SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Síða 32
Þorsteinn Þorsteinsson thorthor@ruv.is
Árni H. Kristjánsson chess@simnet.is
Skákað yfir
Atlantshafið
Það þarf yfirlegu og þolinmæði til að tefla skákir sem taka sex til tólf mánuði.
Bréfskákin lifir góðu lífi, þó að dagar sendibréfa séu liðnir. Og íslenska lands-
liðið er í efsta sæti á Evrópumeistaramótinu - en allt mótið tekur um tvö ár.
B réfskák er tefld með þeim hættiað leikirnir eru sendir með pósti(póstkorti, bréfi, vefpósti (e-mail)
eða vefþjóni (webserver). Hið
hefðbundna sendingaform
leikja er póstkort með
mynd af taflborði þar sem
reitir þess eru merktir með
tölustöfum. Þetta upphaflega
form bréfskákar hefur nær
alveg vikið fyrir vefþjónum,
sem eru allsráðandi í dag.
Umhugsunartími á hefð-
bundnum póstkortsmót-
um er þrír dagar á leik,
en fimm dagar á leik í
vefpósts- og vefþjóns-
mótum.
Upphaf bréfskákar
Bréfskák var iðkuð þegar á 17. öld, en
fyrstu varðveittu bréfskákirnar voru tefld-
ar í upphafi 19. aldar. Á árunum 1824-1828
fór fram bréfskákkeppni milli skákfélaga
í London og Edinborg sem Skotar unnu. Í
kjölfarið færðust slíkar keppnir milli borga
og bæja í vöxt. Í lok 19. aldar var algengt að
skáktímarit stæðu fyrir bréfskákmótum.
T.a.m. stóð danska skáktímaritið Tidskrift
for Skak fyrir norrænum mótum eftir að
útgáfa þess hófst 1895.
Alþjóðasamtök
Fyrsta alþjóðasambandið í bréfskák (Inter-
nationaler Fernschachbund) var stofnað
í Berlín árið 1928. Það efndi til fyrstu
Evrópukeppninnar árið 1935. Tveimur
árum síðar var að frumkvæði alþjóðasam-
bandsins ákveðið að efna til heimsmeist-
arakeppni, en ekkert varð úr framkvæmd-
inni vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.
Annað alþjóðasamband (International
Correspondence Chess Association, ICCA)
var stofnað árið 1945. Á vegum þess hófst
fyrsta heimsmeistarakeppnin í bréfskák
árið 1946. Árið 1951 var svo Alþjóðabréfs-
káksambandið (International Correspond-
ence Chess Federation, ICCF)
stofnað og starfar það
enn, með 65 aðild-
arlöndum. ICCF
hefur náið samstarf
við Alþjóða-
skáksambandið
(FIDE). Auk heims-
meistarakeppni og
Ólympíuskákmóta,
sem haldin hafa
verið frá árinu
1946, stendur ICCF
fyrir Evrópukeppni
(fyrst haldin 1955),
þemamótum
og fjölmörgum
öðrum mótum.
Bréfskák á Íslandi
Talið er að Þorvaldur Jónsson, læknir
á Ísafirði, hafi verið fyrstur Íslendinga
til að tefla bréfskák rétt fyrir aldamótin
1900. Tefldi hann við félaga í Köben-
havns Skakforening og skákmenn í
Reykjavík. Árið 1935 hugðist Skákblaðið
efna til keppni í bréfskák til styrktar
skákiðkun í landinu og birti blaðið
reglur um fyrirkomulag keppninnar. Af
keppninni varð ekki, né heldur þeirri
sem Nýja skákblaðið reyndi að koma á
fót árið 1940 um titilinn Bréfskákmeist-
ari Íslands. Eftir síðari heimsstyrjöldina
óx bréfskákaiðkun talsvert og nokkrir
skákmenn hófu þátttöku í alþjóðlegum
bréfskákmótum. Árið 1972 varð Bjarni
Magnússon Norðurlandameistari í
bréfskák.
Tímaritið Skák hleypti fyrstu
bréfskákkeppninni af stokkunum árið
1964, en hún lognaðist fljótlega út af.
Skáksamband Íslands tók þessi mál upp
á sína arma og skipaði sérstaka bréfs-
káknefnd til að skipuleggja bréfskáka-
iðkun í landinu. Nefndin gerðist aðili að
ICCF og á vegum hennar hófst árið 1974
fyrsta Bréfskákþing Íslands. Íslendingar
tóku þátt í VII Ólympíubréfskákmótinu
sem hófst 1972 og 1975 hófu tveir
Íslendingar þátttöku í heimsmeistara-
keppni ICCF.
Félag íslenskra bréfskákmanna stofnað
Hinn 12. september 1991 var haldinn í húsakynnum Skáksambands Íslands,
stofnfundur Félags íslenskra bréfskákmanna. Helstu hvatamenn að stofnun
félagsins voru Jón A. Pálsson, Þórhallur B. Ólafsson og Bjarni Magnússon. Um
tveir tugir manna mættu á fundinn, sem fór í alla staði vel fram undir fundar-
stjórn Guðmundar G. Þórarinssonar, forseta S.Í. Stofnun félagsins var samþykkt
samhljóða og voru stofnfélagar 19 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var
þannig skipuð: Þórhallur B. Ólafsson formaður, Baldur Daníelsson
gjaldkeri, Jón A. Pálsson, Þorleifur Ingvarsson og Eggert Ísólfsson
meðstjórnendur. Félagið varð aðili að S.Í. og Alþjóða bréfskák-
sambandinu (ICCF). Félagið gaf út fréttablaðið Bréfskákstíðindi
um nokkurra ára skeið.
Titilhafar í bréfskák
Árið 1981 var Jón A. Pálsson útnefndur alþjóðlegur meistari
(IM) í bréfskák, fyrstur Íslendinga. Íslenskir titilhafar eru:
Íslandsmótið í bréfskák
– Árni H. Kristjánsson
Íslandsmeistari
Mikil gróska er hjá íslenskum bréfskákmönnum
um þessar mundur en nokkuð hefur borið á því
að reyndir kappskákmenn hafi í auknum mæli
snúið sér að bréfskák. Hér má nefna menn eins og
Áskel Örn Kárason, Árna Kristjánsson, Daða Örn
Jónsson, Halldór Grétar Einarsson, Jón Árna Hall-
dórsson og Þorstein Þorsteinsson. Nýlega lauk Ís-
landsmótinu og stóð Árni H. Kristjánsson uppi sem
sigurvegari og er því Íslandsmeistari í bréfskák.
Mótið hófst 1. mars 2010 og voru keppendur 13 og
þar af 5 erlendir. Með þessu sniði gafst keppendum
tækifæri til að ná áföngum. Árni hlaut 8,5 vinninga
úr 12 skákum. Í öðru til fjórða sæti með 8 vinninga,
urðu Baldvin Skúlason, Sonny Colin (Svíþjóð) og
Jónas Jónasson. Þessir keppendur náðu allir IM-
áföngum. Með sigrinum tryggði Árni sér jafnframt
IM titil, alþjóðlegan meistaratitil í bréfskák.
ICCF Alþjóðlegir
bréfskákmeistarar (IM)
Nafn Útnefndur titilhafi
Jón Adólf Pálsson 1981
Bragi Kristjánsson 1984
Frank Herlufsen 1989
Hannes Ólafsson 1991
Bragi Þorbergsson 1992
Áskell Örn Kárason 1993
Jón Kristinsson 1994
Jón Árni Halldórsson 1997
Gísli S. Gunnlaugsson 1999
Haraldur Haraldsson 2007
Árni H. Kristjánsson 2012
ICCF Bréfskákmeistarar (SIM)
Nafn Útnefndur titilhafi
Jón Adólf Pálsson 1999
Jón Árni Halldórsson 1999
Ákell Örn Kárason 2001
ICCF Stórmeistarar í
bréfskák (GM)
Nafn Útnefndur titilhafi
Hannes Ólafsson 1995
Bragi Þorbergsson 1998
32 1. júlí 2012