SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 31
Fríða Dís Guðmundsdóttir syngur með tveimur hljóm-sveitum af Suðurnesjunum, Klassart og Eldum en með-síðarnefndu hljómsveitinni spilar hún jafnframt á bassa. Hún sinnir listagyðjunni af kappi, í sumar blaðar hún í innlendum og erlendum listaverkabókum fyrir börn. Fríða Dís vinnur að útgáfu íslenskrar samtímalistasögu fyrir börn ásamt Önja Isabellu Lövenholdt. Hugmyndin kviknaði í námi þeirra í listfræði í Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóður gerði þeim kleift að stunda rannsóknarvinnu í sumar. Fríða segir að ekki sé um auðugan garð að gresja í þessum efn- um og töluvert fleiri slíkar bækur fyrir börn séu til annars staðar á Norðurlöndum. Markmið verksins er að endurspegla það sem hefur verið að gerast í listsköpun á síðustu öld. Þekktar íslenskar kanónur í samtímalist fá sitt rými, auk þess verður dregin upp mynd af listgreinunum: dansi, tónlist, arkitektúr, leiklist og ljósmyndun, til að unnt sé að setja í samhengi úr hverju listsköpun sé sprottin. Tónlistin er fyrirferðarmikil í hennar lífi og vinnur hún nú að útgáfu tveggja platna með hljómsveitunum. Hún er aðaltextahöfundur Klassart, sem gaf út smáskífuna Smástirni í vor en samnefnt lag hefur verið á topp tíu vinsældalista Rásar tvö í 7 vikur. Í sumar mun hún troða víða upp með hljómsveitunum tveim- ur. thorunn@mbl.is Fríða Dís og Smári stóri bróðir. Eins árs spjallari og Smári stóri bróðir sjaldnast langt undan. Kappklædd í fanginu á stóra bróður í sumarbústað. Fríða Dís að syngja "Snert hörpu mína" í Hvalneskirkju ellefu ára gömul. Listagyðj- unni sinnt Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona Klassart og Elda, er í skemmtilegri sumarvinnu að safna efni í lista- sögubók fyrir yngri kynslóðina. Tveggja og hálfs árs matgæðingur stendur í stórræð- um að baka til heimilisins. Sandgerðingurinn unir sér vel í Vesturbænum. Vinkonurnar Fríða Dís og Anja Isabella Lö- venholdt í útgáfuhófi síðstliðið haust. Söngkonan Fríða að störfum. Fjögurra ára að syngja "Fríða litla lip- urtá" í Óskastundinni á Stöð 2. Fríða Dís og Smári við Kerið í Grímsnesi. Alltaf brosmild, hoppandi hress og kát Liverpool aðdáandi. Myndaalbúmið 1. júlí 2012 31

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.