SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Qupperneq 28
28 1. júlí 2012
heimþrá til Frakklands. Ég var þar svo
lengi að ég festi að vissu leyti rætur þar.
Þegar ég fer þangað líður mér ekki alveg
eins og ég sé að koma heim því heima
verður alltaf Ísland, en Frakkland er næsti
bær við. Ég hef góðar tilfinningar til
Frakklands, þar leið mér vel og ég sé ekki
eftir einum einasta degi sem ég bjó þar.
Svo skildum við hjónin. Auðvitað var
erfitt að skilja, rífa börnin upp með rótum
og fara heim aftur. Ég vissi að það yrði erf-
itt að vera einstæð móðir í Frakklandi og
kaus að fara heim, þannig valdi ég auð-
veldari leiðina. Ég saknaði Íslands og taldi
að krakkarnir yrðu hamingjusamari á Ís-
landi. Það er meira frjálsræði fyrir börn á
Íslandi en í Frakklandi og ég kann betur
við íslenskar uppeldisaðferðir en franskar.
Frönsk börn þurfa að lúta mörgum reglum
og í frönskum barnaskólum ríkir nokkur
strangleiki og þar þykir yfirleitt ekkert til-
tökumál að slá á fingur barna með reglu-
stiku.
Ég fór heim með börnin og gerði þau ís-
lensk, svona eins og hægt var því þau eru
alltaf hálffrönsk. Strákurinn minn býr á
Íslandi en stelpan mín býr í Kaupmanna-
höfn. Svo kynntist ég seinni manni mín-
um, Þorsteini Bergssyni, og við eigum eitt
barn í saman og hann á eitt fyrir þannig að
samtals eigum við fullt af börnum og
barnabörnum.“
Þú varst mjög ung þegar þú giftist í
fyrra skiptið, var munur að gifta sig aft-
ur nokkru eldri?
„Þetta voru mjög ólíkir menn en auð-
vitað var allt öðruvísi að gifta sig átján ára
en þrítug, vera komin með lífsreynslu og
búin að eiga börn. Í seinna skiptið gætti ég
þess að nefna það við manninn minn áður
en við fórum að búa að ég ætlaði ekki að
taka að mér öll heimilisstörf, þar yrði að
vera nokkurn veginn jöfn skipting. Þegar
ég bjó í Frakklandi var ætlast til að konur
sæju um heimilisstörfin, þótt það sé að
breytast með yngri kynslóð. Margar konur
þekkja það þegar karlmaður segir: „Það
vantar salt.“ Saltið er kannski tvo metra
frá honum en samt ætlast hann til að kon-
an standi upp og sæki það og rétti honum.
Ég benti bara og sagði: Það er þarna, náðu
bara í það.“
Brennandi áhugi
Hvernig kom það svo til að þú gerðist
hótelhaldari í Flatey?
„Ég hef mikinn áhuga á mat og hef unn-
ið við matreiðslu og rak í fjögur ár veit-
ingastaðinn Mensa á horni Austurstrætis
Pétur O. Nikulásson. Pabbi var heildsali,
og mamma hjálpaði honum heilmikið
þegar hann var að stofna fyrirtæki sitt.
Áhugi minn á matargerð kemur úr móð-
urætt. Móðursystir mín var flinkasti
kokkur sem ég hef kynnst. Hún las sér til
og prófaði ýmislegt sen þá var ekki til siðs í
matargerð og kenndi mér til dæmis að
maður ætti ekki að mauksjóða kjöt, eins
og var alltof algengt á þeim tíma. Mamma
er líka ákaflega góður kokkur og þau pabbi
voru mikið í útilegum og tóku oft lítinn
heitreykingaofn með sér og reyktu silung
og lax, sem var nýjung á þeim tíma.
Ég var tólf ára þegar ég fór í sveit í Skál-
eyjar á Breiðafirði ásamt vinkonu minni og
við höfðum viðkomu í Flatey. Þá sá ég eyj-
una í fyrsta sinn. Í Flatey tók fullorðin
kona á peysufötum á móti okkur. Hún
bauð okkur inn í húsið sitt þar sem beið
okkar hlaðborð með hnallþórum og alls
kyns góðgæti. En við vorum svo sjóveikar
að við gátum ekki borðað eina pönnu-
köku. Frá þessu húsi sem konan bauð
okkur inn í var innangengt í Gunnlaugs-
hús sem seinna varð húsið mitt. Eftir við-
komu í Flatey fórum við með litlum báti í
Skáleyjar. Þá voru tveir bóndabæir í Skál-
eyjum og við vinkonurnar vorum báðar í
norðurbænum, hjá Júlíönu og Guðmundi
sem voru foreldrar Hafsteins sem er bóndi
í Flatey. Um sumarið voru fjórtán börn í
eyjunni. Okkur krökkunum fannst mjög
gaman og ævintýralegt að vera á eyju. Við
reyndum að gera gagn og ég held að við
höfum gert það.“
Hvert stefndirðu sem ung kona?
„Ég ætlaði að verða hjúkrunarkona og
allt sem ég gerði miðaðist við það. Ég
stefndi á Hjúkrunarskólann og var með
einkunnir til að komast þar inn án þess að
taka inntökupróf en uppfyllti ekki skilyrði
um lágmarksaldur. Ég var að bíða eftir því
að ná tilskildum aldri til að komast inn í
skólann þegar ég kynntist fyrri mann-
inum mínum sem er Frakki. Hann var að
læra læknisfræði. Við giftumst og ég
gleymdi skólanum og flutti til Frakklands
átján ára gömul. Svo kom ég í heimsókn til
Íslands og fékk símtal um að það væri búið
að samþykkja að veita mér inngöngu í
skólann. En þá var það of seint, ég var gift
kona, búsett í Frakklandi. Ég eignaðist
fyrsta barnið mitt tveimur dögum áður en
ég varð nítján ára. Svo kom annað barn og
ég bjó í Frakklandi næstu þrettán árin. Við
bjuggum í Suður-Frakklandi þar sem var
dásamlegt að vera. Þar var ákaflega fallegt
og alltaf gott veður. Einstaka sinnum fæ ég
I ngibjörg Pétursdóttur stendur vakt-ina sem hótelstjóri í Hótel Flatey.Þetta er sjöunda árið í röð sem Ingi-björg sér um rekstur þessa fallega og
vinalega hótels í eyju sem er mikil nátt-
úruparadís enda vinsæll viðkomustaður
fuglaskoðenda og náttúruunnenda.
„Örfáir búa í Flatey allan ársins hring og
flest húsin eru sumarhús en á sumrin
breytist Flatey í þorp og mikill vinskapur
myndast milli fólksins í þorpinu,“ segir
Ingibjörg. „Hingað kemur alls kyns fólk,
bæði Íslendingar og útlendingar, og finnur
sálarfrið og ró í náttúrunni. Einn gest-
anna, frönsk kona, tók mig afsíðis á dög-
unum og sagði með tárin í augunum:
„Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er al-
veg einstakur staður, hér er algerlega
ósnert náttúra. Við eigum ekki lengur
svona staði í Frakklandi. Passið þið stað-
inn ykkar.“ “
Alls vinna um átta manns á Hótel Flatey
sem er opið þrjá mánuði á ári, frá júní til
loka ágústs. „Við sem vinnum á hótelinu
þessa þrjá mánuði missum að mestu af
þjóðfélagsumræðunni og söknum þess
ekki,“ segir Ingibjörg. „Hér ræðum við
um það hverjir koma í þorpið og hvaða
ferðamenn eru á hótelinu. Hér er það sem
þarf en ekkert sjónvarp, ekkert útvarp,
engin blöð og lítið rafmagn. Við eldum á
gasi og pössum vatnið og látum það ekki
renna að óþörfu. Við höfum samt alveg
nóg. Hér er matur eldaður frá grunni, við
notum ekki duft í pokum. Við erum á eyju
þar sem er engin verslun og verðum að
vera útsjónarsöm, stundum er eitthvað
ekki til og þá verður að finna eitthvað
annað í staðinn. Eldhúsið er nokkuð opið
og gestir koma þangað inn, þakka fyrir
matinn og spjalla við kokkinn.
Við horfum oft út um gluggann þegar
við erum að vinna og getum fylgst með vel
fuglalífinu.Við tölum mikið um fugla,
hvort þeir hafi nóg að borða og hvernig
gangi að koma ungunum upp. Ef ungarnir
komast ekki upp þá grátum við í eldhús-
inu. Endur og æðarfugl leggja alltaf af stað
með sjö til níu stykki og svo sjáum við
daginn eftir að ungarnir eru bara fjórir og
svo kannski bara tveir. Stundum ruglast
ungarnir og koma sér fyrir í öðrum hóp og
þá sjáum við kannski kollu koma synd-
andi með fimmtán stykki.“
Frá Íslandi til Frakklands og aftur heim
Segðu mér frá uppruna þínum.
„Ég ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar
mínir eru Sigríður Guðmundsdóttir og
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Hugsjón, ekki
gróðastarfsemi
Ingibjörg Pétursdóttir er hótelstjóri í Flatey á sumrin. Hún talar
um lífið í þessari fallegu eyju sem er vinsæll áfangastaður ís-
lenskra og erlendra ferðamanna. Ingibjörg segir einnig frá
sjálfri sér, uppruna sínum og búsetu í Frakklandi á árum áður.