða veltu fyrir þér veislunni sem þú
ætlar að halda í sumar