Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Hljóðkerfi og hljóðbúnaður í miklu úrvali. Hljóðkerfistilboð á www.hljodfaerahusid.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt það til að rukka of lítið fyrir þjónustu þína eða vinna fyrir ekkert til að reyna að styrkja stöðu þína. Gott ráð er að laga skilaboðin að viðtakandanum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það þýðir lítið að stinga við fótum þeg- ar allt er á fleygiferð í kringum þig. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar og reyndu að komast að því hvað það er sem þú vilt í raun og veru. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver sem hefur gerólíkar skoð- anir verður á vegi þínum. Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að komast í burtu um tíma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Haltu þínu striki og notaðu verkfærin sem þú hefur til ráðstöfunar. Gleymdu ekki að láta þína nánustu finna fyrir ást þinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leitaðu aðstoðar vina og ættingja varð- andi umbætur á heimilinu. Leggðu þig fram um að koma til móts við aðra og sýndu fyr- irhyggju í fjármálum sem og öðrum málum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kynnist manneskju sem hefur mikil áhrif á þig en gleymdu því ekki að oft er flagð undir fögru skinni. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að segja að þú sért fylginn þér eru engar ýkjur. Afstaða þín í málum sem þér eru hjart- fólgin er skýr. Mundu að allir eiga leiðréttingu orða sinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þín að láta engan mis- nota tilfinningar þínar, hvort heldur um er að ræða vini og vandamenn eða aðra. Gerðu það sem til þarf til að hressa þig við andlega sem líkamlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það ríður á miklu að þú haldir ró þinni, þótt eitthvað gangi á í kring um þig. Viðskipti geta verið varasöm, þegar ekkert til- lit er tekið til aðstæðna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér virðist allt ganga í haginn og aðrir vilja njóta velgengni þinnar með þér. Settu þér markmið og sæktu að því af dugn- aði og festu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Væntingar annarra skipta þig nán- ast engu máli, því þínar eigin væntingar eru stöðugt með þér. Reyndu að gera ekki alveg svona miklar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki illa, þótt þér finnist dag- skráin í dag mótuð af öðrum og lítið tillit tek- ið til þinna þarfa. Gömul heilræðavísa sem pabbisendi mér eitt sinn,“ er yf- irskrift þessarar braghendu sem Þórarinn Eldjárn setur á fésbók- arsíðu sína: Vegtyllurnar eru fjarg og fjötur. Þó eru völdin verri en þær, veldu hvorugt sonur kær. Þar spunnust einnig umræður um afdráttarhátt, þar sem botninn fæst ef sleppt er staf framan af hverju orði í fyrripartinum. Þórarinn rifj- aði upp vísu Jóhannesar úr Kötlum: Drósir ganga, dreyrinn niðar, drjúpa skúrir. Rósir anga, reyrinn iðar, rjúpa kúrir. Guðmundur Andri Thorsson lagði orð í belg og rifjaði upp vísu Sveins frá Elivogum: Sléttum hróður, teflum taflið teygjum þráðinn snúna. Léttum róður, eflum aflið, eygjum ráðin núna. Þórarinn kann þá list að efast – eða hvað? Efastu um allt. Einkum skalt þú efast um að einmitt það sé eitthvað snjallt að efast um allt. Og hann yrkir um álitsgjafana: Gaf mér álit álitsgjafi, ekki hrjáð’ ann minnsti vafi. Komst ég þar í þykkt og feitt og þarf aldrei framar að líta á neitt. Bjarni frá Gröf orti vætu tíð: Hér er bölvuð ótíð ort og aldrei friður, það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Bjarki orti að gefnu tilefni í mars: Nú renna upp dagar vors fegursta frama því forsetinn Ólafur (var ég að lesa) er dýrlegur norðursins Dalaí Lama, en Dorrit, að sjálfsögðu, móðir Theresa. Og hann liggur ekkert á afstöðu sinni í forsetakosningunum: Óli þumbast, Þóra rokkar - þetta er lífsins forrit - svo er líka Svavar okkar sætari en Dorrit. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af afdráttarhætti, efasemdum, álitsgjöfum og Dorrit Tíska er furðulegt fyrirbæri. Galla-buxur sem Víkverji keypti í gær verða örugglega komnar úr tísku á morgun og gömlu og hallærislegu upp- háu strigaskórnir þykja núna kannski bara ágætir. Engin leið er að átta sig á hvaðan tískuvindarnir blása. x x x Þetta á við um fatatísku sem skó-tísku en eitt gleggsta dæmið um tískuvitleysuna er í sólgleraugnatísk- unni. x x x Víkverji er hlaupari og fyrir nokkr-um árum keypti hann sér sér- hönnuð hlaupasólgleraugu. Flestir kannast við þessa tegund sólgler- augna; glerin eru allstór, oft egglaga og umgjörðin (sem gjarnan er litrík) er þannig gerð að auðveldlega er hægt að skipta um gler, setja brún eða glær í staðinn fyrir svört, svo dæmi sé nefnt. Hlaupasólgleraugu eru létt og glerin liggja ekki of nálægt andlitinu og því fyllast þau ekki af móðu þegar hlauparinn tekur að svitna ótæpilega. x x x Frá því að Víkverji fékk sín fyrstuhlaupasólgleraugu hefur hann týnt öðrum sólgleraugum sem hann átti og núna er staðan sú að hann á bara hlaupasólgleraugu, raunar tvenn. Og þá er komið að furðum tískunn- ar: Af einhverjum ástæðum hefur Vík- verji ítrekað fengið að heyra að það sé ferlega glatað að láta sjá sig með hlaupasólgleraugun, nema í hlaupa- eða hjólatúr. Það sé verulega hallær- islegt, svo vægt sé til orða tekið, að bera þau við önnur tækifæri. Fólk gæti haldið að Víkverji væri nörd eða væri að monta sig af því að vera hlaup- ari en hvort tveggja er fjarri lagi. Ekk- ert hefur dugað að benda á að hin vin- sælu Ray Ban-flugmannagleraugu voru sérstaklega hönnuð fyrir orrustu- flugmenn í seinni heimsstyrjöldinni. Ef fólk sem aldrei hefur flogið flugvél, hvað þá tekið þátt í flugorrustu, getur gengið með flugmannagleraugu niðri í bæ – hvers vegna getur Víkverji þá ekki spókað sig þar með hlaupasól- gleraugun sín án þess að verða fyrir aðkasti? Víkverji er þó a.m.k. hlaupari. Þetta er hreinlega óskiljanlegt og óþolandi! víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.) G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lfu r hr æ ði le gi F er di n an d HEYRÐU! ÞETTA ER TRÉÐ SEM ÉG KLIFRA Í! SÉRÐU ÞESSA LITLU PÖDDU? ÞAÐ ER SORGLEGT HVAÐ HÚN HLÝTUR AÐ VERA FÁFRÓÐ HÚN VEIT EKKERT UM KOSNINGAR, SJÚKDÓMA, JARÐSKJÁLFTA, ÁST EÐA MÁNUDAGSMORGNA... OG HVORT YKKAR ER BETUR SETT? BAUÐSTU HRÓLFI OG HELGU Í VEISLUNA Í KVÖLD? NEI! ÉG VONA AÐ ÞAUFRÉTTI EKKI AF ÞVÍ AÐ VIÐ ÆTLUM AÐ HALDA VEISLU ÁN ÞEIRRA... ÞAU GÆTU TEKIÐ ÞAÐ NÆRRI SÉR KANNASTU VIÐ ÞAÐ ÞEGAR TVEIR EINSTAKLINGAR ERU BÚNIR AÐ EYÐA OF MIKLUM TÍMA SAMAN ÞÁ EIGA ÞEIR ÞAÐ TIL AÐ KLÁRA... MORGUNMAT HVORSANNARS? KISI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.