Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Hann Sveinbjörn afi var ein-
stakur maður. Eiginlega er ekki
hægt að tala um hann án þess að
minnast á ömmu um leið því að
þau voru alla tíð afskaplega sam-
rýnd hjón og miklar fyrirmyndir
fyrir okkur hin í fjölskyldunni.
Mín fyrsta minning um afa er þeg-
ar pabbi keyrði mig niður á Álfa-
skeið þaðan sem afi skutlaði mér á
leikskólann. Hann var ætíð mikill
barnakarl og börnin í fjölskyld-
unni sóttu mikið í nærveru hans.
Ófá Ólsen Ólsen spil tók hann með
okkur krökkunum og þær minn-
ingar rifjuðust upp þegar hann
spilaði síðan við börnin okkar
nokkrum áratugum síðar. Fyrir
mér hefur afi ávallt verið ein mín
mesta fyrirmynd í lífinu og ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa átt
svo góðan afa sem ég hef alltaf
getað litið upp til.
Björn.
Mig langar að minnast föður
míns, Sveinbjörns Ólafssonar,
nokkrum orðum. Hver hefði trúað
því að hann færi á undan mömmu?
Pabbi annaðist hana síðustu árin,
eldaði matinn, hugsaði um heim-
ilið og svo mætti áfram telja. Og
eftir að þau fóru á Hrafnistu í
Hafnarfirði var hann ætíð hennar
hjálparhella. En nú er hann lát-
inn, nánast óvænt þrátt fyrir að
vera kominn vel á tíræðisaldur.
Pabbi var alla tíð mín fyrir-
mynd; reglumaður í alla staði og
mjög skipulagður. Ég er ekki al-
veg eins skipulagður og hann, en
vonandi hef ég erft eitthvað af
þeim góða eiginleika hans. Eitt
sinn fór Inga mín til pabba að fá
sér kaffi áður en hún fór í vinnu á
Hrafnistu. Pabbi svaraði hins veg-
ar sem svo: Inga mín, þú færð
ekkert kaffi í dag, þú kemur of
seint, kaffitíminn var klukkan
hálffjögur.
Mínar fyrstu minningar úr
bernsku eru um það þegar við átt-
um heima á Strandgötu 50C í
Hafnarfirði, þar sem nú er
Fjörukráin. Mamma hafði saum-
að á mig föt og við pabbi fórum
norður á Strandir sem var langt
ferðalag. Fyrst var farið með bíl
norður á Hólmavík, þaðan með
flóabátnum norður Húnaflóa og í
mynni Veiðileysufjarðar vorum
við sóttir á trillu. Þetta var langt
ferðalag fyrir sex ára gutta.
Önnur ferð var farin eina vetr-
arhelgi, á æskuslóðir pabba að
Syðri-Velli í Flóa. Á heimleiðinni
þurftum við að stoppa efst í
Sveinbjörn
Ólafsson
✝ SveinbjörnÓlafsson fædd-
ist á Syðra-Velli í
Flóa 17. október
1916. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 30. maí
2012.
Sveinbjörn var
jarðsunginn frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 5. júní
2012.
Kömbunum þar sem
fór að sjóða á bíln-
um. Þegar við vor-
um að nálgast Sand-
skeiðið vildi svo illa
til að bíllinn rann í
hálku og fór út af
veginum og endaði á
toppnum. Sjálfur
lenti undir öllu, en
slapp þó óslasaður.
Þetta eru minningar
sem seint gleymast.
Þegar ég var fimmtán ára
gamall bauð pabbi mér vinnu hjá
sér uppi á Hrauni eins og við köll-
uðum það. Það var á vélaverk-
stæði Jóns heitins Gíslasonar, út-
gerðarmanns í Hafnarfirði, en
pabbi rak það verkstæði uns hann
fór að vinna í skipasmíðastöðinni
Dröfn.
Þetta starf var mér var dýr-
mætur skóli. Þarna lærði ég raf-
suðu og logsuðu og allt sem við-
kemur vélaverkstæðisvinnu. Það
var mikið álag á pabba þegar Jón
Gíslason gerði út ellefu báta á
vetrarvertíðinni í Grindavík. Bát-
arnir komu að landi um kvöldmat-
arleytið til að landa aflanum og
þurftum við vinnukarlarnir að
fara til Grindavíkur á hverju
kvöldi til að gera við bátana og
halda þeim við. Venjulega vorum
við að koma heim í háttinn kl.
fjögur um nóttina og svo byrjaði
dagurinn aftur á hrauninu kl. 8.
Enginn myndi láta bjóða sér
svona í dag og því er ótrúlegt
hvað pabbi hélt góðri heilsu alveg
fram á síðasta dag.
Nú þegar faðir minn kveður,
skilur hann aðeins eftir sig góðar
minningar. Vona ég að þær gefi
móður minni, systrum mínum,
fjölskyldum þeirra og öðrum
styrk í sorginni.
Hvíl þú í friði, pabbi minn. Þinn
sonur og tengdadóttir,
Trausti Sveinbjörnsson og
Ingveldur Einarsdóttir.
Elskulegur afi minn Svein-
björn hefur kvatt okkur. En það
eru aðeins ljúfar og góðar minn-
ingar sem ég á um afa og þvílíkt
ljúfmenni sem hann var og blítt
viðmót var hans einkennismerki.
Hann afi var eins góð fyrirmynd
og hugsast getur því hann hafði
einstakt lag á að bjarga hlutunum
með útsjónarsemi sinni.
Afi var elskaður og dáður af
öllum sem honum höfðu kynnst
og það var ákaflega fallegt sam-
band milli hans og ömmu alla tíð.
Það var líka einstakt að fylgjast
með hvernig hann hefur sinnt
ömmu undanfarin ár. Ég veit að
starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði
hefur orðið vitni að sérstakri um-
hyggju hans í garð ömmu og með
því hefur hann sjálfsagt brætt
hjörtu margra.
Mig langar til að þakka þér
elsku afi minn fyrir þau ár sem
mér voru veitt til að vera með þér
og fá með því að kynnast einni
bestu manneskju sem ég hef hitt.
Ólafur Sveinn Traustason.
✝ Ingólfur Ein-arsson fæddist
að Snjallsteins-
höfða í Landsveit,
Rangárvallasýslu,
13. júlí 1927. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 24.
maí 2012.
Foreldrar hans
voru Einar Gísla-
son, f. 20.11. 1857
að Hæðargarði í
Landbroti, V.-Skaftafellssýslu,
lengst af trésmiður á Eyr-
arbakka, d. 27.9. 1933, og
Þórunn Guðjónsdóttir, f. 8.11.
1890 að Þúfu í Landsveit, hús-
móðir, d. 8.6. 1961. Fósturfor-
eldrar hans voru Jóhann Teit-
ur Magnússon, f. 22.4. 1862,
bóndi að Snjallsteinshöfða, d.
14.8. 1929, og Halldóra Magn-
úsdóttir, f. 29.11. 1875, hús-
móðir, d. 28.4. 1970. Hálf-
systkini Ingólfs samfeðra
voru: Gísli, f. 1880, d. 1916;
Ragnhildur María, f. 1882, d.
1882; Erlendur, f. 1883, d.
1963; Ágúst, f. 1888, d. 1967;
Magnús, f. 1889, d. 1963; Guð-
rún, f. 1893, d. 1976; Sig-
urgeir Páll, f. 1896, d. 1898;
Júlíana, f. 1903, d. 1982;
Ólafía Ágústa, f. 1904, d.
1990; Kristín, f. 1907, d. 1976;
Sólrún, f. 1911, d. 1962. Hálf-
systkini Ingólfs sammæðra
voru: Guðrún Ólafsdóttir, f.
1916, d. 2008, og Sóley Þor-
steinsdóttir, f. 1932, d. 2006.
Bræður Ingólfs voru: Gísli Ár-
prófi frá Samvinnuskólanum
1946. Ingólfur var sendill hjá
versluninni Brynju á náms-
árunum og síðan gjaldkeri þar
frá 1946 til 1968. Árið 1968
hóf hann störf sem gjaldkeri
hjá Þórði Sveinssyni & Co,
sem síðar sameinaðist Vífilfelli
hf., og þar starfaði hann þang-
að til hann lét af störfum árið
2002. Ingólfur var félagi í
Hinu íslenska náttúrufræði-
félagi frá árinu 1952 og sat í
stjórn þess samfellt í 28 ár
sem gjaldkeri á árunum 1968-
1996. Hann var gerður að
heiðursfélaga þess árið 1989.
Ingólfur var félagi í Ferða-
félagi Íslands frá árinu 1941
og var auk þess félagi í Ætt-
fræðifélaginu og Hinu íslenska
fornleifafélagi. Ingólfur vann
að söfnun örnefna og korta-
gerð á árunum 1967-1995.
Uppdrættir hans eru aðallega
úr Landmannahreppi, Rang-
árvallahreppi og Holtahreppi,
en nokkuð úr Ásahreppi,
Djúpárhreppi og Vestur-
Eyjafjallahreppi. Einnig ritaði
hann um Landmannahrepp og
Landmannaafrétt í ritið Sunn-
lenskar byggðir sem kom út
árið 1987. Örnefnaskrár hans
eru einkum úr Land-
mannahreppi og nokkrar úr
Rangárvallahreppi og Holta-
hreppi. Auk þess teiknaði
hann örnefnakort af Herdís-
arvík í Selvogshreppi, Gunn-
hildargerði og Nefbjarn-
arstöðum í Hróarstunguhreppi
og Bjarnaneshverfi og Skógey
í Nesjahreppi.
Útför Ingólfs fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 8. júní
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
mann, f. 1920, d.
1993; Guðjón
Kristinn, f. 1921,
d. 2008; Dag-
bjartur, f. 1925, d.
1996.
Ingólfur kvænt-
ist þann 3. októ-
ber 1959 Maríu
Eggertsdóttur,
húsmóður, f.
23.11. 1929 í
Reykjavík. For-
eldrar Maríu
voru: Eggert Thorberg Gríms-
son, f. 26.6. 1891 í Stöðlakoti í
Reykjavík, sjómaður, síðar
verkamaður í Reykjavík, d.
28.8. 1962, og Lilja Elínborg
Jónsdóttir, húsmóðir, f. 4.3.
1896 á Haukagili í Vatnsdal,
Austur-Húnavatnssýslu, d.
30.9. 1969. Börn Ingólfs og
Maríu eru: 1) Jóhann Teitur,
f. 4.7. 1960, tónlistar- og
stærðfræðikennari í Reykja-
vík. 2) Halldóra, f. 23.2. 1964,
grunnskólakennari í Reykja-
vík, gift Kjartani Birgissyni, f.
29.4. 1960, bankamanni í
Reykjavík. Dætur þeirra eru
Hildur, f. 28.12. 1989, há-
skólanemi, og María, f. 14.8.
1991, stúdent.
Ingólfur ólst upp hjá fóstur-
foreldrunum Halldóru Magn-
úsdóttur og Jóhanni Teiti
Magnússyni bónda að Snjall-
steinshöfða en fluttist með
fósturmóður sinni til Reykja-
víkur sex ára gamall. Hann
stundaði nám við Kvöldskóla
KFUM 1941-1943 og lauk
Túni og fararstjóri Eiríkur
Einarsson kennari. Við mæðg-
ur höfðum verið í ferðunum, ég
þá barn að aldri. Um fjórir ára-
tugir voru liðnir frá því þegar
sendingin barst.
Ingólfur var kominn undir
áttrætt þegar Ferðafélag Ís-
lands gaf út ferðadagbókina um
Brúaröræfi undir nafninu Í
náttúrunnar stórbrotna ríki ár-
ið 2006. Var það val í samráði
við Ingólf sem sagði að sú ferð
hefði verið alskemmtilegasta
ferðin sem hann fór því að fé-
lagsskapurinn hefði verið svo
innilegur og hlýr og bætti við:
„Í þá daga voru óbyggðaferðir
um meiri torfærur, um svo
ókunnar slóðir og ævintýraleg-
ar.“ Í ferðinni höfðu verið tveir
afbragðs ljósmyndarar og
fylgja myndir þeirra í bókinni.
Við Svavar Sigmundsson, for-
stöðumaður Örnefnastofnunar,
sáum um útgáfu bókarinnar
sem var að frumkvæði Svavars.
Hann hafði rekist á ferðabæk-
urnar í fórum Bjarna í Túni,
móðurbróður síns, og þótti þær
merkilegar. Útgáfan gladdi
Ingólf mjög, en hann ritaði
ferðadagbækur í sextán ár,
bækur sem lýsa ferðum um
vegleysur öræfanna, varpa ljósi
á viðhorf hans til náttúrunnar
og gefa jafnframt góða mynd af
ferðafélögunum.
Í gegnum árin bar fundum
okkar Ingólfs saman í sumar-
ferðum Náttúrufræðifélagsins,
á myndakvöldum Ferðafélags-
ins og á förnum vegi. Hann var
sérstaklega hlýr í viðmóti,
spurði ávallt um móður mína
og bað fyrir kveðju til hennar.
Ingólfur skrifaði nokkrar
greinar um ætt sína og æsku.
Þær eru mjög í þjóðlegum frá-
sagnarstíl, enda var hann mikill
áhugamaður um þjóðleg fræði.
Ein þeirra fjallar um Ampa,
Arnbjörn Guðbrandsson, en
hann var langafi Ingólfs í móð-
urætt. Ampi flutti ásamt konu
sinni til Veiðivatna sumarið
1880 og ætlaði að lifa á landsins
gæðum. Þessa sögu heyrði ég
fyrst í Veiðivötnum sumarið
1955, og hef aldrei gleymt
henni. Í greininni fær lesand-
inn heildarmynd af þessum
dugmikla einfara. Þá ritaði
Ingólfur um örlög móður sinn-
ar, einnig um fósturmóður sína,
Halldóru Magnúsdóttur, sem
hann unni mjög.
Ingólfur gekk í Samvinnu-
skólann hjá Jónasi afa mínum.
Sem áhugamaður um náttúru-
fræði sat hann lengi í stjórn
Náttúrufræðifélags Íslands og
sá um fjárgæslu félagsins.
Hann var gerður að heiðurs-
félaga þess, sem sýnir í hver
miklum metum hann var þar.
Á kveðjustund votta ég Mar-
íu og börnum þeirra Ingólfs
innilega samúð.
Gerður Steinþórsdóttir.
Við minnumst þessa mikla
fræðimanns og góðvinar með
hlýhug og þökk fyrir kynnin
bæði við hann og fjölskyldu
hans alla, og hans ómetanlega
starfs sem hann vann fyrir
sveitina. Minning hans geymist
í því verki sem og öll saga
Landsveitarinnar.
Sigríður Theodóra Sæ-
mundsdóttir, Skarði.
Það var um jól að móður
minni og mér barst sending frá
Ingólfi Einarssyni. Það voru
tvær ferðadagbækur eftir Ing-
ólf úr óbyggðaferðum áritaðar
„Til mæðgnanna Auðar og
Gerðar“. Önnur segir frá ferð
árið 1954 um öræfin norðan við
Vatnajökul; í Herðubreiðar-
lindir og Öskju, en hámark
þeirrar ferðar var að komast
yfir Kverká og Kreppu í
Hvannalindir. Hin ferðin var
farin ári síðar í Nýjadal, Veiði-
vötn og að Arnarfellinu mikla.
Ingólfur var þá á þrítugsaldri.
Þetta var í árdaga ferða á
fjallabílum inn á hálendi Ís-
lands. Bílstjóri var Bjarni í
hans við sveitina haft sitt að
segja um áhuga hans á örnefn-
um, ættfræði og byggðasögu
Landsveitarinnar.
Að hans frumkvæði var farið
af stað með byggðasögu Land-
manna og fleiri sveita í Rang-
árþingi. Það var gríðarlegt verk
að safna öllum þeim fróðleik
saman, en því öllu stýrði Ing-
ólfur og vann að mestum hluta.
Hann fór meðal annars bæ af
bæ og aflaði sér upplýsinga frá
heimafólki og þannig mynduð-
ust tengsl og vinátta við bænd-
ur og búalið, og hann var kær
gestur hvar sem hann kom. Sér-
staklega myndaðist kær vinátta
milli Ingólfs og fjölskyldu hans
og systkinanna í Hrólfsstaða-
helli og dvaldi hann löngum þar.
Eins kynntumst við í Skarði
Ingólfi þegar hann var við þessa
gagnaöflun og myndaðist á milli
okkar allra vinátta og kunnings-
skapur sem entist ævilangt.
Ingólfur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Maríu Eggerts-
dóttur 1959 og eignuðust þau
tvö elskuleg og mannvænleg
börn sem bera nöfn hjónanna í
Snjallsteinshöfða.
Það er með mikilli virðingu
sem ég minnist fræðimannsins
Ingólfs Einarssonar sem nú er
látinn. Hann var fæddur í
Snjallsteinshöfða í Landsveit
13. júlí 1927, þar sem móðir
hans var vinnukona. Á þeim
tíma var Snjallsteinshöfði eitt
af höfuðbýlum sveitarinnar og
Jóhann Teitur bóndi og eigin-
kona hans Halldóra miklar
gæðamanneskjur og góðbænd-
ur. Þau buðu drengnum strax
fóstur og þar ólst hann upp við
gott atlæti, og varð einn af
sönnum sonum Landsveitarinn-
ar. Sjálfur sagðist hann ekki
hafa getað óskað sér betra fóst-
urs en hjá þeim hjónum en naut
ekki Jóhanns lengi við því hann
lést árið 1929. Halldóra bjó um
sinn áfram í Snjallsteinshöfða,
en flutti 1931 til Reykjavíkur og
hélt heimili með fósturbörnum
sínum, Ingólfi og Laufeyju
Fríðu Erlendsdóttur. Heimili
þeirra sem hún reisti á Karla-
götunni og hefur þar verið alla
tíð, varð einn af miðpunktum
Landmanna þegar þeir áttu er-
indi í kaupstað og eflaust hafa
þessi kynni og tryggð fóstru
Ingólfur Einarsson
Mín fyrstu kynni
af Ragnari voru árið 1994 í Bosn-
íu þegar ég fór að vinna fyrir
Sameinuðu þjóðirnar. Við náðum
strax saman í flugvélinni á leið-
inni til Króatíu eins og við hefð-
um ætíð þekkst, þannig náungi
var Ragnar, hann var mann-
blendinn og bar með sér góða
nærveru og hlýju.
Þegar við fórum að starfa
Ragnar
Höskuldsson
✝ Ragnar Hösk-uldsson fæddist
í Reykjavík 10. maí
1957. Hann and-
aðist á gjörgæslu-
deild Landspítalans
19. maí 2012.
Ragnar var jarð-
sunginn frá Há-
teigskirkju 29. maí
2012.
saman í Króatíu
komst ég fljótt að
því hversu góður
stafsmaður Ragnar
var í sínu starfi.
Hann var áhuga-
samur um þau verk-
efni sem honum var
ætlað að leysa sem
oft voru erfið og
krefjandi og reyndi
á hæfni ökumanna í
hættulegum að-
stæðum. Síðan þegar leið á árið
kom fjölskyldan hans til hans og
var það honum mjög kærkomið
og áttu þau ógleymanlega tíma.
Eftir að þessu „mission“ var lok-
ið (eins og Raggi tók til oft orða)
hélst okkar vinskapur áfram og
varð alltaf sterkari og fjölskyld-
ur okkar kynntust vel og áttum
við margar og ógleymanlegar
stundir bæði í gleði og sorg. Árið
2007 missti Ragnar og hans fjöl-
skylda drenginn sinn hann
Andra og voru þetta erfiðir tímar
og reyndi mikið á okkar góða og
trausta vinskap.
Ragnar var alltaf góður við
börn og þótti gaman í afahlut-
verkinu. Ragnari fannst fátt
skemmtilegra en að veiða og
vera úti í náttúrunni, eins og
þegar við fórum á Arnarvatns-
heiði og Skaðaheiði að veiða að
sumarlagi og eins að vetri að
veiða gegnum ís. Síðan allar
Laufskálaréttirnar sem við
(strákarnir) Nonni, Bjartur,
Emmi, Snorri, Stjáni píp, Stjáni
á Akureyri og Aggi, eins og
Raggi kallaði okkur, fórum í síð-
ustu 16 árin. Í réttunum naut
hann sín vel og var hrókur alls
fagnaðar meðal heimamanna og
gaf sér alltaf góðan tíma til að
spjalla við heimamenn, bændur
og aðra merkismenn.
Ragnar hafði mikinn áhuga á
verkfærum og deildum við því
áhugamáli strákarnir. Það var
ætíð gaman að koma í bílskúrinn
hans og spjalla um bíla, viðgerðir
og önnur málefni. Þar voru
margir bílarnir gerðir upp. Hann
var vel að sér í ýmsum málefn-
um, hafði mikinn áhuga á öllum
vísindum og nýjustu tækni og
allri þróun í veröldinni. Það má
segja að Ragnar hafi verið svolít-
ill dellukall þegar kemur að
gervihnattadiskum og sjónvar-
prásum. Það var hans slökun að
hvíla lúin bein í lazyboy-stólnum
sínum fyrir fram sjónvarpið og
forvitnast um nýjustu vísindi og
voru ófá símtölin sem fylgdu í
kjölfarið með hans spekúlering-
um.
Ragnar var ákaflega hjálp-
samur og var ætíð reiðubúinn til
að hjálpa nótt sem dag, það var
fátt sem hann réð ekki við. Hann
var með mikið jafnaðargeð og
var mjög næmur á fólk og lífið.
Elsku Ragnar minn, takk fyrir
allt, góða vináttu og skemmtileg-
ar stundir.
Megir þú hvíla í friði, kæri vin-
ur.
Jón Hafnfjörð
Hafsteinsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar