SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Qupperneq 17
1. júlí 2012 17
Valmar man upp á dag hvenær hann sett-
ist fyrst við orgelið og spilaði. Hann var þá
rúmlega fjögurra og hálfs árs. „Það var
17. desember 1971; mamma átti afmæli
daginn áður og þá komu gestir, bróðir
hennar og fjölskylda hans voru áfram hjá
okkur og um morguninn fór ég allt í einu
að spila eitthvert barnalag á orgelið. Afi
sá það og var alveg í sjokki því ég hafði
aldrei spilað! Ég hafði séð bróður minn
spila eitt barnalag á harmoniku og spilaði
það á orgelið.“
Þannig var nú það.
„Eftir þetta gerði afi allt sem hann gat
til að hvetja mig áfram, ég fékk enga sér-
staka kennslu en ég fékk hins vegar upp-
tökutæki í afmælisgjöf og pabbi keypti
harmoniku. Næsta sumar, þegar ég var
fimm ára, spilaði ég svo á harmonikuna
með hljómsveit í brúðkaupi. Lærði sjó-
mannavalsa og fleira og á enn medalíu
sem mér var gefin í brúðkaupinu fyrir að
vera brúðkaupstónlistarmaður! Þetta var
föstudagsbrúðkaup og við fórum heim á
sunnudegi. Ég spilaði aðeins á föstudags-
kvöldinu en mikið á laugardeginum. Þegar
lítill strákur fær svona mikla athygli getur
maður stundum gleymt sér og heldur bara
áfram.“
Settist fjögurra ára við orgelið
og byrjaði óvænt að spila!
Valmar ungur við píanóið heima í Eistlandi.
Aðkomumaður á Akureyri hafðiá orði við blaðamann aðnokkrir nauðalíkir náungarværu greinilega virkir þátttak-
endur í tónlistarlífi bæjarins. Gætu það
verið fjórburar? Skolhærðir með gler-
augu, afburða menn á sínu sviði; einn léki
í rokkhljómsveit, annan hefði hann séð
stjórna a.m.k. tveimur kórum, sá þriðji
væri organisti í Glerárkirkju og þann
fjórða hefði hann séð leika eins og engil á
fiðlu í brúðkaupi.
Heimamaðurinn dregur upp ljósmynd
af Valmari Väljaots.
– Já, það passar. Þetta er einn þeirra, en
hver?
„Misskilningur hjá þér, vinur minn,“
segir heimamaðurinn.
– Útilokað. Heldurðu að ég þekki
manninn ekki á mynd?
„Jú, það er ekki misskilningurinn. Þetta
er maðurinn. Sá sem þú hélst að væru
fjórir...“
- - - -
Valmar flutti til Húsavíkur frá Eistlandi
1994 ásamt eiginkonu sinni, Eneli Bjarg-
eyju. Dóttirin Elise Marie fæddist þá um
vorið og sonurinn Magnús Mar sumarið
1997.
Fjölskyldan var þrjú ár á Húsavík. „Ég
kenndi á fiðlu og varð svo líka organisti
1996. Ég ætlaði ekki að vera lengi á Íslandi
en framlengdi samninginn eftir fyrsta árið
og 1996, þegar organistastarfið var aug-
lýst, langaði mig að vera eitt ár enn vegna
þess að afi minn var organisti og mér
fannst ég þurfa að feta í fótspor hans.“
Afi Valmars hafði orgelleikinn að auka-
starfi. „Hann var mikill kirkjumaður og
spilaði í tveimur kirkjum. Síðan ég var
gutti í sveitinni var þessi afi minn ein
aðalpersónan í mínu lífi og mér fannst
þetta því kjörið tækifæri; eins og að taka
við af honum.“
Valmar hefur allar götur síðan m.a.
starfað sem organisti, en ætlar nú að ná
sér í formlega menntun á því sviði. Sest í
Tónskóla þjóðkirkjunnar í haust. „Ég hef
verið organisti í ýmsum kirkjum í 16 ár;
mér líður eiginlega núna eins og ég sé
pabbi margra krakka en þurfi á námskeið
í því hvernig á að eignast þau!“ segir Val-
mar og hlær – í eitt skipti af mörgum.
„Það er alltaf gott að læra, en ég held
það komi mér sennilega fátt á óvart,
a.m.k. í náminu sálmabókinni. Ég er orð-
inn eins og fiskur í vatni í þessu starfi en
mig vantar pappíra. Það er aldrei að vita
nema einhver komi aftan að þér með
lúmskri árás; menn gera kollegum sínum
það að vísu ekki held ég en það er samt
öryggi að hafa prófið.“
Valmar segir reyndar menntun og
kunnáttu ekki það sama. „Ef einhver vill
koma og taka af mér starfið í Glerárkirkju
mun ég bara bjóða honum í kappspil!“
Næsta vetur verður hann því á skóla-
bekk í Reykjavík, en hættir að stjórna
bæði Karlakór Akureyrar – Geysi og Kór
eldri borgara, auk þess sem hann kveður
vini sína, rokkarana í Hvanndalsbræðrum
í bili. En hann verður áfram við orgelið í
Glerárkirkju.
Sveitakrakkar sjálfstæðari
Eftir nokkur misseri á Húsavík fluttu þau
Valmar að Laugum í Reykjadal. „Björn
Þórarinsson, Bassi, vildi þá að ég mundi
taka við af honum sem skólastjóri á Laug-
um og ég gat ekki neitað því; aðstæður
voru öðruvísi þar, starfinu fylgdi frábært
einbýlishús með sundlaug í garðinum og
launin hækkuðu; þrítugur strákur þurfti
ekki að hugsa sig lengi um. Mér fannst
líka gaman í sveitinni og þar sá maður til-
tölulega mikinn mun á því hve sveita-
krakkar eru sjálfstæðari að vinna. Krakk-
ar sem eru vanir að vinna í fjósi eða
fjárhúsi læra einhvern veginn rosalega
snemma hvernig á að taka að sér verkefni;
þau vita að taka þarf einhverja stefnu og
halda henni. Það nákvæmlega sama gerist
í hljóðfæranámi. Það var einhvern veginn
svo einfalt að kenna það. Ef einhver kann
eitt þá kann hann annað líka.“
Þau voru á Laugum í þrjú ár. „Ég og
Arnór Benónýsson, Addi Ben, urðum
mjög góðir vinir. Hann var leikstjóri og ég
tónlistarstjóri í mörgum leiksýningum og
hann kenndi mér líka mikið af íslensku.“
Vert er að geta þess að orðaforði Val-
mars er aðdáunarverður og það þakkar
hann Arnóri. „Við fengum okkur oft sæti
eftir æfingu og unnum í einhverju við-
komandi sýninguna og ræddum þá lengi
um tungumálið; hann kenndi mér mikið
sem seinna hefur komið mér á óvart. Til
dæmis þegar ég spurði einn vin minn
hvort hann og annar maður væru tví-
menningar. Þá spurði hann: Um hvað
ertu að tala? Mér fannst skemmtilegt að
velta málinu fyrir mér; tvímenningur,
þrímenningur, skemmtun, að skemma...
Ég er mjög þakklátur fyrir það sem Addi
kenndi mér. Orðaforðinn smá stækkaði í
leikhúsinu; margt í tungumálinu sem ég
notaði ekki í skólanum með krökkunum
lærði ég í leikhúsinu. Það var mjög gott til
að komast hraðar og meira inn í
tungumálið.“
Eftir þrjú ár á Laugum fluttu Valmar og
fjölskylda í Mývatnssveit þar sem hann
var skólastjóri Tónlistarskólans í sjö ár.
Jafnframt var Valmar á þeim tíma
organisti í kirkjunni á Skútustöðum, í
Reykjahlíð, á Einarsstöðum í Reykjadal og
einnig í Þverárkirkju, þar sem sjaldan var
reyndar messað.
Fjölskyldunni leið afar vel í Mývatns-
sveit eins og annars staðar hér á landinu
bláa. „Stelpan mín fór að æfa skíði og náði
tiltölulega langt, ég byrjaði sjálfur að skíða
og eftir þónokkurn tíma fattaði ég að það
var golfvöllur í sveitinni og byrjaði að
spila þar, og þarna byrjaði ég líka að spila
bridge með besta vini mínum, Pétri Gísla-
syni. Þegar ég kom svo til Akureyrar
seinna var þetta allt í boði hér; eini mun-
urinn er að í Mývatnssveit er ekki fram-
haldskóli og þegar krakkarnir mínir fóru
að komast á þann aldur ákváðum við að
flytja hingað því ég vil ekki sleppa krökk-
unum að heiman 16 ára. Ég tel mig reynd-
ar ekki vera mjög góðan pabba og hef ekki
tekið nægilega mikinn þátt í uppeldinu –
því ég hef sjálfur tiltölulega mikið að gera
– en vil að minnsta kosti vera til staðar.
Þess vegna fannst mér orðið tímabært að
flytja hingað og sé svo sem ekkert eftir
því.“
Sumir segja að Valmar sé snillingur,
jafnvel göldróttur þegar músíkin er ann-
ars vegar. Haldinn náðargáfu. Hvað segir
hann um það?
„Snillingur er mjög sterkt orð og þegar
fólk notar það mikið í kringum mig velti
ég því fyrir mér hvort ég eigi að vera
feiminn. Hógværð er alltaf góð en ég get
tekið undir það, að hluta til, að ég fékk
hæfleikana á silfurfati.“
Stórfjölskyldan bjó saman í einbýlishúsi
í Tallinn; afi og ammi, foreldrar Valmars
og þeir bræður. Afinn spilaði oft á harm-
onium orgelið heima og dag einn settist
Valmar við orgelið og byrjaði að spila, öll-
um að óvörum!
„Ég fór ekki í leikskóla, hafði allan tím-
ann fyrir mér og var ekki fastur í ein-
hverju skipulagi; lagði mig þegar ég vildi á
daginn, og vaknaði oft við það að afi var
Er þetta allt einn
og sami maðurinn?
Eistinn Valmar Väljaots er ekki maður einhamur. Hann hefur verið
áberandi í tónlistarlífinu norðanlands með ýmsu móti í tæpa tvo áratugi,
þar af síðustu ár á Akureyri. Sumir segja hann snilling enda hæfileikarnir
ótvíræðir og virðist engu máli skipta í hvaða hljóðfæri hann grípur.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is