Morgunblaðið - 08.06.2012, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Coton De Tulear til sölu
Erum með yndislega Coton De Tulear
til sölu. Uppl. í síma 566 8417.
www.dalsmynni.is
Bjóðum raðgreiðslur, Visa og Master-
card. Hundaræktun með leyfi.
Garðar
Tökum garðinn í gegn!
Klippingar, trjáfellingar, beða-
hreinsanir, úðanir og allt annað sem
við kemur garðinum þínum.
Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð
og umfram allt hamingjusamir
viðskiptavinir.
20% afsláttur eldri borgara.
Garðaþjónustan: 772-0864.
Gisting
Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell
Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar.
Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting.
Sími 456 1600.
gisting@hotelsandafell.com
Sumarhús
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
Gestahús, ósamansett, til sölu
stærð 5 x 4 m. Verð kr. 870.000.
Spónasalan ehf.
Uppl. í netpósti:
Snotra1950@gmail.com
Sumarhúsalóðir í Kjósinni
Til sölu sumarhúsalóðir í landi
Möðruvalla 1 (Norðurnes) í Kjós.
Nánari upplýsingar á
www.nordurnes.info og í símum
561 6521 og 892 1938.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fótboltaspil 120cm
Flott fyrir heimili og í sumar-
bústaðinn. Kr. 38.100.
Fínt að reisa upp eftir notkun,
kemst alls staðar fyrir .
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897 9809.
Nú er rétti tíminn fyrir
trjáklippingar og fellingar
Látið fagmenn okkar nostra við
garðinn þinn. Öll almenn
garðþjónusta á einum stað.
577 4444
www.gardalfar.is
Ýmislegt
TILBOÐ - TILBOÐ
Dömuskór úr leðri með korksóla.
Tilboð: 3.500 kr.
Sími 551 2070.
Bílar
Ford F350 og pallhús frá
Maverick
Ford F350 Lariat 4x4. Árgerð 2005.
Ekinn 36.000 mílur. Flottur bíll. Verð
3.190.000 + vsk.
Pallhús, Maverick 6601. Árgerð
2009. Miðstöð, eldavél, úrvals-
ísskápur, vatnshitari, sólarsella, WC
og sturta. Verð 2.190.000
Upplýsingar: Bílás, Akranesi.
Símar 431 2622 og 863 2622.
Bílar óskast
Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is
bílasala
...í bílum erum við sterkir!
☎ 562 1717
Skráðu bílinn
þinn frítt hjá
bilalif.is
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Kebek - Nama heilsársdekk
TILBOÐ
185/70 R 14 kr. 12.500
185/55 R 15 kr. 11.900
185/65 R 15 kr. 11.990
195/65 R 15 kr. 11.900
205/55 R 16 kr. 13.900
205/50 R 17 kr. 17.500
235/45 R 17 kr. 21.390
225/55 R 17 kr. 19.900
225/65 R 17 kr. 21.700
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Traktorsdekk rýmingarsala
11.2-24 kr. 35.900
14.9-24 kr. 39.900
13.6 -24 kr. (1 stk) 49.900
12.4 – 28 ( 1 stk) kr. 49.900
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
Kópavogi, s. 544 4333.
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
315/80 R 22.5 75.000 + vsk.
13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk.
425/65 R 22.5 kr.78.885 + vsk.
1100 R 20 kr. 39.500 + vsk.
1200 R 20 kr. 39.500 + vsk.
205/75 R 17 kr. 23.745 + vsk.
8.5 R 17.5 kr. 34.900 + vsk.
.Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur, laga
ryðbletti, hreinsa garða og
tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi
fannar@fannar.is - s. 551-6488
Laddý var vinkona mömmu
og við eigum margar minningar
um hana frá því við vorum að
alast upp. Það var gaman að
fylgjast með þeim Laddý og
mömmu sökkva sér ofan í ýmis
baráttumál og oft svo mikið í
gangi. Laddý var ein af fáum út-
völdum sem fengu að reykja
heima hjá okkur án áróðursræðu
frá okkur stelpunum, af því það
var hún.
Það var alltaf svo hlýlegt að
vera nálægt Laddý og hún veitti
okkur alltaf athygli. Henni fylgdi
svo mikil glaðværð og hún bar
virðingu fyrir börnum, okkur
fannst við vera fullgildar mann-
eskjur og að hún væri vinkona
okkar líka, þótt við værum bara
börn. Laddý og Gæi urðu síðan
hálfgerðir staðgenglar ömmu og
afa fyrir okkur systurnar.
Feimnar spurðum við hvort við
mættum kalla þau afa og ömmu
eins og hinir krakkarnir. Þannig
var Laddý, afar góðhjörtuð og
blíð kona og alltaf var stutt í
Arndís Lára
Tómasdóttir
✝ Arndís LáraTómasdóttir
fæddist í Reykjavík
10. febrúar 1932.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 20. maí
2012.
Útför Arndísar
fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
29. maí 2012.
hláturinn. Svona
amma eins og alla
langar að eiga.
Alltaf var Laddý
til taks fyrir
mömmu og okkur
öll og var mikill
samgangur á milli
fjölskyldna okkar.
Við vorum þar oft
við hátíðleg tæki-
færi eins og á af-
mælum, jólum og á
gamlárskvöld. Þá var stórfjöl-
skyldan samankomin í Kotinu og
það var nú mikið fjör og margir
krakkar. Húsnæðið var ævin-
týralegt, allt umhverfið eitt leik-
svæði og nálægðin við sjóinn svo
heillandi. Laddý var okkur svo
góð og alltaf reiðubúin að hjálpa
til við allt sem til féll, hvort sem
það var saumaskapur, aðstoð í
veislum, redda kjól fyrir fiðluball
í menntaskóla eða stytta pils eða
buxur á síðustu stundu.
Við heimsóttum Laddý á
sjúkrahúsið fyrir stuttu og hún
spurði frétta af okkur og börn-
unum. Þrátt fyrir veikindin hló
Laddý dátt, brosti allan tímann
og vildi halda í höndina á okkur
til skiptis. Þannig munum við
hana, hláturinn hennar og
hlýjuna sem hún sýndi okkur
þótt sárþjáð væri sjálf. Með
þessum fátæklegu orðum viljum
við þakka henni allt sem hún var
okkur.
Guðrún Ösp (Dúnna)
og Ragnheiður.
Þá er komið að kveðjustund
minnar elskulegu mágkonu,
hennar Perlu, sem hefur verið al-
veg dásamleg mágkona og vinur í
áratugi. Það var svo gott að vera
með Perlu hún var alltaf svo glöð,
skemmtileg og úrræðagóð.Við
Rikki og þú og Benni fórum
margar utanlandsferðir og var
alltaf svo gaman hjá okkur. Oft
var Benni bílstjóri og við sáum
svo mikið af fallegum stöðum í
þessum ferðum. Benni átti 60 ára
afmæli í Portúgal og héldum við
uppá það með stæl, ég átti síðan
60 ára afmæli í Halifax og var það
líka gaman. Við keyrðum svo víða
þar um og gistum á Prince Edw-
ards eyju. Við Perla þóttum svo
líkar að oft var spurt hvort við
værum systur.
Perla og Rikki voru mjög náin
systkin, þau áttu bæði syni sem
voru fæddir 7. des. og síðan
fæddist Rikki litli á afmælisdag-
inn þinn 20. jan. Þú varst alltaf í
svo góðu skapi og varst einstök
Perla Kristín
Þorgeirsdóttir
✝ Perla KristínÞorgeirsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 20.
janúar 1933. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 4. maí
2012.
Útför Perlu fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í
kyrrþey 9. maí
2012.
perla og barst nafn-
ið þitt með sóma. Ég
sakna þess að fá
ekki símtal og gott
spjall eins við áttum
oft saman. Þegar ég
kom til þín síðast
varstu frekar lasleg
en ég átti samt ekki
von á að þú færir
svona fljótt.
Þú varst svo dug-
leg í þínum veikind-
um, alltaf hress og gerðir ekki
mikið úr þeim, spurðir frekar um
ættingjana og hvernig þeir hefðu
það. Það er sárt að missa ykkur
þrjú systkinin, Rikka, Gunnu og
þig á þremur árum og stundum
erfitt að trúa því. Söknuður
Benna er mikill, þú varst honum
góð eiginkona og stolt móðir.
Guð varðveiti Benna, börnin
þín og alla ástvini Perlu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín mágkona,
Þórdís (Dísa).
Guðrún J. Halldórsdóttir er
látin.
Við vorum saman í stjórn Vin-
áttufélags Íslands og Lettlands,
sem blómstraði á árunum 1992-
1996. Var hún þar í hávegum
höfð, sem félagslynd og forfröm-
uð menntamanneskja.
Einnig var hún jákvæð gagn-
vart bókmenntum. Þannig var
sagt um hana, að þegar ljóðskáld
eitt gat ekki borgað skólagjöld
sín að aflokinni veru í Námsflokk-
um Reykjavíkur, og taldi í stað
þess maklegt að þakka fyrir sig
með eigin ljóðum, þá hefði hún
séð ástæðu til að taka þeim
viðskilnaði með ljúfmennsku.
Ég rakst á hana nokkrum
Guðrún J.
Halldórsdóttir
✝ Guðrún JónínaHalldórsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. febrúar 1935.
Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 2.
maí 2012.
Útför Guðrúnar
var gerð frá Hall-
grímskirkju 16.
maí 2012.
sinnum á förnum
vegi á síðari árum,
og þykir mér nú að
henni mikill sjónar-
sviptir.
Mér þykir við
hæfi að kveðja hana
nú með einu óbirtu
ljóði mínu, sem
minnir mig hvað
mest á viðhorf henn-
ar til þjóðfélags-
mála; en það heitir
Sverðadansarinn:
Útrásarvíkingurinn, sverðadansarinn:
sá sem dansaði á sverðseggjum
af því hann taldi það vera
hina einu sönnu sælu;
hólmgöngu við hrædda menn:
sem eins og hann vildu finna
ástina og hamingjuna
hver höfðu náð að heflast burtu
einhvers staðar eftir bernskuna;
fjölskylduna sem skyldi finnast
einhversstaðar milli hnífsblaða,
milli breiðfylkingaraða sverða, saxa
Sumir komust raunar upp með glæpinn
en þó voru þeir fleiri sem í fótinn
skárust
og urðu litlir, klumbufættir karlar
Tryggvi V Líndal.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn, svo og æviferil.
Minningargreinar